Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.11.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 23.11.1951, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. ___________________________________________________________1 Gömul saga. Dýrmætasti réttur einstaklingsins í lýðræðisþjóðfélagi, og það, sem lýðræðið í raun réttri byggist á, er kosningarétturinn. Með honum er einstaklingnum fengið í hendur vald til þess að ákveða stjórnarháttu síns lands, svo og ákvörðunarrétt um, hverjir fari með þau málefni, sem snerta hann nánast. Með atkvæði sínu velur kjósandinn menn, sem hann treystir bezt til þess að sjá sínum hagsmunamálum sem hagkvæmastan farborða. Það er því mjög þýðingarmikið, að vandað sé til valsins. Þetta er öllum hugsandi mönnum ljóst, og þeim mun hryggilegra er til þess að vita, að menn skuli neyta kosningarréttarins af fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi, eins og dæmi eru til um. í landi, þar sem íbúunum er ekki lengur treystandi til þess að ráða málum sínum farsællega til lykta. þá er einræðið tvímælalaust beztu stjórnarhættirnir. Kosningarrétt- urinn er tvíeggja vopn, sem kjósendur verða að beita af skynsemi og raunsæi, svo að það verði ekki þeim sjálfum að grandi. Nærtækasta dæmið um það hvernig almúginn hefir unnið sér tjón með misbeitingu kosningaréttarins, er hér á ísafirði. Það er ekki úr vegi að rifja upp gamla sögu í því sambandi. Hún er marg sögð, en svo virðist, sem meirihluti ísfirðinga sé ekki leiðari á henni en svo, að þeir geti hugsað sér, að hún endurtaki sig. Sagan er svona: í tuttugu og fjögur ár samfleytt, var Alþýðuflokkurinn einráður um stjóm bæjarins. Það tímabil mætti með réttu nefnast niðurlægingar- tímabilið. Þó skal því ekki haldið fram, að ekkert hafi verið unnið, er til framfara horfði. Það væri ósanngjamt og ósatt. Að öðrum kosti væri hér engin lifandi vera. En fæst af því var gert fyrir atbeina stjórenda bæjarins, og það, sem þeir kunna vel hafa gert, vegur naumast upp á móti því, sem aflaga fór. Nokkur ár þessa tímabils voru mestu veltuár, sem um getur í sögu landsins. Á þeim ámm var ísafjörður mjög vel sett- ur vegna hins góða skipastóls, sem gerður var út héðan. Bæjarfélagið græddi stómm og afkoma manna með langbezta móti. En þrátt fyrir gróða stríðsáranna fór hér engin fjárfesting fram. Engin atvinnu- fyrirtæki vom sett á stofn, sem staðið gætu undir atvinnulífi og efna- hag bæjarins við breyttar aðstæður. Svo tröllriðnir voru stjómendur bæjarins í skammsýni sinni og einfeldni, að þeir seldu úr bænum það atvinnutæki, sem helzt var á að treysta, en það var togarinn Skutull. Það hvarflaði aldrei að þeim, að afli brygðist og sá eini atvinnuvegur, sem efnahagur bæjarins hvíldi á, vélbátaútgerðin, hryndi til gmnna. En þrátt fyrir óhemju getuleysi og óstjórn, hélt Alþýðuflokkurinn velli sem stærsti flokkur bæjarins í lok þessara tuttugu og fjögra ára. — Nú vaknar spumingin. Ber þetta að skilja sem svo, að ísfirzkir kjósend- ur láti sig engu skipta, hvemig sem valdhöfunum þóknast að fótum troða rétt þeirra til þess að lifa eins og menn? Hvílíkt undur, að þetta skulu vera afkomendur þeirra manna, sem bám gæfu til þess að velja sem sinn fyrsta þingmann þann, sem ísland á öllum öðrum fremur sjálfstæði sitt og frelsi að þakka! — Og nú verða ofurlítil þáttaskipti í sögu bæjarins. Samt sem áður ber þá þáttur greinileg merki niðurrifs- stefnu Alþýðuflokksiforingjanna. Vegna sinnar sterku aðstöðu í bænum tókst þeim að sporna gegn framvindu ýmissa þýðingarmikilla fram- faramála, sem stjóm stjálfstæðismanna og sósíalista barðist fyrir. Og enn urðu þáttaskipti. Alþýðuflokkuinn er setztur að völdum á ísafirði á nýjan leik, ólánssaga þeirra heldur áfram, og bæjarfélagið rambar á barmi glötunar. — Hver ber svo sökina? I fljótu bragði gæti virzt svo, sem forkólfarnir bæm alla ábyrgðina. En hver gaf þeim valdið, sem þeir hafa farið svo illa með ? Það gerðu háttvirtir kjósndur. Nú kemur engum til hugar annað en þeir vilji raunsæja menn og ráðsvinna sem forystumenn sinna mála. Það mætti því álíta sem svo, að þeim væri ekki sjálfrátt. Ekki er sennilegt að þetta sé af neinni sjálfspyndingar- Frá Tónlistarfélagi ísafjarðar, Aðalfundur Tónlistarfélags ísafj. var haldinn 29. sept. s.l., en vegna fjarvem félagsm. úr bænum og lagabreytinga, varð að boða fram- haldsaðalfund, sem haldinn var 20. okt. Höfuðverkefni félagsins á starfsárinu 1950—51 vom eins og áður. Eins og kunnugt er, rekur Tónlistarfélagið Tónlistarskóla ísa fjarðar, vom nemendur skólans á s.l. starfsári alls 57 og kennarar skólans þá fjórir. öðru höfuðverk- efni sínu, sem er hljómleikar fyrir styrktarmeðlimi og almenning, innti félagið af hendi með tveim aðalhljómleikum á árinu, sem vom hljómleikar Rögnvaldar Sig- urjónssonar og Else Muhl, óperu- söngkonu. Félagið nýtur stuðnings margra og góðra styrktarfélaga, en þrátt fyrir það, hefur félagið borið halla af flestum hljómleik- unum, sem haldnir hafa verið hér á vegnum félagsins. Það er því þörf á því, að enn þá fleiri góðir ísfirðingar og nærsveitamenn fylg- ist með starfsemi félagsins og styðja bezt gott málefni með því að gerast styrktarfélagar. Á um- ræddu starfsári var að fullu geng- ið frá stofnun Minningarsjóðs Halldórs Halldórssonar, banka- stjóra og samin reglugerð fyrir sjóðinn. Stofnfé sjóðsins er krónur 11.550,00. Tilgangur sjóðsins er að veita neméndum í Tónl.skóla Isafj. verðlaun fyrir ástundun og dugnað við nám og að veita fjárstyrk, eða lán, efnilegum nemendum til fram- haldsnámg innan lands eða utan, eftir nánari fyrirmælum í reglu- gerð sjóðsins. Stjórn félagsins skipa: Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri, for- maður, Jón Jónsson frá Hvanná, ritari, Kristján H. Jónsson, með- stjómandi. 1 skólanefnd eru: Séra Óli Ketilsson, formaður, Jón Jóns- son frá Hvanná og Jóh. Gunnar Ólafsson. Á aðalfundinum var rætt um aðkallandi þörf á fullnægjandi hús næði fyrir skólann, og verður það eitt af viðfangsefnunum nú á næst- unni, að leysa þetta mál á við- unandi hátt. Strax og hægt væri að flytja skólann í sérstakt hús- næði, þar sem öll kennslan gæti farið fram, þá væri nauðsynlegt fyrir skólann að eiga t.d. þrjú hljóðfæri, 2 píanó og eitt orgel, auk annars, sem leggja yrði til húsnæðisins. Kostnaðarverð hljóð- færa og annars útbúnaðar nemur að sjálfsögðu hárri upphæð og verður það því ærið átak að koma góðum starfsgrundvelli undir skólann. En með góðum ráðum og sterkum vilja til að vinna góðu málefni sigur, þá skulum við Is- firðingar sameinast um það, að þessi menningarstarfsemi í bænum fái notið sem beztrar aðstöðu í framtíðinni. Nú þegar hefur verið keyptur flygill til skólans og hef- ur félagið orðið að taka lán til þeirra kaupa. Tónlistarskólinn var settur 2. okt. s.l. og innrituðust þá í skól- ann 42 nemendur. Vegna húsnæð- isskorts og fjárhagsörðugleika varð að vísa frá nokkrum umsækj- endum og takmarka kennslu við suma af nem. skólans. Aðsókn að skólanum hefur alltaf verið góð og fer mjög vaxandi. Síðan skólinn var settur í haust hafa verið telcn- ir 3 nem. til viðbótar. Skólastjóri er og hefur verið írá byrjun Ragn- ar H. Ragnar. Kennarar skólans í vetur eru þessir: Ragnar H. Ragn- ar, píanókennari, kennir auk þess öllum nemendum skólans hljóm- fræði og fer sú kennsla fram í fjórum deildum. Elísabet Krist- jánsdóttir, píanókennari og Jónas Tómasson, orgelkennari. Náms- gjöld voru hækkuð nú frá því sem var áður, en eru þó um 30% lægri hér en við aðra tónlistarskóla í landinu. Fjárhaldsmaður Tónlist- arskólans er Jón Jónsson frá Hvanná. — Tónlisarskólinn nýtur styrks úr ríkissjóði til starfsemi sinnar og ennfremur frá bæjarfé- laginu. B A Z A R Kvennadeild slysavarnafélagsins hér hefur ákveðið að halda Bazar til ágóða fyrir deildina, sunnudag- inn 2. des. n.k., og er þess vænst að félagskonur allar leggi henni lið, og komi munum til þessara félaga: María Helgad., Sólg. 4, María Jónsd., Tangag. 8, Herdís Jónsd., Aðalstr. 26, Anna Helgad., Austurv. 16, Alberta Albertsd., Austurv. 7, Elimunda Helgad., Tangagötu 32, Guðný Sveinsd., Sjúkrah., Ólöf Jónsd., Sundstr. 23, Una Magnúsd., Aðalstr. 33, Soffía Löve, Sundstr. 27, Hrefna Maríasd. Mjallarg. 1 nautn, en hver svo sem ástæðan kann að vera, þá þarf gagnger breyting að verða á. ísfirzkir kjósendur! Fórnið ekki heill ykkar bæjarfélags vegna hug- sjónalauss þýlyndis við menn eða málefni, sem hafa reynst ykkur illa. Látið valdhafanna verða þess skýlaust áskynja, að þeir eiga sín völd algjörlega undir ykkur komin, og að þeir verði sviptir þeim, jafnskjótt og þeir bregðast því trausti, sem þeim hefir verið sýnt, hverjir sem hlut eiga að máli!

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.