Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.11.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 30.11.1951, Blaðsíða 4
XXVHI. árgangur. 30. nóvember 1951. 18. tölublað. EKKI ER LAUST SEM JÓN HELDUR I. Fyrir atbeina Sjálfstæðismanna var tekið inn á f jár- hagsáætlun bæjarsjóðs fyrir yfirstandandi ár, sem . sérstakur liður: Óráðstafað til atvinnumála kr. 100. þúsund. Þessu fé skyldi varið til þess að auka atvinnu verkamanna. Það féll í hlut kratanna, undir forustu Jóns Guðjónssonar, að sjá um framkvæmdina. En hvað skeður? Jón vill ekkert láta til atvinnumála. Árið er senn lið- ið. Jón heldur fast í. ,yÞað er um tómt mál að tala, að halda uppi nokkurri vinnu á vegum bæjarsjóðs“, sagði þessi frómi bæjarstjóri. Þetta er hans eina fram- lag til atvinnuleysingjanna. Virðist Haraldur Stein- þórsson vera mjög ánægður með þessa framkvæmd í atvinnumálunum. Hnífsdælingar kaupa Valbjörn. BUNDNIR VIÐ BRYGGJU. Framhald af 1. síðu. fé. Þeir eru því ekki nema sjö samvinnbátamir, sem liggja í höfninni í stað átta áður. Já, mik- ið megum við ísfirðingar þakka þessum þróttmikla útgerðarspek- ingi!!! Þeir hefðu verið fljótir kratam- ir að boða til fundar í verkalýðs- og sjómannafélaginu hefði einhver einstaklingur verið að selja bát úr bænum, en af því að það vom kratar sem seldu þá má ekki and- mæla. Sofandi á verðinum. Þrátt fyrir það, að afli hefur heldur glæðst, liggur forstjóri Samvinnufélagsins enn í dvala, enginn verður var f jörkipps í hon- um til útgerðar. Því þótti fullkomin ástæða, að minna slíka menn á, að þeir hafa óstarfrækt atvinnutæki undir höndum, og krefjast verður af þeim að starfrækja á sama hátt og útgerðarmenn í nágranna þorp- unum gera. Bæjarráðsmaður Sjálfstæðis- flokksins, Matthías Bjarnason, flutti á bæjarráðsfundi, s.l. fimmtu dag, eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt af fulltrúa kratanna og aðstoðarkratanum Haraldi Stein- þórssyni: „Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða nú þegar við forráðamenn vél- bátaútgerðarfélaganna í bænum um að þau hefji taf- arlaust útgerð á bátum sín- um. Ef vélbátaútgerðarfélög- in telja sig ekki geta hafið útgerð á bátum sínum, þá óski bæjarstjóri eftir að fá fram hverjar þær ástæður eru og verði þá málið á ný lagt fyrir bæjarráð. Bæjarráð bendir á, að út- gerð vélbáta er fyrir nokkru hafin í Bolungarvík, Hnífs- dal, Súðavík og Suðureyri og er afli þessara báta held- ur að glæðast, oft verið 3—4 smálestir í róðri en mest á sjöttu smálest. Jafnframt bendir bæj- arráð á, að þar sem sjómenn hafa enga kauptryggingu til áramóta, þá hljóti það að létta stórum hjá útgerðarfé- lögunum, að hefja starf- rækslu báta sinna, og ætti því ekki að vera erfiðari að- stæður að gera út báta héð- an, en á ofannefndum út- gerðarstöðum. Hraðfrystihúsin hafa þeg- ar lýst því yfir, að þau séu reiðubúin að kaupa fisk til frystingar“. Matthías Bjamason. Með samþykkt þessarar tillögu hafa kratarnir í bæjarráði loks viðurkennt nauðsyn á, að hreyfa Nýstofnað hlutafélag, Mímir, í Hnífsdal, hefur fest kaup á einum af bátum Samvinnufélags Isfirð- inga, Valbimi. Báturinn heitir nú Mímir og eru einkennisstafir hans IS 30. Aðalhvatamenn þessa félags eru Ingimar Finnbjömsson og Einar Steindórsson. Stjóm félagsins skipa Ingimar Finnbjömsson, formaður, Einar Steindórsson og Karl Sigurðsson, sem er skipstjóri á bátnum. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Ingimar Finnbjömsson. Kaupverð bátsins er 350 þús. kr. Hinir nýju eigend- ur munu gera bátinn þegar í stað út á línu. Hnífsdælingar eru stórhuga menn og sýna, að þeir trúa því, að útgerðin er undirstaðan fyrir því að fólkið geti lifað í þessum plássum. Þáttur Samvinnufélagsins til at- vinnumála hér í bæ er annar og verður að því vikið síðar. Ur bæ og byggð. Frá Súgandafirði. Blaðið átti viðtal við óskar Kristjánsson á Suðureyri við Súg- andafjörð og skýrði hann frá eft- irfarandi: Atvinnulíf hefir verið með daufara móti á Suðureyri í haust. Aðeins einn bátur hefir ró- ið til fiskjar frá því í september, en þó ekki að staðaldri. Afli hefir verið tregur, þar til fyrir skömmu að nokkuð rættist úr. — Hafnar- sjóður gekkst fyrir byggingu myndarlegrar verbúðar í sumar og hefir það að sjálfsögðu bætt nokk- uð úr atvinnuleysinu, auk þess sem það er þörf framkvæmd. Auk þess hafa olíutankar verið reistir við hafskipabryggjuna, og leiðslur lagðar frá þeim til þorpsins, sem er um 1 km. vegalengd. — Fyrir tæpum hálfum mánuði, þegar afli fór að glæðast, hófu tveir bátar til viðbótar sjóróðra, aðrir tveir munu í þann veginn að hefja eða . nýbyrjaðir róðra. Afli hefir verið upp í 4% tonn á bát að undan- förnu. Þótt það geti ekki talizt mikill afli, þá er það mikil bót frá því sem verið hefir í haust. Alls sækja því 5 bátar frá Suðureyri, og er stærð þeirra frá 19—30 tonn. Tíu menn eru á hverjum bát. Afli er allur lagður á land á staðnum. Frystihúsið h.f. tekur allan fisk af tveim bátum, auk þess ýsu af öðr- um tveirn. Auk frystihússins eru þrjár fiskverkunarstöðvar. Fisk- verkunarstöð Friðberts Guðmunds- sonar, fiskv.st. Sturlu Jónssonar og Saltfiskverkunarstöðin. Taka þessar þrjár síðast töldu stöðvar fisk af einum bát hver. í góðæri og góðum aflabrögðum þyrftu Súg- firðingar sannarlega ekki að kvíða atvinnuleysi. Það vandamál, sem Súgfirðingar hafa löngum átt við að stríða eru samgöngumálin. Hafa strandferðaskipin að nokkru leyti sneitt hjá Súgandafirði, aðal- lega fyrir hin slæmu hafnarskil- yrði sem þar eru. Hafizt var handa um byggingu hafskipabryggju fyrir alllöngu síðan, en því verki hefir miðað seint áfram. Eru Súg- firðingar þó bjartsýnir á, að bráð- lega muni úr rætast í þessum efn- um. — -------O-------- Jöfnunarverð á olíum. Á bæjarstjórnarfundi, miðviku- daginn 21. nóv. s.L var samþ. eftir- farandi tillaga, sem flutt var af Matthíasi Bjarnasyni, Haraldi Steinþórssyni og Guðm. G. Krist- jánssyni: „Bæjarstjóm ísafjarðar skorar á Alþingi að samþ. þingsályktun þá, er Sigurður Ágústsson, flytur um að útsöluverð á olíum og benzíni verði það sama á öllum stöðum á landinu þar sem olíuskip, sem flutninga annast milli hafna, geta losað á birgðageyma olíufé- laga og olíusamlaga“. Að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Fyrir einu ári birti Skutull þessa litlu grein: „Árið 1945 fóru fram þingkosn- ingar í Danmörku. Þá fengu kommar 18 þingmenn. Næst var kosið þar 1947 og þá fækkaði þing- mönnum þeirra niður í 9 og eftir kosningarnar í haust eiga komm- ar aðeins 7 fulltrúa í danska þing- inu. Árið 1945 fengu þeir 12,5% greiddra atkvæða, en í haust að- eins 4,6%. Við síðustu kosningar til stór- þingsins í Noregi voru kommúnist- ar þurrkaðir þaðan út. Kommar hafa svívirt Stokk- hólmsborg með því að kenna hið svonefnda „friðarávarp" sitt við hana. Fyrir vikið felldu Stokk- hólmsbúar 12 af 17 bæjarfulltrú- um kommúnista í bæjarstjómar- kosningunum í haust, og í Hels- ingjaborg og Málmey var engin kommi kosinn. vélbátaflotann. Eftir er að sjá hvort bæjarstjóra tekst að vekja Birgi Finnsson til meðvitundar um það, að bátarnir í kring eru fyrir löngu byrjaðir veiðar, og óhætt sé fyrir hann, að fara að nefna út- gerðarlán við viðskiptabanka sinn. Þannig reka nágrannaþjóðir okk- ar rússadindlanna af höndum sér“. Um sama leyti og þessi grein birtist í Skutli fluttu aðstandend- ur þess blaðs kommúnistum hér ástarjátningu sína. Þeirri ástar- játningu var hvíslað í eyra hinn- ar rauðu ungfrúar kyrrlátt skamm degiskvöld. Hin rauða mær tók sér umhugsunarfrest. En í apríl var fresturinn úti, þá stóðu „pörin“ frammi fyrir lýðnum og brostu sínu blíðasta brosi, eins og elsk- endum er eðlilegast. Sambúðin hefur staðið síðan og kommúnistar og kratar standa hlið við hlið. Þeir hafa eitt hjarta og eina sál ísfirzku kratamir og rússadindlarnir, sem Skutull gladd ist yfir fyrir ári síðan að nágranna þjóðir okkar hefðu rekið af hönd- um sér. -------O-------- Hjónabönd. S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Martha Björnsdóttir, Isafirði og Magnús Magnússon, Reykjavík. Nýlega vom gefin saman í hjónaband ungfrú Elín ólafsdótt- ir, Flateyri og Jón Strandberg, stýrimaður á varðskipinu Ægi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.