Vesturland

Árgangur

Vesturland - 02.02.1953, Blaðsíða 2

Vesturland - 02.02.1953, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND MllJfffiÍW \Jj wtw s/esaFwxxfm swwfssíesismxxh Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Matthías Bjamason og Sigurður Bjamason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Ingvar Pétursson fiskkaupmaður. MINNIN G ARORÐ. Hannibal er ólatur við að veg- sama lýðræðið og án þess að roðna hið minnsta, telur hann sig ákveð- inn talsmann frelsis og lýðræðis. En þess á milli situr hann við samningaborð Moskvulínunnar á íslandi og skipuleggur yfirráð kommúnista í verkalýðsfélögun- um. Slíkir menn eru hættulegri lýðræðisþjóðskipulagi en komm- únistar sjálfir. Um margra ára bil hefur verið samvinna lýðræðisflokkanna í fjöl- mennustu verkalýðsfélögum lands- ins gegn áhrifum kommúnista og svo hefur einnig verið í vörubíl- stjórafélaginu Þrótti í Reykjavík. Nú fyrir nokkrum dögum fór fram stjómarkosning í félaginu og var það fyrsta stjórnarkjör í verkalýðsfélagi á þessu ári. Kommúnistar brugðu fljótt við og munu hafa kallað Iiannibal á sinn fund og þar komu þeir sér saman um að svíkja margra ára samvinnu lýðræðisflokkanna í Þrótti og sameina nú Hannibalana í Alþýðuflokknum og kommúnista í órjúfandi fylkingu, til þess að ryðja Sjálfstæðismönnum úr stjórn Þróttar. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn börðu trumbur sínar í ákafa. Nú skyldi sína mátt vinstri sam- vinnunnar. Formaður Þróttar, sjálfstæðismaðurinn Friðleifur Friðriksson, var svívirtur, enda er hann traustur og ákveðinn tals- maður verkalýðshreyfingarinnar, sem vinnur að samvizkusemi og alhug að málefnum verkalýðsins og er óhræddur við að segja álit sitt ^kommúnistum. Úrslit Þróttarkosninganna eru nú kunn. Friðleifur Friðriksson var kosinn formaður með 122 at- kvæðum, en formannsefni komm- únista og Hannibals hlaut aðeins 85 atkvæði. Milli framboðslistanna skiptust atkvæði þannig að listi Sjálfstæðismanna, sem einnig er studdur af nokkrum lýðræðissinn- um, hlaut 111 atkv., en listi rauð- liða 85 atkvæði. Á s.l. hausti í kosningunum til Alþýðusambandsþings hlaut listi kommúnista 84 atkvæði, en við það að fá stuðning formanns Alþýðu- flokksins bætti kommúnistalistinn við sig 1 atkvæði. Finnst mönnum ekki mikiO veldi á formanni AI- þýðuflokksins, hann réði éinni sál í Þrótti, minna gat það ekki verið svo að það gæti talist liðsstyrkur. Þessar kosningar í Þrótti er á- kveðin vísbending um það, að verkalýðsstéttin er að snúast gegn þeim mönnum, sem stofnuðu til þeirra pólitízku átaka sem áttu sér stað í desember s.l. undir því yfirskini að bæta kjör verka- lýðsins. Allir vita, að því verkfalii var stefnt gegn stjómarvölduin landsins og bakaöi þjóðarheildinni tugi milljóna skaða. Það er fyrir- skipun hins alþjóða kommúnisma til deilda sinna í öllum lýðfrjálsum löndum, að vinna af öllum ráðum að því að tortíma þjóðskipulagi þeirra og til þeirrar iðju er ekk- ert sparað. Formaður Alþýðuflokksins var tryggur áhangandi kommúnista í því verkfalli, en varð hræddur við afleiðingar gerða sinna þegar leið á verkfalhð qg gugnaði. Fyrir það hafa kommúnistar skammað hann síðan. En þrátt fyrir skammimar, þá hlýðir hann kommúnistum enn. Það sýndi samsteypa þeirra í Þrótti. Þróttarkosningamar em stór- sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þá stefnu sem hann hefur markað í núverandi ríkisstjórn í atvinnu- og fjármálum, og um leið hefur þetta verkalýðsfélag sýnt formanni sínum verðugt traust og þakkir fyrir hreina og ákveðna framkomu í verkalýðsmálum. Friðleifur Friðriksson var einn þeirra verkalýðsleiðtoga, semlýsti yfir algerri andstöðu við vei’kfalls- bröltið í desember og fordæmdi framkomu verkfallsstjórnarinnar, eins og eðlilegt og sjálfsagt var að gera. Það er mikil nauðsyn að allir unnendur lýðræðisins myndi skjaldborg innan verkalýðshreyf- ingarinnar gegn kommúnistum og taglhnýtingum þeirra. Nái kommúnistar yfirtökum í Alþýðusambandi Islands, þá er það víst að Alþýðusambandið verður notað gegn hverri þeirri ríkisstjóm sem kommúnistar eiga ekki sæti í, til þess að spilla fyrir efnahags- málum þjóðarinnar, stöðva fram- leiðsluna þegar mest ríður á, og naga ræturnar undan því þjóð- skipúlagi sem við búum viö, í þeim Ingvar Pétupsson, fiskkaupmað- ur, andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarð- ar 21. janúar eftir stutta legu. Ingvar fæddist í Reykjafirði í Arneshreppi 28. sept. 1879. For- eldrar hans vom Pétur ólason og Elísabet Rakel Jóhannsdóttir, en ungur var hann tekinn í fóstur af föðurbróður sínum Guðmundi Óla- syni og konu hans Sigríði Péturs- dóttur og hjá þeim dvaldist hann til 18 ára aldurs, að hann fór hing- að að Djúpi og stundaði um nokk- ur ár sjómennsku á opnum bátum, en til ísafjarðar fluttist hann árið 1899. Ilér á Isafirði byrjaði Ingvar starf sitt sem verkamaður, en fyr- ir verkhyggni sína og trúmennsku var honum brátt falin verkstjórn. Hann var í mörg ár verkstjóri við Edinborgarverzlun, sem þá var undir stjórn Karls Olgeirssonar, og hélt því starfi áfram eftir að Karl, Jóhann Þorsteinsson og Sig- urjón Jónsson keyptu verzlunina. Eftir að verzlUn þeirra félaga lagð- ist niður hóf Ingvar sinn eigin at- vinnurekstur, saltfiskverkun og fisksölu og um hríð fékkst hann einnig við útgerð. Ingvar Pétursson kunni manna bezt meðferð og verkun saltfisks og var orðlagður fyrir vömvönd- un og hagsýni við vinnu fiskjarins. Ingvar var kominn af fátæku al- þýðufólki, hann hóf lífsbaráttu sína, eins og öll önnur böm alþýðu- manna á þeim tíma, ungur að ár- um, menntunarlaus og félaus. En hann var mörgum öðrum fremri fyrir dugnað, kjark og áræðni. Hann braust úr viðjum fátæktar til bjargálna á tiltölulega skömm- um tíma. Hann var einn þeirra manna sera ungur að árum setti sér það mirk að vinna sig áfram í lífinu, treysta á sjálfan sig en ekki á aðra. Þessu marki tókst honum auð veldlega að ná, enda var áhuga har s fyrir vinnunni engin takmörk sutt. Hann var frá barns- aldri til þess dags að lífsþrek hans var að þrotum komið sívinnandi. Vinnan og starfið átti fyrst og fremst hug hans og hjarta. Ingvar Pétursson var mikill á- hugamaður um þjóðmál og var á- vallt trúr og dyggur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar, eins og gef- ur að skil ja um mann, sem ávallt vildi vera sjálfum sér nógur og treysta á framtak og hyggni ein- staklinga í öllum atvinnu- og fram- leiðslumálum. Ingvar tafði mikinn áhuga fyrir tilgangi a* koma hér á ógnarstjórn kommúniu :a. togaraútgerð og gerðist hann og synir hans, sem hér eru búsettir, góðir styrktarmenn í Isfirðing h.f. Átti félagið mikil og góð viðskipti við Ingvar, sem er ljúft og skylt að þakka. Ingvar kvæntist Sigurlaugu Árnadóttur frá Ávík í Reykjafirði aldamótaárið og bjuggu þau hér allan sinn búslcap eða í hálfa öld, en Sigurlaug andaðist 3. ágúst 1950 eftir langa vanheilsu. Þau hjón eignuðust átta böm. Þrjú elztu börnin dóu öll í æsku, en fimm sem upp komust eru á lífi, þau: Þórarinn, togarasjómaður hér í bæ, Sigmundur, bifreiðastj. á Akranesi, Árni, sjómaður á Akra- nesi, Elí, sem starfað hefur hjá föður sínum alla tíð og Inga, gift Agli Einarssyni, bifreiðastj. hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Einnig ólu þau hjón upp frá tíu ára aldri Unni Gísladóttur systur- dóttur Ingvars, sem búsett er hér í bæ og gift er Sverri Guðmunds- syni, bankabókara. Ingvar Pétursson var raungóð- ur maður, sem kom vel fram við þá sem erfitt áttu og af öllum þeim fjölda verkafólks, sem hjá honum unnu .um dagana var hann virtur og vel látinn. Með Ingvari Péturssyni er til moldar genginn traustur ísfirzkur borgari, eftir langt og vel unnið lífsstarf. Blessuð sé hans minning. Matthías Bjarnason. ------—o---------- Framkvæmdir við byggingu fisk- verkunarstöðvar að hefjast. ísfirðingur h.f. hefur tekið á leigu steypuvél til framleiðslu á vibrosteini. Er ætlun félagsins að steypa að minnsta kosti 20 000 steina í væntanlega byggingu Fiskverkunarstöðvar, sem reist verður á hafnarbakkanum. Stærð þessara steina er 30 cm á lengd, 20 cm á breidd en 16y2 cm. á þykkt. Vinna við steypugerðina er nú um það bil að hef jast. Slík tilhögun er ódýrust og skynsamleg, því að með henni skapast töluverð vinna á þeim tíma sem minnst er um atvinnu. Ríkið kaupir Þingvallamynd frú Þórdísar Egilsdóttur. Sigurður Bjamason o.fl. fluttu tillögu á Alþingi um það, að ríkið keypti Þingvallamynd frú Þórdís- ar Egilsdóttur. Myndin er litsaum- uð með íslenzku bandi, sem litað er úr íslenzkum jurtalitum og þykir hið fegursta listaverk. Alþingi samþykkti tillöguna.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.