Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.06.1954, Blaðsíða 1

Vesturland - 11.06.1954, Blaðsíða 1
Pólitískar ofsóknir kratanna færast í aukana. Dæmafá framkoma við val yfirlæknis að Sjúkrahúsi Isafjarðar. Dýpkun Sundanna og hafnar- framkvæmdirnar. Árásir krata og framsóknar á Kjartan J. Jóhannsson. Á fundi bæjarstjórnar s.l. þriðjudagskvöld var Úlfur Gunn- arsson, læknir, ráðinn yfirlæknir við Sjúkrahús Isafjarðar. Um starfið sóttu aðeins tveir læknar. Úlfur Gunnarsson (Gunn- arssonar skálds) og Kjartan J. Jó- hannsson, aðstoðarlæknir sjúkra- hússins. Báðir umsækjendur voru af heilbrigðisstjórninni úrskurðað- ir hæfir til starfsins. Heilbrigðis- málaráðuneytið taldi og að veita beri Kjartani J. Jóhannssyni starf- ið með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hann hafi fengið í umræddu starfi og þess álits, sem hann hefir aflað sér í því. Landlæknir taldi víðtæka reynslu Kjartans þunga á metunum, en hann hefur sem kunnugt er verið aðstoðar- læknir við Sjúkrahús lsafjarðar um 20 ára skeið, þar af yfirlækn- ir samfellt í 4 ár við ágætan orð- stí. Kjartan J. Jóhannsson var eini umsækjandinn um yfirlæknisstarf- ið 1945 (á valdaárum kratanna), en fékk ekki veitingu fyrir starf- inu að undirlagi Vilmundar Jóns- sonar, landlæknis. Hann sótti um héraðslæknisstarfið á Isafirði 1950, en fékk ekki, þar sem hann hafði ekki verjð embættislæknir hjá ríkinu, heldur praktíserandi læknir hér á Isafirði og starfs- maður Isafjarðarkaupstaðar, sem aðstoðarlæknir við Sjúkrahús Isa- fjarðar. Nú er starf yfirlæknis við Sjúkrahúsið auglýst til umsóknar. Maður skyldi nú ætla, að maður, sem verið hefur aðstoðarlæknir þess í tvo áratugi og yfirlæknir um langt skeið ætti nokkuð tilkall til starfsins að öðru jöfnu, ekki sízt með tilliti til þess sem á und- an var gengið. En meirihluti bæj- arstjórnar Isafjarðar var á annari skoðun. Hann samþykkti að veita ungum og óþekktum lækni, bú- settum í Danmörku, starfið. Kjartan J. Jóhannsson átti að dómi meirihlutans engan rétt til starfsins. Allir sjá að hér er um pólitízk- an eltingarleik og ofsókn af liendi kratanna að ræða. Þessi eltinga- leikur er ekki nýr. Hann hefur staðið yfir í áratug. Tilgangur lians er að reyna að flæma Kjart- an burt úr þessum bæ. Á fundinum héldu Sjálfstæðis- menn uppi harðri gagnrýni á meirihlutann fyrir afstöðu hans og vinnubrögð í yfirlæknismálinu. Það er fyrst eftir að yfirlæknir Sjúkrahússins er farinn burt úr bænum, að bæjarstjórn tekur ráðningu nýs yfirlækrtis á dag- skrá eða 24 dögum eftir að um- sóknarfrestur um starfið var úti. Síðan er valinn maður í starfið, sem er starfandi I öðru landi og ekki er vitað hvenær getur við starfinu tekið. Sjúkrahúsið er því yfirlæknislaust og verður það um nokkra vikna eða mánaða skeið. Það upplýstist að meirihluti bæjarstjórnar hafði ekki gert neinar ráðstafanir með yfirlækn- isstarfið þar til hinn nýi yfir- læknir getur tekið við því. Það hafði ekki einu sinni verið talað við Kjartan J. Jóhannsson að gegna því fyrst um sinn. Er nú hægt að hugsa sér meiri lubba- mennsku ? Bæjarfulltrúum meirihlutans tókst að vonum óhönduglega að verja þessa pólitísku ofsókn. Gutt- ormur Sigurbjörnsson, skattstjóri, fyrrverandi Sundhallarstjóri, sá er fékk ríkisstyrk til að kynna sér íþróttamál erlendis, en lét svo Eystein veita sér skattstjóra- embættið strax á eftir, taldi sjálf- sagt að Kjartan væri embættis- laus, eins og hann hefði verið í 22 ár. Sömu skoðunar var Stefán skóari, sem var talsmaður krat- anna. 1 fundarlok létu Sjálfstæðis- menn bóka eftirfarandi greinar- gerð og mótmæli: „Við undirritaðir bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins, lýsuin því hér með yfir, að við teljum að bæjarstjórn liefði átt að veita Kjartani J. Jóliannssyni yfir- læknisstarfið við Sjúkrahús Isa- f jarðar, ef sanngirni og heilbrigð dómgreind hefði fengið að ráða. Máli okkar til stuðnings vilj- um við benda á eftirfarandi: Dýpkun Sundanna var þörf framkvæmd og skynsamleg. Það var og er skoðun flestra manna í þessum bæ, án tillits til stjórn- málaskoðana. Kjartan J. Jóhanns- son hefur haft alla forystu um að fá verk þetta unnið og ætti því að fá þakkir fyrir vel unnin störf og skelegga baráttu fyrir framgangi þessa mikla hagsmunamáls bæjar- félagsins. Sérstaklega ættu þeir menn, sem teljast stjórna bæjar- félaginu, að færa þingmanninum þakkir, því að þeir hafa í einu og öllu komist hjá að leggja nokkuð á sig í þessu máli. En það er öðru nær. Þeir hafa lagt sig fram, að ófrægja Kjartan fyrir hans ágæta starf og í ræðu og riti hafa þeir borið hann röngum sökum og rægt hann fyrir hans afbragðs frammi- stöðu í þessu máli. Það var fyrir lofsverðan áhuga Kjartans og skilning og velvilja Ólafs Thors, að ríkisstjórnin samþykkti að inn- siglingin um Sundin yrði dýpkuð og jafnframt að uppmoksturinn yrði notaður til uppfyllingar á hafnarbakkanum og fyrir framan stálþilið, til að fyrirbyggja frek- ari skemmdir. Atvinnumálaráð- herra fól vitamálastjóra að sjá um framkvæmd verksins og ákvað vitamálastjóri að láta Gretti vinna þetta verk, en vildi ekki frekar sinna tilboði er borist hafði frá eigendum danska sanddæluskips- Kjartan J. Jóhannsson hefur starfað sem læknir hér í bæ í tæplega 22 ár og hefur verið að- stoðarlæknir við Sjúkrahús ísa- f jarðar lengst af þennan tíma og gegnt yfirlæknisstarfi í forföll- um og sumarleyfum yfirlækna í lengri eða skemmri tíma í senn. Jafnframt var hann yfirlæknir samfellt frá árinu 1942 til 1946 Kjartan hefur í starfi sínu aflað sév framhaldsmenntunar erlendis í Þýzkalandi, Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum og í starfi sínu hér lieima hefur Framhald á 2. síðu. ins Sansu.. En þeir voru margir, sem héldu því fram, að það myndi vera heppilegra og ódýrara að láta Sansu vinna verkið. Vita- málastjórnin áætlaði kostnaðinn við framkvæmd verksins um 900 þúsund krónur. Samkvæmt þeirri áætlun var áætlaður uppmokstur um 40 þús. rúmmetrar og átti rennan að verða 40—50 metra breið og dýpi um stórstraums- fjöru 5,5 metrar. Framkvæmd verksins hófst svo seinni hluta októbermánaðar og var lokið 12. febrúar. Samkvæmt upplýsingum skip- stjórans á Gretti, sem bókaðar eru í hafnarnefnd áætlar liann allan uppmoksturinn 80 325 rúin- metra, sem eru 595 prammar. Af þessu magni var losað við þil hafnarbakkans 301 prammi, 66 voru losaðir inn á Polli og 228 út á Skutulsfirði. Samkvæmt þéssari áætlun skipstjórans telur hann 135 rúmmetra í hverjum pramma og hafa því 40 625 rúmmetrar verið losaðir fyrir framan þilið við hafnarbakkann, og af því magni verið mokað inn fyrir til uppfyllingar á hafnarsvæðinu. Því miður verðum við að viður- kenna þá staðreynd, að næstum helmingi af uppmokstrinum var kastað í sjó og er þó full þörf fyrir það magn hér til landauka. í aprílmánuði barst hafnarnefnd bréf frá vitamálastjóra ásamt reikningsyfirliti um hafnarfram- kvæmdirnar, sem sýna að allur kostnaður verksins hefur orðið kr. 1.828.441,85, eða helmingi hærri en áætlað var. Því skal bætt við að dýpra var grafið, en ráð var fyrir gert í áætlun vitamála- stjórans, en ekki var leitað álits hafnarnefndar á þessari breytingu á tilhögun verksins, og hefur því verið breytt af vitamálastjóra eða starfsmönnum hans. Andstæðingar þingmanns okk- ar telja að hann hafi lofað að Framhald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.