Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.06.1954, Blaðsíða 3

Vesturland - 11.06.1954, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 SAMNORRÆNA SUNDKEPPNIN. Ávarp bæjarstjórnar Isafjarðar: ÍSFIKÐINGAE! Það er okkur mikið áliugamál að bæjarbúar dugi sem allra bezt í Samnorrænu sundkeppninni. Isfirðingar hafa um marga áratugi stundað sundnám í Reykjanesi, og þar að auki almennt lært og iðkað sund síðan Sundhöll Isafjarðar tók til starfa. Það má því með sanni segja, að hér sé bæði gömul og ný sundmenning, og a.m.k. annarhver borgari syndur. Þessvegna heitum við á alla bæjarbúa, sem geta, að synda 200 metr- ana, og gera þar með hlut bæjarins góðan, og efla hróður landsins í keppninni við frændþjóðir okkar. Hingað til liefir þátttaka skólaæskunnar verið bezt, en hlutur utan- skóla fólks liggur eftir. Nú þarf það fólk að taka til óspilltra málanna, — æfa sig, ef með þarf, og ljúka keppninni sem fyrst. Sundhöllin hefir auglýst ákveðna sundtíma, en það er hægt að synda 200 metrana á öðrum tímum, eftir samkomulagi við forstöðumann Sundhallarinnar. Við skoruin á bæjarbúa að notfæra sér þetta. Enginn þarf að of- reyna sig í keppninni. Æfið ykkur skynsamlega, og syndið síðan í rólegheitum. Það liggur meira við nú en síðast. Þá var allt að vinna, en engu að tapa. Islendingar sigruðu þá, og þurfa því nú að verja nafn- bótina: Mesta sundþjóð Norðurlanda. Það er glæsileg nafnbót, sem við megum með engu móti tapa, og ef við erum samtaka, þá er sigur- inn vís. Isafirði, 3. júní 1954. M. Bernharðsson, Birgir Finnsson, Matthías Bjarnason, G. Sigurbjörns- son, Högni Þórðarson, Björgvin Sighvatsson, Símon Helgason, Marías Þ. Guðmudsson, Jón H. Guðmundsson. JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllll | Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem hafa sýnt | | mér samúð og hlýhug við fráfall mannsins míns Hálfdáns = | Sveinbjörnssonar og styrkt 'mig með peningagjöfum. Sérstak- | | lega þakka ég Bjarna Eiríkssyni og frú, Jakobi Þorlákssyni 1 | og öðrum skipsfélögum hans af Flosa fyrir rausnarlegar pen- | 1 ingagjafir, sömuleiðis starfsfólki íshússins, sem sendu mér | | rausnarlega peningagjöf. — Guð blessi ykkur öll. Sigrún Sigurdríf Halldórsdóttir. | (i iii iiiiiii ii 1111111111111111 ii iimm iii niniiii n i ii iiiiiiiiiiiiiiiiiikii niiii ii iiiiiiiiii iiiiiiiii iii iti iiihi iiiiii iii /ii ii i iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII | Hjartanlegar þakkir votta ég Ágústi Bjarnasyni, vitaverði í | | Látravík og Helgu ráðskonu hans, fyrir ágætar viðtökur á = | heimili þeirra þ. 28. f.m. f | Það er þreyttum vegfarenda eins og endurnæring, að fyrir- | | hitta svo ágætar viðtökur, sem þau Ágúst og Helga veittu mér. = P.t. ísafirði, 4. júní 1954. Z = Grimur Finnbogason frá Bolungarvík. !ÍiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiU|iiiiiiiiiiiaiiiiiaHitiiiiiiiiuiuiiiiHiititiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiH llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlMlllllllllllllllllllllllllllltlllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ~ m Mínar hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörnum, = | barnabörnum og vinum fyrir höfðinglegar gjafir, skeyti, og 1 | heimsóknir á 70 ára afmæli mínu. Ég bið góðan Guð að gleðja 1 | ykkur í nútíð og framtíð. § Júlíus Geirmundsson, Brunngötu 12b, ísafirði. Z illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIMIIIMIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIMillllllllllllMIIIIMIIIIMIMIMII ATVINNR. Starfsstúlku vantar í Elliheimili Isafjarðar nú þegar. Upplýsingar hjá forstöðukonunni. Bæjarskrifstofan. DÝPKUN SUNDANNA. Framhald af 1. síðu. ríkið greiði allan kostnað af dýpk- un Sundanna og að hann hafi farið á bak við bæjarstjórnar- meirihlutann um útvegun fjár til þessara framkvæmda. 1 hafnar- nefnd 1. sept. skýrir Kjartan frá því, að ætlunin sé að útvega fé til framkvæmdanna á fjárlögum og með framl. úr hafnarbótasjóði á næstu tveimur árum. Þegar hefur ríkissjóður greitt til verksins kr. 525.000,00 og at- viniuimálaráðherra hefur lagt fram loforð um að greiða í árs- byrjun 1955 lán að upphæð kr. 450.000,00, sem Kjartan útvegaði í báðum bankaútibúunum hér (225 þús. kr. i hvorum banka). Kjartan hefur þannig tryggt kr. 975.000,00 til greiðslu á framkvæmdum þess- um, eða 75 þús. kr. hærri upphæð en áætlun vitamálastjóra gerði ráð fyrir og lögð var til grund- vallar þegar í framkvæmdir var ráðist. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt fram og lofað kr. 247.000,00 hærri upphæð en ríkinu er skylt að leggja fram lögum samkvæmt, en það eru % af lieildarkostnaði. Um framhaldsfjárútveganir lá engin endanleg afgreiðsla. í stað þess að vinna að friðsamri lausn þessa máls í góðri samvinnu við þingmanninn, grípa menn þeir, sem teljast eiga að stjórna bæjar- félaginu til óvenju lítilmannlegra níðskrifa um Kjartan J. Jóhanns- son. Nú eiga menn þessir, þó aðal- lega tveir þeirra, Birgir nokkur Finnsson og fylgismaður hans Guttormur Sigurbjörnsson ekki til nógu sterk orð, að lýsa þeim erf- iðleikum sem hafnarsjóður er kominn í vegna þess að Sundin voru dýpkuð. Þessir menn telja, að hafnar- sjóður geti ekki ráðist í neinar framkvæmdir vegna þess, að Kjartan hafi látið dýpka Sundin, og annar þeirra, Guttormur, gerist svo tungulangur að krefjast þess að Kjartan sæti „fullri ábyrgð“. Og tekur jafnframt fram að það sé mikið vafamál hvort hægt sé að byggja kaffistofu verkamanna fyrir vikið. Þessi sami Guttorm- ur felldi, ásamt samherjum sínum í Alþýðuflokknum, tillögu okkar Sjálfstæðismanna um að taka inn á fjárhagsáætlun bæjarins á þessu ári, 50 þús. kr. fjárveitingu til byggingar kaffistofu. Það má því teljast alldjarflegt tiltæki að grípa til þessa ráðs, þó löngun sé fyrir hendi, að svíkja þetta sjálfsagða áhugamál ísfirzkra verkamanna. Birgir Finnsson hefur margoft lýst því yfir, að hann teldi frá- leitt að „blanda saman“ dýpkun Sundanna og framkvæmd við hafnarbakkann. Að hans dómi mátti ekki nota 40 625 rúmmetra framan við þil hafnarbakkans og til uppfyllingar á hafnarsvæðinu, heldur bar að kasta þessu verð- mæti einnig út á Skutulsfjörð. Þetta munu flestir kalla litla fjár- málahyggju, nema þá helzt Gutt- ormur og þeir fáu aðrir sem standa á svipuðu vitsmunastigi. Við skulum segja, að þessum mönnum hefði orðið að ósk sinni, og Sundin hefðu ekki verið dýpk- uð, og þeir getað beitt allri sinni snilld og orku að framkvæmdum við hafnarbakkann einan. Hvað var þá það fyrsta sem gera þurf ti ? Að fylla framan við þil og hafn- arsvæðið með 40 625 rúmmetrum. Verkfræðingur vitamálastjóra á- ætlaði sumarið 1952 að það myndi kosta kr. 25,00 rúmmeterinn í fyllingunni, en síðan hefur orðið allmikil verðhækkun.En þó sú á- ætlun sé höfð óbreytt, þá hefði fylling þessi kostað kr. 1.015.625, 00 — eina milljón fimmtán þús- und sex hundruð tuttugu og fimm krónur. Samkvæmt hafnarlögum hefði ríkissjóður átt að greiða um 406 þús. kr. eftir því sem fé hefði verið veitt á fjárlögum eða úr liafnarbótasjóði, en hinn févana hafnarsjóður Isafjarðar hefði orð- ið að greiða 609 þús. kr. Ef hafnarsjóður hefði getað greitt þennan kostnað með lán- töku, hversvegna leggja þessir menn þá ekki fé þetta fram nú og halda áfram með hafnarfram- kvæmdir? Eða hafa þeir lagt árar í bát og treysta sér ekki í neinar fram- kvæmdir? En til þess að dylja eymd sína og dáðleysi, þá vilja þeir beina athygli fólks frá sér og hrópa í kór: „Þetta er Kjart- ani að kenna“. Slík framkoma sem þessi, sæmir engum sæmilegum manni, hún er hálmstrá ráðvilltra mánna sem hafa gefist upp og grípa í örvænt- ingu og vesaldómi sínum, til þess örþrifaráðs að lirópa ókvæðisorð- um einmitt til þess manns, sem bezt hefur reynst, og þeir eiga mest að þakka. Matthías Bjarnason. Happdrætti Skíðaíelagsins. Þann 5. f.m. fór fram dráttur í happdrætti Skíðafélags ísafjarðar. Neðantalin númer komu upp: 13573 Flugferð til New York og til baka. — 22340 Hrærivél. — 13569 Mánaðardvöl á Skíðaskól- anum, ísafirði. — 12004 Ferð til Englands og til baka með togara. — 25258 Ferð til Danmerkur og til baka með togara. — 6365 Bón- vél (Erres). — 1383 Frakki. — 7115 Emaileraður ofn — 21178 Vetrarúlpa. — 27421 Flugferð til Rvíkur og til baka. — 28539 Flug- ferð til Akureyrar og til baka. — 21002 Ljósakróna. — 6430 Far- miði m/Ríkisskip til Rvíkur og til baka. — 7283 Barnabókasafn. — 9015 Svefnpoki. — 29500 Skór. — 4115 Peningar (kr. 250,00). — 7335 Peningar (kr. 250,00). — 8567 Barnaskíði með bindingum og stöfum. — 18287 Lindarpenni (Pelican). Vinninganna sé vitjað til Sveins Elíassonar, sími 273.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.