Vesturland

Årgang

Vesturland - 16.06.1961, Side 1

Vesturland - 16.06.1961, Side 1
Misni \*# <3Jsn® 2JessrFwzyt& mm 'H S3úGFssræ$»sMæo(a 4VIII. árgangur. ísafjörður, 16. júní Jón Siítsrðss 2. o. tölubla.0. on forseii 1811 - 17. júní - 1961 is '•';: • • ■ ■ ' rajp- 'i »:: . mm írnmámm, m Hinn 17. júní n.k. eru liðin 150 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. Það ber glæsilegan vott virðingu þeirri, sem Islendingar beria fyrir Jóni Sigurðssyni, að við skulum einmitt hafa valið fæðing- ardag forsetans sem okkar þjóð- liátíðardag. Betur gátum við ekki minnst þess manns, sem grundvall- aði frelsisbaráttu fslendinga og stóð jafnan í fylkingarbrjósti með- an hans naut við. Á þessum merku tímamótum er rétt að staldra nokkuð við og íletta blöðum sögunnar. Jón Sigurðsson er fæddur að Raínseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Faðir hans var séra Sigurð- ur Jónsson prestur á Rafnseyri. Séra Sigurður var fæddur á Stað á Snæfjallaströnd og voru foreldr- ar hans séra Jón Sigurðsson og Ingibjörg ólafsdóttir, Jónssonar lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Sigurðssonar á Skarði í Ögursveit og síðar í Vigur. Móðir Jóns Sigurðssonar forseta var Þórdís Jónsdóttir, Ásgeirsson- ar prófasts í Holti. Kona Jóns prófasts var Þórkatla Magnúsdótt- ir prófasts Snæbjörnssonar á Söndum. Af þessum stuttu æviágripum má sjá, að Jón Sigurðsson var Is- firðingur. Hann var Vestfirðingur í báðar ættir, kominn af traustum ættum vestfirzkra bænda og em- bættismanna. Menntun Jóns Sigurðssonar. Jón Sigurðsson nam að öllu leyti undir stúdentspróf heima í föður- garði, en tók prófið í Reykjavík 1829, var siðan skrifari hjá Stein- grími biskup, en sigldi eftir nokk- ur ár til Hafnar að afla sér frek- ari menntunar. Hann hóf nám í málfræði, en þó kom aldrei að því að hann lyki prófi ,enda beindist hugur hans fljótlega á önnur svið. Hann fór að gefa sögu íslands og bókmenntum æ meiri gaum. Eftir því sem árin liðu kafaði hann dýpra og aflaði sér víðtækari þekkingar á sögu landsins allt frá fyrstu tíð. Þó að vart sé hægt lað segja, að nokkur meiri og sannari Islending- ur hafi verið alinn, en Jón Sig- urðsson, þá skipaðist svo málum, að hann ól megin hluta ævinnar fjarri ættjörðinni. Ekki mun vera fjarri sanni, að stjórn Danaveldis hafi talið sér betur henta, að bægja honum frá embættum á ís- landi. Ilún hefur talið forystumann íslenzkrar frelsisbaráttu betur geymdan í Kaupínannahöfn heldur en á íslandi. Um þessar mundir vaknaði frels- ishreyfing um allan heim, og gat eigi farið hjá því, að Jón Sigurðs- son yrði snortinn af þessari hreyf- ingu. Hann safnaði um sig hópi ungra íslenzkra menntamanna, sem stunduðu nám í Danmörku. Sjálfstæðisbaráttu Islendinga var þannig stjórnað frá Danmörku, að verulegu leyti. Með sjálfstæði íslands í huga hóf hann útgáfu Nýrra félagsrita, enda áttu þau að vinna íslandi gagn með því að vekja þar máls á hagsmunamálum Islands framar öðru. Þar var hafin baráttan fyr- ir endurreisn Alþingis, og var sú barátta farsællega til lyktia leidd. Fyrstu alþingiskosn- ingarnar. Þegar gefin hafði verið út til- skipun um endurreisn Alþingis var ákveðið með erindisbréfi 24. marz 1843 að kosningar til Alþingis skyldu fara fram sem fyrst, en nokkur dráttur varð þó á því og fóru hinar fyrstu Alþingiskosning- ar fram árið 1844. Á þessum árum var kosninga- réttur og kjörgengi á íslandi bund- inn við það, að frambjóðandinn ætti fasteign. Sá meinbugur var þá á því, að Jón Sigurösson gæti gerst alþingismaður, að hann átti enga fasteign. Faðir Jóns, séra Sigurð- ur á Rafnseyri, lét því skrifa hann fyrir einni af jörðum sínum, svo að hann gæti boðið sig fram til þings. Þessi jörð var Arnardalur í Skutulsfiröi. Kosningarnar fóru svo fram 13. apríl árið 1844. Þá voru aðeins 80 kjósendur á kjörskrá í ísafjarðar- sýslu. Kosið var í Skutulsfjarðar- kaupstað og kjörfund sóttu 52 kjósendur. Kjörsóknin þótti nokk- uð góð þegar tekið er tillit til þess hve kjördæmið var stórt og erfitt um allar samgöngur. Úrslit kosninganna urðu þau, að Jón Sigurðsson fékk 50 atkvæði, en Kristján Guðmundsson í Vigur fékk 2 atkvæði. Þeir, sem ekki kusu Jón Sigurðsson voru Þorkell Gunnlaugsson, sýslumaður, og séra Arnór Jónsson í Viatnsfirði. Kosn- ingarnar voru opinberar og studdi Kristján d Vigur Jón Sigurðsson drengilega. Þingmaður ísfirðinga. Jón Sigurðsson var síðan, með- an honum entist aldur, eða til árs- ins 1879, þingmaður ísfirð- inga og átti jafnan öruggan meiri- hluta þó að kjörsókn væri stund- um dræm. Þegar hann var seztur á Alþingi hóf hann þegar baráttu fyrir auk- inni réttarbót Islendingum til handa. Ilann vann alþingismennina á sitt band og gerðist forvígismað- ur þeirra. Kjarkur hans var óbil- andi, enda hafði hann valið sér kjörorðin: „eigi víkja“. Jón Sigurðsson þótti hinn glæsi- legasti maður í hvívetna. Hann var drenglundaður, staðfastur og vakti traust manna við fyrstu kynni. Honum veittist auðvelt að koma fyrir sig orði og var talinn manna málsnjallastur. Hann andaðist hinn 7. desember 1879.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.