Vesturland - 16.06.1961, Blaðsíða 3
ísafjörður, 16. júní 1961.
VESTURLAND
3
liíirilís Giilsdúttir
Skólaslil
Barnaskólanum á ísafirði var
slitið hinn 18. maí s.l. Skólastjór-
inn Jón H. Guðmundsson sleit
skólanum og skýrði hann frá starfi
skólans í vetur. Vegna kennara-
skorts var ekki hægt að halda uppi
fullri kennslu í vetur. Nokkrir
bekkir skólans fengu því ekki
kennslu nema fimm daga vikunn-
ar. Talsverð brögð voru að veikind-
um í skólanum á vetrinum.
Barnaprófi luku 63 böm þar af
6 börn, sem ekki stóðust próf á
s.L vori. 5 börn stóðust ekki próf-
ið að þessu sinni.
Hæstu einkunnir við barnapróf-
ið fengu þessi börn:
Kristín Oddsdóttir, 9,61, Sigrún
Guðmundsdóttir 9,43, Sigurlína
Ásbergsdóttir 9,38, allar í 16.
deild, en hæstu einkunn í 15. deild
hlaut SigríÖur B. Guðmundsdóttir
8,93.
★
Tónlistarskólanum á ísafirði var
slitið 27. f. m. í Alþýðuhúsinu.
Skólastjórinn Ragnar H. Ragnar
skýrði frá starfi skólans á vetrin-
um, en hann hefur nú starfað í
þrettán ár. Fjöldi nemenda í skól-
anutn í vetur var 50—60 og lagöi
rúmur helmingur þeirra stund á
píanóleik. Þá var og kennt á
blásturshljóðfæri. Kennsla í blokk-
flautu- og fiðluleik lagðist alveg
niður í vetur, þar sem Nanna
Jakobsdóttir, sem haft hefur þessa
kennslu með höndum undanfarin
ár fluttist úr bænum. Elísabet
Kristjánsdóttir, sem kennt hefur
píanóleik, veiktist um miðjian vet-
ur og varð að hætta kennslu. Vil-
berg Vilbergsson kenndi á blást-
urshljóðfæri og stjórnaði Skóla-
lúðrasveit ísafjarðar.
Þessir nemendur hlutu verðlaun:
Sigríður Einarsdóttir og Guðrún
Halldórsdóttir í undirbúnings- og
byrjunardeild, Ingvar Einarsson í
yngri deild, Bárður Hafsteinsson í
eldri deild, Kristjana Kjartansdótt-
ir, Sigríður Ragnarsdóttir og Sig-
rún Guðmundsdóttir í lokadeild.
Píanóverðlaun hlutu Lára
Rafnsdóttir, sem fékk 1200 kr. úr
Minningarsjóði Halldórs Halldórs-
soríar, bankastjói’a, og Anna Ás-
aug Ragnarsdóttir, sem fékk
saumaborð gefið af Húsgagna-
verzlun ísafjarðar.
Vorhljómleikar skólans voru
haldnir í Alþýðuhúsinu og voru
þeir mjög vel sóttir og vöktu mikla
hrifningu áheyrenda.
★
Húsmæðraskólanum Ósk á Isa-
firði var slitið 29. maí s.l. og lauk
þar með 41. starfsári hans.
Skólaslitaræðu flutti Þorbjörg
Bjarnadóttir, skólastjóri. í skólan-
um dvöldust í vetur 32 stúlkur.
Hæstu einkunn í samanlögðum
námsgreinum hlaut Elín Káradótt-
ir 9,14 en hæstu einkunn í verk-
legum greinum hlaut Hallfríður
Tryggvadóttir og eru þær báðar
frá Akureyri.
Þorbjörg Bjarnadóttir var við
nám í Bandaríkjunum um hálfs
árs skeið og gegndi Jakobína
Pálmadóttir störfum skólastjóra í
fjarveru hennar eða til 10. marz.
Ingibjörg Þorkelsdóttir annaðist
kennslu í fjarveru skólastjórans.
Frú Anna Sigfúsdóttir afhenti
verðlaun úr sjóði frú Camillu
Torfason, en verðlaunin hlutu Elín
Káradóttir og Ilallfríður Tryggva-
dóttir.
Ein námsmeyja, Katrín Hákon-
ardóttir frá Reykjavík, flutti
skólastjóra og kennurum þakkir
fyrir samstarfið á vetrinum og af-
henti skólanum að gjöf kr. 3000,00
frá nemendunum. Þá afhenti hún
skólanum einnig tré til gróður-
setningar í skólagarðinum.
Að loknum skólaslitum var öll-
um viðstöddum boðið til kaffi-
drykkju í borðstofu skólans. Þar
töluðu Marías Þ. Guðmundsson,
formaður skólanefndar og Sigurð-
ur Bjarnason, ritstjóri. Skólakór-
inn söng nokkur lög undir stjórn
Ragnars H. Ragnar við undirleik
Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur.
★
Gagnfræðaskólanum á ísafirði
var slitið hinn 3. júní s.l. í skólan-
um voru 196 nemendur í vetur.
Veikindi voru með meira móti og
nokkrir nemendur urðu fyrir slys-
um. Skólinn starfaði í átta deild-
um, eða einni fleiri en á síðasta
ári þar sem nú var starfrækt við
skólann framhaldsdeild með náms-
efni fyrsta bekkjar menntaskól'a.
Hæstu einkunn í framhaldsdeild
hlaut Bragi L. Ólafsson 9,00.
Gagnfræðaprófi úr 4. verknáms-
deild luku 25 nemendur. Hæstu
einkunn á gagnfræðaprófi hlaut
Þorbjörg ólafsdóttir 8,97, en hún
fékk 9,18 í prófseinkunn.
Landspróf miðskóla þreyttu 11
nemendur. Stóðust þeir allir mið-
skólapróf, en 9 nemendur fengu
framhaldseinkunnina 6,00.
Hæstu einkunn í deildinni hlaut
Hulda B. Sigurðardóttir 8,88 í
landsprófsgreinum og er það ágæt
einkunn þar sem landsprófið er
þyngsta prófið, sem tekið er við
skólann.
í 3. verknámsdeild voru 26 nem-
endur. Hæstu einkunn hlaut Jón
Þ. Kristjánsson 8,25.
Unglingapróf er tekið upp úr
öðrum bekk. I 2. bóknámsdeild
hlaut Finnur Birgisson hæstu eink-
unn 8,86. Nemendur í deildinni
voru 28.
1 2. verknámsdeild voru 30 nem-
endur. Hæstu einkunn hlaut Bald-
ur Ólafsson 8,37.
1 1. bóknámsdeild voru nemend-
ur 33. Hæstu einkunn hlaut Guð-
mundur Níelsson 8,57.
1 1. verknámsdeild voru 33 nem-
endur. Hæstu einkunn hlaut Bjami
Jónsson, 8,20.
Að venju voru hæstu nemendum
í hverri deild veitt bókaverðlaun.
Auk þess fengu umsjónarmaður
skóla, Oddur Guðmundsson,
hringjari og gangaverðir bókaverð-
laun.
Verðlaun úr sjóðnum Aldar-
minning Jóns Sigurðssonar fékk
Anna Sigtryggsdóttir, sem lauk
gagnfræðaprófi úr 4. verknáms-
deild með ágætri einkunn.
í lok ræðu sinnar mælti skóla-
stjórinn, Guðjón Kristinsson,
hvatningarorð til nemendanna og
þá einkum til þeirra, sem nú
kveðja skólann. Þá þakkaði hann
kennurum, nemendum og öðrum
starfsmönnum skólans gott sam-
starf og gat þess, iað hann og kona
hans, Guðný Frímannsdóttir hefðu
sagt upp starfi sínu við skólann
þar sem hann tæki við öðru starfi.
andaðist að Fjórðungssjúkrahús-
inu á Isafirði 11. maí s.l.
Hún var fædd 14. október 1878.
Árið 1900 giftist hún Þorsteini
Guðmundssyni, klæðskera, sem
látinn er fyrir nokkrum árum. Þor-
steinn heitinn rak hér saumastofu
og klæðskeraverzlun í fjölda ára.
Frú Þórdís var landsþekkt fyrir
hannyrðir sínar og útsaum. Hlaut
hún ágæta dóma fyrir listaverk
sín.
Hún var hin mesta rausnarkona
og vinsæl meðal þeirra, sem höfðu
af henni kynni.
o o o
Fiskimannapróf:
Stýrimannaskólanum var sagt
upp í 70 sinn á þessu vori. Að
þessu sinni útskrifuðust þessir
nemendur frá Vestfjörðum úr
skólanum:
Birgir Guðjónsson, Drangsnesi,
Gísli Erlingur Kristinsson, Þing-
eyri, Henrý Þór Kristjánsson,
Hnífsdal, Sveinn Þórður Jónsson,
Bíldudal.
Um kvöldið héldu nemendur
lokahóf í Góðtemplarahúsinu og
buðu þangað kennurum og próf-
dómendum.
Á sunnudag héldu nemendur 3.
bóknámsdeildar og 4. verknáms-
deildar norður í iand með Esju í
sitt árlega skólaferðalag undir
fararstjórn Guðnýjar Frímanns-
dóttur og Margrétar Kristjáns-
dóttur.
Qtt ajj Loeiju tacji
Framsóknarmenn í atvinnurekendastétt hafa að und-
anförnu haft mikinn áhuga fyrir kauphækkunum. ------
Móðuharðindasvæðið varð fyrst til að fá þessar náðar-
gjafir.---Sagt er að formaður kaupfélagsstjórnarinn-
ar, Ragnar læknir, hafi ekki náð kosningu, sem fulltrúi á
aðalfund K. I.---Heyrst hefur að umsjónamenn sorp-
haugasvæðisins á Torfnesi ætli að beita sér fyrir stofnun
fegrunarfélags í bænum. --- Djúpbátsfélagið er nú að
hefja undirbúning að fjáröflun til byggingar á nýjum
Djúpbát. — Leigan á pósthólfum hækkaði um 500%.-----
Það er öðru máli að gegna þegar einstaklingar og félög
þurfa að fá nauðsynlega lagfæringu á verðlagsmálum.
---- Útvegsbankinn hefur sagt upp lóð þeirri er hann
fékk við Engjaveg fyrir rúmu ári. ---Það hefði mátt
spara sér þá pólitísku misbeitingu sem beitt var í því
máli.----Fyrir dyrum stendur hækkun á rafmagnsgjöld-
um hjá Rafveitu ísafjarðar. ----- Lengi má bæta á
Brúnku.-----Ragnar læknir er ennþá að falla. — Marías
Þ. Guðmundsson var kosinn stjórnarfonnaður í Kaupfé-
lagi ísfirðinga í hans stað.