Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 16.06.1961, Qupperneq 4

Vesturland - 16.06.1961, Qupperneq 4
4 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðfinnur Magnússon. Skrifstofa Uppsölum, sími 232. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn 0. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00. Verkföll og samdráttur framleiðsl- unnar leysa ekki erfiflleikana Verkalýðssamtökin á lslandi eru fyrir löngu komin út á hála braut. Stefna heildarsamtakanna er ekki sú að nú sem bezt- um árangri fyrir oerkalýðinn, heldur eru annarleg sjónarmið oftast látin ráða ferðinni. Kommúnistar hafa náð stjórn þessara samtaka í sínar hendur og þegar þeir sátu í ríkisstjórn hikuðu þeir ekki við að gera þær ráðstafanir, sem þeir töldu nauðsynlegar fyrir ríkis- valdið, þó að þær fælu í sér minnkandi kaupmátt launa. En nú þegar þeir eiga ekki sæti í ríkisstjórn þá er blaðinu snúið við og verkalýðssamtökin notuð til þess að freista þess að sprengja það efnahagskerfi sem nú er búið við. Það skal ekki á móti því mælt að kaupmáttur launa hefur rýrnað vegna margra óviðráðanlegra ástæðna og mjög æskilegt er að bæta þeim, sem við lökust kjör búa, það sem tapast befur. En það er ekki gert með löngum verkföllum, sem leiða af sér tug milljóna tap á þjóðar- framleiðslunni og vinnutapi hjá verkafólki svo þúsund- um króna skiptir, sem endar á þann veg að fólkið fær kauphækkun, sem aftur er tekin með hækkuðu verðlagi og er því óraunhæf. Forusta verkalýðssamtakanna verður að skilja ríkisvaldið og leita vinsamlegs samstarfs við það burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokkar ráiða hverju sinni Forusta verkalýðssamtak- anna verður að gera sér Ijóst að útflutningsatvinnuvegir þjóð- arinnar standa mjög höllum fæti og eru því hvergi aflögu færir. Kröfur á hendur ríkisvaldinu um stórauknar framlcvæmdir á vegum þess opinbera hafa í för með sér, ef þeim er sinnt, auk- in útgjöld fyrir ríkissjóð og gerir það að verkum að dýpra verð- ur seilst í vasa borgaranna með tollum og sköttum. Ef verkalýðssamtökin í hjartans einlægni óska eftir að fá kjör verkamanna hætt, þá ber þeim að breyta um stefnu, og taka upp samstarf við ríkisvaldið. Það fyrsta sem nauðsynlegt er að gera er að draga úr útgjöldum rík- isvaldsins og létta kvöðum og útgjöldum aí útflutnings- atvinnuvegunum. Með því að lækka framleiðslukostnað- inn skapast möguleiki til að fá varanlega og raunhæfa kauphækkun. Þessi litla þjóð, sem fyrir hálfri öld átti ekkert atvinnu- tæki til og landsmenn lifðu við fátækt og basl, hefur síðustu áratugina byggt upp atvinnulíf sitt og skapað sér góð lífskjör. Hún hefur ekki ráð á því að láta nokkra tugi pólitízkra ævin- týramanna og misvitra stjórnmálamanna, sem þjást af ráð- herrapest eða öðrum álíka kvillum, leiða sig út í verkföll sem skaða hana svo gífurlega að það mun taka mörg ár að vinna upp það sem tapast. Og ríkisvaldið verður ekki síður að gera sér Ijóst að á sama tíma og það þenur út starfsemi sína og rík- isfyrirtækin hækka þjónustu sína við borgarana að þá er ekki hægt að búast við því að fólk geri sig til lengdar áinægt með ó- breyttar tekjur að krónutölu. Og ef vinnufriður á að nást, þái verður að skapa betri samvinnu og skilning á milli launþega og Magnús Bjarnason starfsmaður Rafveitu tsafjarðar Nokkur minningarorð. Þó nokkuð sé liðið frá andláti Magnúsar Bjarnasonar þykir mér skylt að minnast þessa góða vinar nokkrum orðum. Hann er fæddur að Smáhömrum í Steingrímsfirði 27. október 1901, sonur hjónanna Bjargar Magnús- dóttur og Bjama Guðbrandssonar. Frá Smáhömrum fluttu þau að Miðhúsum í Reykhólasveit og það- an til Isafjarðar. Hingað kom Magnús bam að aldri og hér átti hiann síðan heima til dauðadags. Magnús kenndi sér meins fyrir nokkrum árum, en á s.l. sumri fór hann suður að leita sér lækninga, en árangurslaust. Eftir það var hann óvinnufær og rúmliggjandi síðustu mánuðina og lézt hann að heimili sínu 13. febrúar s.i. Magnús Bjamason var í nokkur ár bifreiðastjóri og verkamaður jöfnum höndum þangað til hann gerðist starfsmaður hjá Rafveitu ísafjarðar og þar vann hann frá stofnun Rafveitunnar og til þess tíma sem heilsa og kraftar leyfðu. Magnús var einn harðduglegasti maður við alla vinnu og mun leit- un að hans jafnoka. Rafveita Isafjarðar heíur við fráfall hans misst einn sinn bezta starfsmann og verður skarð hans seint fyllt. Fyrirtækið heiðraði minningu hans með því að sjá um útför hans og sýna honum verð- ugt þakklæti fyrir trúmennsku og dugnað í löngu starfi. Magnús Bjarnason var dreng- skaparmaður, framúrskarandi hjálpsamur og eru handtök hans vinnuveitenda. Það verður að eyða með öllu þeirri óhæfu sem kommúnistar og aðrir óþjóðhollir menn og meðreiðarmenn þeirra eru að læða meðal almennings að þessir aðilar séu svurn- ir fjandmenn, sem vilja gera ldut hvors annars, sem allra verst- an. Það er hagur hvers atvinnurekanda að gera hlut verka- manna sinna sem beztan og það er hagur hvers verkamanns að vinna sínum vinnuveitanda sem bezt og leitast við að hann hafi sem bezta afkomu, og með því skapa verkamenn sér aukið at- vinnuöryggi. Það er skoðun þess, sem þetta ritar, að það hefðu orðið færri verkföll í þessu landi á undanförnum árum, ef sett hefði verið fullkomnari og lýðræðislegri vinnulöggjöf, þar sem skýrt væri kveðið á að verkfallsvopninu megi því aðeins beita að hreinn meirihluti í hvcrju verkalýðsfélagi þurfi að samþykkja verkfall að undangenginni allsherjaratkvæðagreiðslu og fámenn- ir starfshópar geti ekki stöðvað heila atvinnugrein eins og matsveinar liafa getað stöðvað allan kaupskipaflotann, svo að- eins eitt dæmi sé nefnt. Það er lítt skiljanlegt það tómlæti sem ríkir á Alþingi varðandi setningu laga um nýja vinnulöggjöf og m á vissulega segja háttvirtum alþingismönnum það að mik- ill meirihluti þjóðarinnar væntir þess að ný vinnulöggjöf verði sett á næsta Alþingi. fyrir aðra ótalin. Hann var gam- all heimilisvinur minn og fjöl- skyldu minnar allt frá bernskuár- um og á ég margs góðs að minn- ast frá þeim árum. Magnús gat oft verið harður í horn að taka og lét ákveðinn og hispurslaust í ljós skoðanir sínar ef honum mislíkaði, en þrátt fyrir það var hann við- kvæmur og hjartahlýr. Hann hafði aldrei orð á því sem hann gerði fyrir aðra og var trúr og traustur vinur vina sinna. Magnús var ókvæntur, en eftir lát foreldra sinna héldu þau heim- ili Ragnheiður systir hans og Guð- mundur bróðir hans, en Ragnheið- ur lézt fyrir nokkrum árum. Síðan hefur Sigríður dóttir Ragnheiðar Framhald á 5. síðu.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.