Vesturland - 23.09.1966, Blaðsíða 1
Sigurður Bjarnason frá Vigur:
Stefnan hefur verið mörkuð
Miklu framkvæmdasumri að Ijúka
Sumri liallar, fölvi liaust-
litanna færist yfir landið, og
fjallatopparnir gnæfa yfir
byggðinni kaldir og hrímugir,
Yfirleitt má segja að sum-
arið hafi verið sæmilega hag-
stætt, Vestfirðingum sein öðr-
um landsmönnum. Á ferða-
lögum mínum um flestar
byggðir Vestfjarða í sumar
hefur mér fundizt sólfar hafa
verið óvenju mikið. ögleyman
leg verður síðasta lielgi, er ég
átti þess kost að lieimsækja
Breiðafjarðareyjar í þyrlu í
glamapndi sólskini og blíð-
viðri. Þessar fögru eyjar flutu
eins og perlur á sólfáðum
flóanum.
f suðvestri blasti við Snæ-
fellsjökull með sínu lireina
og dulúðga yfirbragði en í
norðri fjöll Barðastrandar-
sýslu, Skor og Látrabjarg,
máttugt í mikilleik sínum.
Mikið tjón væri það íslenzk-
ri þjóð ef þessar sérstæðu og
fögru eyjabyggðir færu í eyði.
En eins og kunnugt er eru nú
fjórar Vestureyja, Flatey,
Svefneyjar, Hvallátur og Skál-
eyjar í byggð. Er búið góðum
búum í öllum þessum eyjum
utan Flateyjar, en þar hefur
byggð dregizt mjög saman. Er
um þessar mundir gerð úr-
slitatilraun til þess að hefja
uppbyggingu í Flatey undir
forystu Aðalsteins Aðalsteins-
sonar, oddvita Flateyjar-
hrepps, og í samvinnu við
þingmenn Vestfjarða, ríkis-
stjórn og atvinnujöfnunarsjóð.
Þegar þetta er ritað standa
vonir til þess að tvær nýjar
fjölskyldur flytji til Flateyjar
í haust. Verður jafnframt
unnið að því, að frystihúsið
þar verði gert starfhæft,
eyjarbúum tryggð raforka á
vegum rafmagnsveitna ríkis-
ins, flóabátsferðir tryggðar,
nýjar talstöðvar teknar í notk
un, flugvöllur endurbættur og
lengdur næsta sumar og marg
víslegar aðrar umbætur unnar.
Eftirminnilegur
atburður
Einn af eftirminnilegustu
atburðum sumarsins hér
vestra eru tvímælalaust há-
tíðahöldin á ísafirði í tilefni
af hundrað ára afmæli kaup-
staðarins. Það sem mestan
svip setti á þennan viðburð
var annars vegar þátttaka al-
mennings í bænum og hins
vegar heimsóknir brottfluttra
ísfirðinga og venzlafólks
þeirra. Sögusýningin var tví-
mælalaust það merki-
legasta og eftirminnileg-
asta af því, sem gert var af
hálfu ráðamanna kaupstaðar-
ins. Hún var í senn afar fróð-
leg og skemmtilega uppsett.
ísafjörður var stórbær
á íslenzkan mælikvarða þessa
hátíðisdaga. Hann var fullur
af fólki og bifreiðum alls
staðar að af landinu. Það var
ánægjulegt að taka þátt í
þessm mannfagnaði, sem mót-
aöist fyrst og fremst af
ræktarsemi og trúnaði fólks-
ins við merkilega sögu ísfirzk-
rar byggðar, athafna- og
menningarlífs.
Það er í senn von mín og
vissa, að hundrað ára hátíða-
höldin hafi vakið verðskuld-
aða athygli á ísafirði út á
við og glætt trú bæjarbúa
sjálfra á framtíð kaupstaðar-
ins.
Miklar fi’amkyæmdir
Miklar framkvæmdir hafa
staðið yfir á Vestfjörðum á
þessu sumri.
í vegamálum ber það hæst,
að verið er að ljúka vegagerð-
inni vestan til í Breiðadals-
heiði að undanskildum jarð-
göngunum. Er að þeirri fram-
kvæmd stórmikil bót. Verður
næsta vor hafizt handa um
gerð nýs vegar norðan heiðar.
Þá hefur verið lokið nýjum
vegi yfir Hálfdán milli Bíldu-
dals, Tálknafjarðar og Pat-
reksfjarðar. Hafa nú þessi
Sigurður Bjaruason
þrjú kauptún Vestur- Barða-
strandarsýslu verið tengd ör-
uggum og góðum vegi, sem
verður fær meginhluta árs.
Vegurinn norður í Ámes-
hrepp á Ströndum hefur verið
nokkurn vegin fullgerður,
þannig að sæmilegt akvega-
samband hefur skapazt við
þetta nyrzta byggðarlag
Strandasýslu.
Víða annars staðar hefur
verið unnið að vegabótum.
Þannig hefur vegurinn að Isa-
fjarðarflugvelli verið stórbætt
ur og ný brú byggð á honum
til mikilla bóta. Ný brú hefur
verið byggð á Hólsá í Bol-
ungarvík og á Suðurfossi á
Rauðasandi.
I Djúpveginum hefur ver-
ið gengið frá veginum að
Eyri í Seyðisfirði og haldið á-
fram vegagerð inn í Skötu-
fjörð. Á nú að heita jeppa-
fært að Hjöllum. Gengur þessi
vegagerð mikils til of hægt.
Verður það næsta stóra verk-
efnið í vegamálunum hér við
Djúp að ljúka þessum vegi.
Af honum er nú um 46 km.
ólokið. Til Djúpvegarins voru
á gildandi vegaáætlun veittar
5,6 millj. kr.
Af hafnargerðunum ber
hæst á þessu sumri hinar
nýju hafnir á Þingeyri og
Bíldudal, ásamt miklum um-
bótum á höfninni á Patreks-
firði.
Flugvellirnir á ísafirði og
Patreksfirði hafa þegar haft í
för með sér byltingu á sviði
vestfirzkra flugsamgangna.
Er nú unnið að byggingu flug-
stöðvar á ísafjarðarflugvelli,
sem skapa mun margvíslegt
hagræði fyrir flugfarþega.
Stofnun víðtækra samtaka
um Vestanflug er einnig þýð-
ingarmikill atburður í flug-
málum Vestfirðinga. Bar
brýna nauðsyn til þess að
Þ’yggja áframhaldandi rekst-
ur flugvélar, sem staðsett
væri hér vestra. Það er einnig
mín skoðun, að vinna beri að
því að Landhelgisgæzlan hafi
þyrlu staðsetta hér vestra, í
senn til þess að annast sjúkra
flug, strandgæzlu, björgunar-
störf og ýmsa aðra þjónustu-
starfsemi Þyrlan er stórkost-
lega merkilegt framtíðartæki,
sem mikið gagn er hægt að
hafa af.
Skipulegar unnið
en áður
Hér hefur aðeins verið
minnzt á stærstu drættina í
þeim miklu framkvæmdum,
sem unnið hefur verið að í
sumar hér vestra. Má segja
að framkvæmd Vestfjarðaá-
ætlunarinnar á sviði sam-
göngumála miði rösklega á-
fram. Fjögra ára tímabil
hennar er nú hálfnað. Mun
henni að sjálfsögðu fram
haldið með fullum hraða. En
jafnframt verður að tryggja
að ýmsar framkvæmdir, sem
ekki féllu undir hana, svo
sem Djúpvegurinn og vegir-
nir í Austur-Barðastrandar-
sýslu dragist ekki á langinn.
Kjarni málsins er að skipu-
legar er nú unnið að verk-
legum framkvæmdum á Vest-
fjörðum en nokkru sinni fyrr.
Miklu máli skiptir einnig að
aðrir þættir Vestfjarðaáætl-
unarinnar, á sviði atvinnu,
félags- og menningarmála
komi hið fyrst til fram-
kvæmda.
Kjörtímabili að ljúka
Öðru kjörtímabili núver-
andi ríkisstjórnar er nú að
ljúka. Almennar kosningar
eiga að fara fram á næsta
sumri. Þessi ríkisstjórn hefur
unnið mikið og merkilegt
starf. Fyrir það hlaut hún
ótvíræða traustsyfirlýsingu í
þingkosningunum sumarið
1963.
Um úrslit næstu kosninga
er varlegast að spá sem
minnstu. En margt bendir til
þess að þjóðin kjósi fremur
hina jákvæðu uppbyggingar-
stefnu ríkisstjórnarinnar en
hina neikvæðu upplausnar-
stefnu kommúnista og Fram-
sóknarmanna. Engum hugs-
andi manni á Vestfjörðum
getur a.m.k. blandazt hugur
um, að engin ríkisstjóm
hefur tekið eins rsunhæfum
tökum á hagsmunamálum
þeirra og sú, sem setið hefur
þessi tvö síðustu kjörtímabil.
Ýmis vandamál steðja að
sjálfsögðu að íslenzku pjóð-
félagi í dag eins og jafnan
áður. Er verðþenslan, sem er
m.a. afleiðing mikilla fram-
kvæmda og almennrar velmeg
unar eitt þeirra og hið mesta.
En á því getur þjóðin sigrazt
ef hún vill, og kemur fram
af festu og ábyrgðartilfinn-
ingu.
Framhald á 2. síðu