Vesturland - 23.09.1966, Blaðsíða 3
3
I SAFIRÐI
Sími 416
Vatnsglös
Vínglös
Sjússmælar
Koktail pinnar
Isfötur
ístangír
Glasabakkar
Vínsett
Tökum við filmum
til framköllunar
kopieringar og
stækkunar,
einnig litfilmur
kopieraðar og
stækkaðar.
Fljót afgreiðsla
AGFA-fiImur
svarthvítar og lit.
MYNDAVÉLAR
Ljósmyndavörur
Glæsileg afrek sundfólks Vestra
Unglingameistaramót í
sundi fór fram í Sundhöll
Reykjavíkur dagana 17. og 18.
sept. sl. Tólf félög sendu kepp
endur á mótið, alls 130
inanns, og voru níu keppendur
frá Vestra á Isafirði. Náðu
þeir frábærum árangri og
unnu glæsileg afrek. Verður
nú sagt frá úrslitum í ein-
stökum greinum:
100 m. skriðsund drengja:
Sigurvegari varð Eiríkur Bald
ursson á 1 mín. 04,4 sek.,
sem er nýtt sveinamet, Einar
Einarsson, Vestra varð fjórði
á 1.06,3, sem er hans bezti
tími í 25 m. laug. Tryggvi
Tryggvason, Vestra, varð 5. á
1.07,5.
100 m. bringusund telpna:
Sigurvegari varð Kolbrún
Leifsdóttir, Vestra, sem náði
sínum bezta tíma, 1. mín. 20,0
sek. og sigraði örugglega.
Bryndís Leifsdóttir, Vestra,
varð 7. á 1.33,8, sem er
hennar bezti tími í 25 m.
laug, og Björk Kristjánsd.,
Vestra, varð 10.—11. á 1.36,1.
50 m. flugsund telpna: Þar
varð spennandi keppni milli
Þórh. Oddsdóttur og Sigrúnar
Siggeirsdóttur, Á., en sund-
inu lauk með því að Sigrún
var dæmd úr leik á síðustu
metrunum og varð því Þórh.
sigurvegari á 41,7 sek.
100 m. bringusund drengja:
Þar sigraði Einar Einarsson,
Vestra, mjög óvænt. Einar
synti í fjórða riðli og fékk
enga keppni frá sínum keppi-
nautum. Einar synti fyrstu
50 m. á 37,0 sek., sem er góðu
ur tími og fékk tímann 1.21,2
í 100 m. Ólafur Einarsson, Á.,
hafði verið talinn sigurstrang-
legastur í þessu sundi og við
50 m. og 75 m. markið hafði
hann sama tíma og Einar, en
nokkuð skorti á úthaldið og
kom hann í mark 8/10 úr sek.
á eftir Einari.
Kolbrún Leifsdóttir varð
fjórða í 100 m. baksundi
stúlkna.
50 m. skriðsund telpna:
Björk Kristjánsdóttir synti á
37,5 sek. og Kristín Þóris-
dóttir á 40,0 sek., en Þorh.
Oddsdóttir varð að hættia
keppni vegna mistaka.
Síðasta grein fyrri daginn
var 4x50 m. bringusund
telpna og lauk þeirri keppni
með yfirburðasigri Vestra-
sveitarinnar, sem synti á 2
mín. 58,5 sek. 1 sveitinni voru
Þórhildur, Björk, Kristín og
Bryndís. Náði Björk beztum
tíma, 42,5 sek.
í fyrstu grein síðari daginn
varð Kolbrún óvænt þriðja á
1 mín. 13,4 sek., sem er henn-
ar bezti tími í þessari grein.
100 m. baksund drengja:
Einar Einarsson vann yfir-
burðasigur og synti á 1 mín.
17.8 sek. og annar varð
Tryggvi Tryggvason á 1.23,5.
1 50 m. bringusundi telpna
voru fjórir keppendur frá
Vestra og náði beztum tíma
af þeim Björk, sem varð
fimmta á 43,3 sek.
Hörð keppni var í 50 m.
flugsundi telpna milli Kol-
brúnar og Hrafnhildar Krist-
jánsdóttur, Á., og lauk þeirri
keppni með sigri Hrafnhildar
á 34,0 sek., sem er mjög góð-
ur tími, en önnur varð Kol-
brún á 35,1 sek., sem er
hennar bezti tími í 25 m.
laug.
1 50 m. baksundi telpna
varð Þórhildur þriðja á 43,3.
1 50 m. flugsundi drengja
sigraði Einar Einarsson með
yfirburðum á 34,2 sek. 1 4x50
m. fjórsundi stúlkna varð
sveit Vestra önnur á 2 mín.
34.8 sek.
1 stigakeppni á mótinu varð
sundsveit Vestra í fjórða sæti
með 74 stig.
Frammistaða ísfirzka sund-
fólksins varð með miklum
ágætum og kemur það heim
með 9 gullverðlaun, tvenn
silfurverðlaun og tvenn bronz-
verðlaun.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem sendu mér
kveðjur og gjafir og sýndu mér vinarliug á 75 ára
afmæli minu þann 18 júlí sl.
Einar Þorbergsson
Fjarðarstræti 27, Isafirði,
fsfirflinúar
Að beiðni sjónvarpsdeildar Ríkisútvarpsins,
er hér með óskað eftir ljósmyndum af ísafirði.
Það eru fyrst og fremst yfirlitsmyndir, vetrar-
myndir og sumarmyndir af kaupstaðnum, myndir
af kunnum borgurum, myndir af höfninni, af opin-
berum byggingum (s.s kii’kju, skólahúsum, sjúkra-
húsi o.fl.), einkennandi myndir fyrir atvinnulíf
staðarins og táknrænar myndir fyrir menningar-
og félagslíf.
Bezt er að myndirnar séu 18x24 cm. að stærð,
en allar stærðir koma til greina. Betri er mynd á
möttum pappír en glansandi.
Skrifa þarf aftan á myndimar hvaðan þær eru
og af hverju. Gott væri að geta um hvaða ár þær
væru teknar.
Myndum verður veitt viðtaka á bæjarskrif-
stofunni.
ísafirði 20. september 1966.
Bæjarstjórinn á lsafirði.
Baðvörður (karlmaður)
óskast fyrir 30 september
SUNDHÖLL
Isaf jarðar.