Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1978, Blaðsíða 20

Vesturland - 24.12.1978, Blaðsíða 20
20 Hinn íslenski Sherlock Holmes Jóhann Magnús Bjarnason, höfundur þessarar greinar er mörgum lesendum eflaust aö góöu kunnur. Hann bjó lengst af í Vesturheimi og starfaói þar. Jóhann gaf út fjölda bóka og hafa ýmsar þeirra hlotið al- menningshylli á Islandi. Má nefna, til dæmis bókina I Rauð- árdalnum, sem meðal annars var lesin upp í útvarp fyrir fáein- um árum. Þegar ég les ævintýri Sher- lock Homes eftir A. Conan Doyle, þá hugsa ég æfinlega til íslendings nokkurs, sent ég kynntistofurlítið í æsku í Nýja Skotlandi. Hánn hét Hallur, þessi íslendingur og var Þorsteinsson, ef ég man rétt, og var rúntlega tvítug- ur, þegar ég kynttist honum. Ekki veit 'eg með neinni vissu, hvaðan af íslandi hann var, en samt hygg ég, að hann hafi verið ættaður af Austfjörðum, því ég vissi til þess, að hann skrifaði tví- vegis bréf til konu, sem átti heima á Djúpavogi. —Ég segi, að ég hugsi jafnan til þessa manns, þegar ég les ævintýri Sherlock Homes, og kemur það til af því að hann er sá eini íslendingur, sem ég hefi þekkt, er að minni hyggju var gæddur þeim hæfileikum, sem nauðsynleg- ir eru til þess, að geta verið slunginn njósnari, eða leyni- lögregluþjónn. Og hefði hann hlotið sæmilega menntun og fengið tækifæri til að æfa og efla hinar með- fæddu gáfur sínar og hæfi- leika, þá hefði það sannast, að hann hefði ekki staðið langt að baki Sherlock Homes sem njónsamaður. Og því til sönnunar vil ég segja frá dálitlu atvikip sem í sjálfu sér var ekki mjög stórvægilegt eða markvert, en getur þó sýnt, að álit mitt á manni þessum er á dálitl- um rökum byggt. En áður en ég byrja að segja frá þessu atviki, ætla ég að gefa ofur- litla lýsingu á Halli. Hann var langt frá því að vera líkur Sherlock Homes í sjónJog vexti. Og engum skáldsagna-höfundi hefði dottið það til hugar, að hafa hann til fyrirmyndar í lögregluspæjarasögu, hvorki sem njósnara né stórglæfra- mann. Því Hallur var allra manna minnstur vexti og allra manna óalitlegastur á- sýndum, en þó meinleysis- legur. Augun voru greindar- leg og fremur góðleg, en þau voru smá og augnalokin huldu þau jafnan meira en til hálfs. Hann var höfuð- stór, ákaflega langleitur og niðurlútur. Hægfara var hann og oftast þögull og þegjindalegur. Það leyndi ser ekki, að hann var forvit- inn, þó langt væri frá því, að hann væri spurull. Hann lagði sjaldan spurningar fyr- ir menn, en samt var eins og hann kæmist auðveldlega að leyndarmálum manna og græfi upp alt, sem leynt átti að fara, án sýníegrar fyrir- hafnar. Stálminnugur var hann, eins og Macaulay lá- varður, og framúrskarandi glöggþekkinn á menn. Þegar hann kom á mannmót, stóð hann jafnan utarlega, og það var eins og enginn yrði hans var; hann var altaf eins og út í horni, hvar sent hann var staddur, en þó var auðséð, að hann veitir öllu,sem fram fór í kring um hann, mjög nán- ar gætur. Hann hafði gaman af skátalífi—það var sú eina skemtun, sem hann virtist taka þátt i—og rnenn sögðu að hann væri góður taflmað- ur. Hann var dável að sér í reikningi, og hafði þó fengið mjög litla tilsögn í þeirri grein, og hann var slunginn að ráða flóknar gátur, og virtist hafa rnikið yndi af því. Ekki virtist hann gleðj- ast yfir hamingju annarra, og hrygðist ekki, svo sjáan- legt væri, af óhöppum nokk- urs manns. En það eitt er þó áreiðanlegt, að hann vildi ekki troða ncinum manni um tær, og lagði engum ilt til. Hallur var lítið á rneðal íslendinga eftir að hann kom til Ameríku. Hann var oft- ast hjá hérlendum bændum, fyrst framan af að minnsta kosti, og vann oft fyrir rnjög lágu kaupi. Mörgum þótti hann undarlegur og servitur, en flestum var vel til hans, og höfðu jafnan gaman af hinum stuttu, hálf- hryssingslegum svörum hans. Eg man, hvað menn hlógu dátt að því, sem hann sagði, þegar það kom í blöð- ununi, að hefðafrú ein í Halifax hefði mist demants- brjóstnál, einu sinni þegar hún var á grímuleik. „Það hefir verið ungur ekkjumaður, sem stolið hefir brjóstnál þeirri“, sagði Hall- ur við kunningja sína. Menn hlógu þá, eða grettu sig, og álitu þetta heimsku-fieipu. En tveim ár- um síðar ráku þcir hinir sömu upp stór augu, því þá komst það upp, að einmitt ungur ekkjurnaöur hefði stolið brjóstnálinni. Hvort Hallur hefir bygt þessa staðhæfingu sína á nokkru sérstöku, eða aðeins sagt þetta blátt áfram að gamni sínu hugsunar- laust, um það gel ég ekki borið. En mörgum þótti það skrítið. Einu sinni kom ókunnug- ur maður þangað, sem Hall- ur átti heinta, og bað að gefa sér að drekka, og spurði til vegar. „Hvaða maður skyldi þetta vera)?“ sagði einhver, þegar ókunni maðurinn var farinn. „Það er strokumaður, sem einhvern tíma hefir verið bókhaldari, sagði Hallur. „Hvernig veist þú það?“ var spurt. „Ég sá það á augunum í honum, að hann var á fiótta, en á fingrum hægri hönd hans, að hann hefir verið bókhaldari", sagði Hallur. Menn tóku lítið rnark á þessu, þá í svipinn, en fáum dögunt síðar kom það í ljós að Hallur hafði getið rétt til unt manninn. Hallur kom einu sinni til íslensku nýlendunnar á Mosselands-hálsum. Það var unt haust. Hann dvaldi fá- eina daga þar sem ég átti heima, og okkur drengjun- um þótti hann næsta kynleg- ur. Ég man það, að hann gekk einn morgun með ntér og tveimur öðrunt drengjum ofan á veginn, sem lá í gegn- um nýlcnduna. Við tókum þá eftir því, að einhver hafði ekið um veginn, þá um morguninn, því við sáum ný- leg hjólför; og við drengirnir, gátum þess til að maður nokkur sem við ncfndum, hefði ekið austur að sjó þcnnan morgun. „Þessi hjólför eru eflir tví- hjólaðan lcttivagn, sem kom- ið hefur að austan", sagði Hallur, ,,og maður hefir gegn- ið fyrir honum, en ekki neinn ferfætt skepna“. Við athuguðum nú þetta betur, og þóttumst sjá að Hallur hefði rétt fyrir sér, því hvergi sáust nýleg för eftir hest eða uxa, en það vottaði fyrir mannaförum hér og þar. „Hver skyldi þetta hafa ver- ið? spurðunt við drengirnir hver annan. „Að líkindum pedlar (FARANDSALI)“, sagði Hallur. Hér skjátlaðist þó Halli ofurlítið. Að vísu hafði mað- ur farið um brautina um morgunin og gengið sjállur fyrir mjög léttri tvíhjólaðri kerru — það fréttum við síðar ummdaginn -en það var ckki farandsali, heldur ung- ur málmnemi, sem kom frá Tangier og ætlaði til Moose River-námanna. En þó Halli skjaflaðist í þessu þóttist ég samt sjá að hann væri frant- úrskarandi eftirtektasamur og athugull. En nú er að segja frá því atriði, sem ég hét að skýra frá, og það er á þessa lei.ð, Veturinn 1882—83 var Hallur í vinnu hjá skoskum bónda í grennd við þorpið Shubenacadie, sem er járn- brautarstöð um fjörtíu mílur enskar frá Halifax. Þennan sama vetur var þar í þorpinu ungur kaupmaður af Gyð- inga-ættum. Nann átti dá- litla búð við aðalgötu þorps- ins, og seldi smávarning, glingur og gamlan fatnað. Hann hafði byrjað verslun- ina með litlum efnum, og langaði mjög til að græða. Hann þótti réglusamur og áreiðanlegur i viðskiftum, og var í góðu áliti hjá þorpsbú- um. Honum hafði gengið vel verslunin sumarið 1882, og hafði lagt til hliðar eitt hundrað dali, sem hann ætl- aði að leggja í sparisjóð í Halifax um leið og hann færi þangað í verslunarerindum um haustið. En nóttina áður en hann ætlaði að leggja af stað til borgarinnar, hurfu þessi hundrað dalir úr læst- um peningaskáp, sent var í búðinni. Og það, sem þótti kynlegast, var, að ekkert annað hvarf, hvorki úr búð- inni né úr peningaskápnum, nerna þessir hundrað dalir, sem áttu að fara í sparisjóð- inn. í búðinni voru þó rnarg- ir verðmætir munir, og I skápnum um hundrað og fimmtíu dalir umfram það, sem tekið var. Svo var ann- að, sem ntjög þótti eftirtekta- vert: að engin merki sáust til þess, að brotist hefði verið inn í búðina, hurðir, gluggar og jafnvel peningaskápurinn var eins og gyðingurinn hafði skilið við það kvöldið áður —alt harðlæst—ekkert brotið—ekkért skemmt —ekk- ert horfið—nema þessir hundrað dalir, sem áttu að fara í sparisjóðinn. Húsið, sem Gyðingurinn bjó I, var fremur lítið, og með fiötu þaki. Niðri var búðin, og til hliðar við hana var eldhús og lítil borðstofa, og var gengið úr borðstof- unni upp á loftið, en þar voru tvö herbergi. I öðru þeirra svaf Gyðingurinn sjálfur, en móðir hans og tíu ára görnul stúlka i hinni. Fleira fólk var ekki í húsinu. Á búðinni sjálfri var stór gluggi, sem vissi að aðalgötu þorpsins, og var svo um hann búið, að ekki var hægt að opna hann, nema að inn- an. Þjófurinn hafði því auð- sjáanlega ekki farið inn í búðina um gluggann—og ckki heldur reynt til þess. En á búðinni voru tvær dyr: fyrst aðal-dyrnar, sem vissu að götunni, og dyr, sem farið var um úr búðinni og inn i borðstofuna. Fyrir framdyr- ununt v'ar traust læsing og slagbrandur fyrir að innan; en um hina dyrnar var ekki eins vel búið, og mátti því opna þær með algengum lykli. Svo voru eldhúsdyrn- ar: urn þær var ekki traust- lega búið; og eldhússgluggan og borðstofugluggann mátti auðveldlega opna að utan og komast inn um þá. Mönnunt kom því saman urn það, að líklegast væri, að þjófurinn hefði farið inn um cldhúsdyrnar, opnað innri búðardyrnar með algengum lykli og kunnað aðferð til að opna peningaskápinn og læsa honum (því að honum gekk enginn lykill). Þetta þótti sennilegast. En í hinu skildi enginn, hvað þjófnum gat gengið til þess, að taka aðeins þessa sérstöku upp- hæð, sem átti að fara í spari- sjóðinn, en snerta ekki ann- að, hvorki peninga né verð- mæta ntuni. Alt mögulegt var reynt til að hafa upp á þjófnum—en allar tilraunir í þá átt voru alveg árangurslausar. Gyð- ingnum þótti sárt að rnissa svona rnikla peninga, eins og vonlegt var, en bar sig þó vel. Hann fiutti nú peninga- skápinn upp í svefnerbergiið sitt, bjó vel og vandlega um gluggan á herberginu, setti nýja og trausta skrá á hurð- ina, og læsti dyrunum vand- lega áður en hann fór að hátta á kvöldin; þar að auki hafði hann hlaðna skamm- byssu við hendina, og gat ekki trúað, að stolið yrði úr peningaskápnum i annað sonn. Svo leið fram að jólum. Verslun Gyðingsins gekk vel—jafnvel betur en áð- ur—og um nýjársleitið var hann búinn að græða svo mikið, að hann gat á ný lagt hundrað dali til hliðar, og attlaði hann nú endilega að

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.