Vesturland - 28.03.1980, Síða 2
2
ÚTGEFANDI:
BLAÐNEFND:
AFGREIÐSLA:
RITSTJÓRI:
eena aAxn-tnxxxH xiitaxs3x»jsmarM
Kjördæmisráó Sjálfstæðisflokksins
í Vestfjarðakjördæmi.
Guömundur Þórðarson, Isafirði.
Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík.
Guðmundur Agnarsson, Bolungarvík.
Stefán Skarphéðinsson, Patreksfirði.
Friðbjörn Óskarsson, ísafirði.
Að Uppsölum ísafirði sími 3232.
Einar K. Guðfinnsson.
Prentstofan ísrún hf. ísafiröi.
„Beinir skattar
eru of háir“
„Enn þarf að endurskoða
skattalögin rækilega. Hinir
beinu skattar eru of háir. Við
stefnum einnig að því að heild-
arupphæö hinna opinberu
skatta bæði beinna og óbeinna
verði ekki hærri en viss hund-
raðstala af þjóðarframleiöslu.
Ef skattamálum okkar væri
komið í betra horf en nú er,
mundi það um leiö örva og
glæða atvinnulífið og skapa at-
vinnurekstri einstaklinga betri
möguleika og skilyrði."
Þannig komst dr. Gunnar
Thoroddsen varaformaður
Sjálfstæðisflokksins að orði í
ræðu, sem út var gefin í rit-
gerðasafni um Sjálfstæðis-
stefnuna í fyrra. Þessi orð vara-
formannsins sem birtust al-
menningi á valdadögum vinstri
stjórnar Ólafs Jóhannessonar,
voru þörf og réttmæt. En því
miður eiga þau enn við. Núver-
andi ríkisstjórn hefur tekið
þann kostinn að feta einstigi
vinstri stjórnarinnar um klung-
ur ríkisafskiptanna og kletta
skattpíningarinnar.
Málefnasamningur ríkis-
stjórnarinnar, gaf strax til
kynna hvað menn áttu í vænd-
um. Loforð á loforð ofan, án
nokkurar tilraunar til útskýring-
ar á efndum. Með fjárlagafrum-
varpinu hafa menn nú fengið
að finna smjörþefinn af því,
hvað loforðaglaðir stjórnmála-
menn geta orðið skattgreið-
endum dýrkeyptir.
Samkvæmt hinu nýja fjár-
lagafrumvarpi, mun tekjuskatt-
ur einstaklinga hækka um 65,1
prósent, frá því sem var á síð-
asta ári. Niðurstöðutölur
rekstrarreikningsins hækka á
hinn bóginn um 62,7 prósent.
— ★ —
í síðasta tölublaði Vestur-
lands, sagði Matthías Bjarna-
son alþingismaður, að núver-
andi ríkisstjórn væri endurnýj-
un á vinstra samstarfi. Þetta
má vissulega til sannsvegar
færa.
Fyrrverandi vinstri stjórn
gerði margvíslegar breytingar
á skattalögum, strax haustið
1978, þegar hún komst til
valda. Þessar breytingar fólu í
sér hækkanir, svo sem öllum
má vera kunnugt. Þessar
skattaálögur hafa haldist í einu
eða öðru formi. í fyrrahaust var
meðal annars bætt við hækkun
söluskatts um 2 prósentustig
og vörugjaldshækkun er nam 6
prósentum. Núverandi ríkis-
stjórn hyggst halda við þessum
hækkuðu skattstofnum allt
þetta ár.
í grein í Morgunblaðinu fyrir
skömmu benti Lárus Jónasson
alþingismaður á að þessir
skattar þýði um 15 milljarða í
álögur á þjóðina. Því til viðbót-
ar á að koma nýr skattur, orku-
skattur, sem vægt áætlað yrði
um 5 milljaröar króna. Lárus
Jónsson segir ennfremur að
þessir skattar vinstri stjórnar-
innar og ríkisstjórnar dr. Gunn-
ars Thoroddsen muni hafa í för
með sér aukna skattheimtu er
nemur 36 milljörðum króna.
Við þetta má bæta að meiri-
hluti Alþingis hefur nú sam-
þykkt heimild handa sveitarfé-
lögum að hækka útsvarsálagn-
ingu sína. Það er auðvitað
sanngjarnt og rétt að, sjálfræði
sveitarféiaga sé aukið, með
meiri tekjumöguleikum. En
það er rangt að gera það með
aukningu skattheimtunnar.
Eðlilegast hefði verið að flytja
tekjustofna frá ríkinu, til sveit-
arfélaganna, án þess að til
aukinnar skattlagningar hefði
komið.
Menn geta auðvitað haft
margvíslegar skoðanir á skatt-
lagningu. Og um hana deila
menn í stjórnmálum. Skoðun
sumra er að auka beri sam-
neysluna, minnka ráðstöfunar-
fé einstaklinganna og færa
verkefni úr höndum þeirra til
ríkisvaldsins. Þetta eru ríkisaf-
skiptasinnar. Svo eru aðrir, er
telja einstaklinga best til þess
fallna að ráðstafa fé sínu sjálf-
ir. Að mikil skattheimta sé sið-
ferðilega röng og jafngildi nán-
ast eingaupptöku.
— ★ —
Nokkru Ijósi var varpað á
skattastefnu stjórnmálaflokk-
anna fyrir síðustu kosningar.
Kom þar sitthvað athyglisvert
fram. Meðal annars það að
Framsóknarmenn töldu ekki
fært að auka skattheimtuna
frekar. Sjálfstæðismenn álitu
að minnka ætti skattbyrði al-
menings. Þar á meðal boðuðu
þeir afnám vinstri stjórnar
skattanna, kæmust þeir til
valda.
Framsóknarflokkurinn og
fimm sjáifstæðismenn standa
að núverandi ríkisstjórn. Sú
staðreynd er öllum Ijós að
skattastefna stjórnarinnar er
Stjórnarliðar ýmsir hafa nú
um stundir iðkað hráskinnaieik
einn af miklu kappi. Hafa þeir
kyrjað þann söng að orkuskatt-
ur sá er leggja á á landsmenn,
geti einn reynst búbót fyrir
þann hóp er þarf að búa við
olíukyndingu. Þetta nær engri
átt.
Friðrik Sophusson alþingis-
maður, er á sæti í fjárveitingar-
nefnd, varpaði Ijósi á þetta mál
í nýlegri blaðagrein. í grein
hans kemur fram að sam-
kvæmt hinu nýja fjárlagafrum-
varpi, mun olíustyrkur í núver-
andi mynd falla út. Röksemdir
fjármálaráðherra fyrir þessu
háttarlagi, eru þær, að hér sé
um millifærslu að ræða og
skipti því engu máli.
Staðreyndin er hins vegar
sú, eins og Friðrik bendir á, að
a.m.k. þriðjungur fjárlaga er f
formi einhvers konar milli-
færslna. Og með því að beita
röksemdarfærslu Ragnars Arn-
alds, mætti eins taka um þriðj-
ung allra útgjalda úr fjárlaga-
ekki í neinu samræmi við
kosningayfirlýsingar Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks-
ins. Það liggur því Ijóst fyrir að
þeir þingmenn Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks er leggja
blessun sína yfir skattheimt-
una, hafa ekki staðið við lof-
orðin er þeir gáfu kjósendum
sínum, síðast liðið haust.
Varnarorð dr. Gunnars Thor-
oddsen um skattheimtuna, er
vikið var að í upphafi, eiga
vissulega enn erindi inn í þjóð-
málabaráttuna. Sumum gætu
þau orðið áminning, öðrum
hvatning og höfundinum von-
andi tilefni til að láta nú gjörðir
fylgja orðum.
E.K.G.
frumvarpinu.
Friðrik Sophusson bendir
jafnframt á að ástæðan fyrir
þessum sérkennilegu aðgerð-
um virðist vera sú að nota eigi
2,3 milljarða króna, sem áður
fóru til niðurgreiðslu á olíu, til
einhverra allt annarra hluta,
en síðan verði lagðir á nýjir
skattar. —„Slík framkoma
byggist á því að nýta sér bág-
indi fólks til að auka skatt-
heimtuna og þar með ríkisum-
svifin, á fölskum forsendum,"
segir Friðrik í grein sinni.
Fyllsta ástæða er til þess að
taka undir þessi orð þing-
mannsins. Það er óhugnalegt
til þess að vita, að stjórnvöld
lúti svo lágt að seilast dýpra í
vasa skattborgara undir yfir-
varpi aðstoðar við fólk á olíu-
kyndingarsvæðunum. Slíkt á
ekkert skylt við byggðastefnu,
en er hins vegar til þess fallið
að kasta rýrð á starf þeirra
mörgu er hafa reynt að bæta
kjör og aðstæður þeirra er í
hinum dreifðari byggðum búa.
Hráskinnaleikur
Aukin atvinnutækifæri
ATVINNA
Vélvirkinn s/f óskar aö ráöa skrifstofu-
mann. Þarf aö geta unnið sjálfstætt.
Viljum einnig ráöa járniönaöarmenn.
Upplýsingar gefur
Víðir í síma 7348
og 7272.
Vélvirkinn s/f
Bolungarvík
Skákmeistarar á ferð
Framlwlcl af bls. I
bændur eftir 3fr af þeirri launa-
hækkun. sem þá átti að koma til
framkvæmda eins og launastétt-
irnar í landinu. í staðinn heitti
rikisstjórnin sér fyrir ýmsum fé-
lagsmálapðkkum fyrir launþega
en bændur fengu fyrirheit um
setningu laga um forfalla- og af-
leysingaþjónustu. voru þau log
samþykkt í maí s.l. Félagslegar
aðgerðir til hagsbóta fyrir laun-
þega munu þegar fyrir nokkru
komnar til framkvæmda en for-
fallaþjónustan er ekki enn tekin
til starfa.
Afleysingamennirnir verða
starfsmenn búnaðarsamband-
anna. hins vegar skal ríkissjóður
samkv. lögum leggja fram fé til
að greiða föst mánaðarlaun fyrir
40 st. vinnuviku. Viðkomnandi
bóndi greiðir ferðakostnað og yf-
irvinnu og skaffar fæði og hús-
næði. Greiðsla ríkisins er ein-
göngu bundin forfallavinnu
vegna veikinda bænda. afleys-
ingavinnu vegna orlofs verða
bændur sjálfir að borga.
Útgjöld ríkissjóðs verða um 290
millj. kr. miðað við verðlag I.
mars s.l. og 60 stöðugildi eins og
leyfilegt er aö hámarki samkv.
lögunum. Þessi kostnaður ríkis-
sjóðs verður þvi um 65.900 kr. á
hvern bónda i landinu á núver-
andi verðlagi. Til samanburðar
má geta þess að launahækku.n sú
sem bændur afsöluöu sér l. des.
I978 nam 181.000 kr. að meöal-
tali á hvern bónda. sem neytend-
ur heföu annars orðið að greiða i
hærra verðlagi búvara. Á launaliö
verðlagsgrundvallarins nú næmi
3'í hækkun 300.000 kr. Útgjöld
ríkissjóðs til forfallaþjónustunnar
verða þvi miklu lægri fjárhæð en
bændur landsins hafa gefiö eftir
af launum sínum i þessu sam-
bandi.
Lögin um forfalla- og afleys-
ingaþjónustuna eiga að koma til
framkvæmda á þessu ári. í nýút-
komnu fjárlagafrumvarpi rnun
gert ráð fyrir 46 millj. kr. framlagi
til starfseminnar eða sem nægir
fyrir árslaunum u.þ.b. I0 slarfs-
manna eða sjötta hlut þess sem
lofað hefir veriö.
Engilbert Ingvarsson
Minning -
HJÁLMAR
Framlialtl af bls. 4
hallað þó að við segjum að hjónin
Sigríður Ágústsdóttir og Gunnar
Þórðarson hafi reynsl þeim ein-
stakir vinir eða öllu heldur sem
u m h yggj usam i r foreId rar.
Margrét og Hjálmar eignuöust
fjögur börn:
Ingveldur Lilja. fædd 10.5.66.
Sverrir Halldór f. 6.9. 69.. Petrina
Guðrún f. 28.5. 78. Klarti Berg-
lind f. 4.9. 79. Margrét á af fyrra
hjónabandi soninn Einar Steins-
son f. 3.4. 63.
Við biöjum þann sem öllu ræð-
ur að styrkja eiginkonu og börnin
ungu i þeirra miklu sorg.
Endurminningar um góðan
dreng og vissa um lífiö eflir dauð-
an munu lina sárustu þjáningar.
Tryggoröur, trúnað festum,
til ódugnaðar hvergi brá,
ei var tál auðnu-hresstum,
eður lausmælgi fundin hjá,
einlægur út af hjarta,
ásthugull vinum þó,
siðgæðisblómann bjarta,
bar víst, en ekki dró,
þroskaði dygðum þanninn,
þægur sitt unga líf,
framleiddi fjörs um ranninn,
fast við þá sögu ég blíf.
Úr Þorláksveri.
Við sendum fjölskyldu Pélurs
V. Jóhannssonar skipstjóra og
fjölskyldum sjómannanna allra.
sem fórust við ísafjarðardjúp
þennan sorgardag okkar innileg-
ustu sanuiöarkveöjur.
Sigrún og Kári.
Tveir stórmeistarar hafa
látið gamminn geisa við
skákborðin í Bolungarvík,
undanfarið. Það eru þeir
Jón L. Árnason og Walter
Browne, frá Bandaríkjunum,
Báðir uðru þeir kumpánar
sigursælir. Jón tefldi á 24
borðum. Vtmn hann I9 skákir
og gerði fimm jafnlefli.
Browne. lefldi hins vegar á 40
borðum. og sigraði í 37 þeirra.
Tveir Bolvíkingar. þeir Daði
Ciuðmundsson og Ciuðmundur
Ciuðfinnsson voru honum of-
jarlar og Ciuömundur F.inars-
son gerði jafntefli við hann.
Browne lagði slund á fleira
en skáklisl í Bolungarvík. Á-
saml bolviskum Lions - mönn-
um og Einari S. Eintirssyni.
formanni skáksambands ís-
lands. gæddi liann sér á Ijúf-
fengum sjávarréttum á kútt-
magakvöldi. sem Lions klúbb-
urinn efnir til árlega. Er það
skoöum margra Bolvíkinga að
kjarnarík sjávarfæðan luifi
aukið skákmeistaranum mjög
þrólt við skákhoröiö.
Eins og að jafnaöi. er mikið
líf í skákinni i Bolungarvik.
.lólahraðskákmót drengja var
háð á milli jóla og nýárs. Sig-
urvegari varð Kristján Heiðar
Pálsson. en næstir honum
komu þeir Kagnar Sæbjörns-
son og Magnús Arnórsson.
Hraðskákmól fór fram i des-
ember. Var teflt eftir Monrad
kerfi. luiælftíma skákir. Sigur-
vegari varð Daöi Guðmunds-
son.
AÐALFUNDUR
Sæfara, félags sportbátaeigenda
á ísafirði, verður haldinn í Sjómanna-
stofunni á ísafirði sunnudaginn 13. apríl
1980 kl. 13:30
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Skipulag sumarstarfsins
3. Önnur mál
Félagar eru hvattir til aö mæta og
vinsamlegast aö greiöa félagsgjöldin fyrir
áriö 1979 sem allra fyrst. <ít iórnin