Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.03.1980, Blaðsíða 3

Vesturland - 28.03.1980, Blaðsíða 3
3 laus vinna. ósérhlífni og um- hyggja fyrir hcimili og fjölskyldu. Pétur Jóhannsson var hávaöalaus maður. hógvær og dagfarsprúðui og lagði cngum nianni illt til. I vinahópi á góðri stund brá hann þó gjarnan á glaðværð og glens og margar ánægjulcgar minning- ar á cg. scm þessar línur skrifa um notalcgl rabb að kvöldinu. þcgar Pétur var kominn i land af sjón- um. um mcnn og málefni. sjó- mcnnsku og aflabrögð og sitthvað fleira. er á döfinni var. Þau Pétur og Sigriður eignuð- ust fjögur falleg og mannvænlcg börn. Þau cru: Páll Ægir 21 árs við nám í Stýrimannaskóla ís- lands. mikill efnispiltur. mcð hug- ann allan við sjó og sjömennsku. Hann var ckki hár i loftinu. þcgar hann hóf róðra með pabba sínum á Vísi. Hin þrjú yngri í föðurhús- um eru: Kristín 15 ára. Hannes Sigurður bráðum 10 ára. og svo litli Pétur Valgarð 5 ára. Pétur átti auk þcss einn son. áður cn hann kvæntist. Guöberg 27 ára. scm búsettur er á Tálknafirði. Ég vcit að Sigríður hefur tckið þessu þunga áfalli cins og hctja. og víst á hún dýran auð í garði. þar scm cr barnahópurinn hcnn- ar. sem nú nýtur styrks og hugg- unar undir verndarvæng kær- leiksríkrar móður þcssa sorgar- daga. Ástríkir foreldrar hennar standa þeim öllum við hlið. sem og annað frændlið og vinir á Bíldudal. í svo litlu byggðarlagi á hvert mannsbarn hlutdeild í sorg og söknuði ástvina hina tvcggja ágætismanna. sem nú cr séö á bak. Ég og fjölskylda mín vottum Sigriði vinkonu minni og hennar fólki öllu okkar innilcgustu sam- úð og þökk fyrir elskulega vináttu á liðnum árum. Einnig Margréti Einarsdóllur. konu Hjálmars Ein- arssonar og ungu börnunum hennar fjórum. Sómamanninum Sigurði Ciísla- syni frá Selárdal. hcimilisvini þeirra Sigriöar og Péturs. scm búið hefur hjá þcim undanfarin ár að Dalbraut 18. scndi ég cinnig einlægar samúðarkvcðjur. vcgna andláts Cicsts bróður hans. cr fórst i bifreiöaslysi á Hálfdáni af völdum mannskaðaveðursins. sem varð sjómönnunum sex að grandi. Góöur Guö veili ástvinum þeirra öldum huggun og styrk i sorg þcirra. kjark til að liorfa vondjörf fram á veginn mól hækkandi sól. til vorsins i nánd. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur. Laus staða Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á skattstofu Vestfjarðaumdæmis. Skrif- leg umsókn sendist undirrituðum fyrir 10. apríl n.k. ísafirði 14. mars 1980 Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi Bifreiðin í 1053 Audi 100 G.T. árgerð 1975 er til sölu. Upplýsingar gefur Halldór Pálsson í síma 3607 Minning PÉTUR Framluiltl af bls. 4 Báturinn hans. Vísir. I6 tonna eikarbátur. smiðaður hjá Marscl- íusi I943. hafði rcynst honum mikil happafleyta. og Pétur búinn að endurbæta hann og endur- Byggja. svo að allir vissu. að hann gaf ekki hinum yngri eftir að traustleika og sjófærni. í siðustu sjóferð Péturs á Vísi mun hann hafa átt varla meira cn slcinsnar ófarið i höfn. þcgar yfir lauk í •rylltum veðurham og sortaéli. har mátti víst ckki sköpum renna. I samtali nú á dögunum við Sigríði. eftirlifandi konu Péturs. rifjaði hún upp gamlan draum. er hún hafði sagt mér fyrir nokkrum hrum. cn ég var búin að gleyma. Það var Kristínu. móður Péturs. sem dreymdi þcnnan draum. þeg- ar hún ung stúlka um tvítugt stundaði nám hér syðra við Kvennaskólann í Reykjavík. Kristinu fannst hún stödd hcima a Bildudal og sá þá allt í cinu sortaský á himni. er bar yfir frá suðvestri í átt til norðurfjalla. í skýinu sá hún bregða fyrir tölunni '980. Kristín sagöi tengdadóttur sinni frá þessum draumi. þcgar Sigríður gekk með yngsta son þeirra Péturs. sem nú er fimm ára °g ber nafn föður síns. Pétur ^algarð. cn Pétri eldra sögðu þær a'drei drauminn. Kristín gerði sér vissar hugmyndir um þýðingu hessa draums. sem þó tcngdust ekki á neinn hátt þeim mikla sorgardegi 25. fcb. 1980. Með heim mæðginum. Kristínu og Bétri var alla líð mikið ástríki. É'valdi hún löngum á sumrum með fjölskyldu hans heima á Bíldudal. eftir h ún fluttist búferl- um ti| Reykjavíkur árið 1971. Kristín cr látin fyrir þremur ár- um. Pétur var mikill hamingjumað- ur i sínu einkalífi. Árið I959. I0. sept. gekk hann að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína. Sigríði Páls- rdóttur. Hannessonar hrcppstjóra a Bíldudal. af Vatnsfjarðarætt. og konu hans Báru Kristjánsdóttur frá Húsavík. af Þingeyskum ætt- um. Sigríður er vel gefin mann- koslakona og hjónaband þcirra Péturs eins farsælt og hamingju- nkt og best varö á kosið. svo að har bar aldrei skugga á. Pétur var einstakur heimilisfaðir og hau hjonin samhent í bcsta lagi. cnda heimilisbragur allur til fyrir- myndar á hinu fallcga og hlýlega heimili þeirra að Dalbraut I8 á B'ldudal. Þar liggur að baki þrot- Minning Framlwld af hls. 4 ur i starfi sínu á sjónum. Það vita allir scm liann þekklu. að liann átti fáa sina líka hvað það snerti. Enda gat ckki hjá þvi farið að slíkum manni fyígdi mikil afla- sæld i starfinu. Hann var ungur að árum og við hann voru miklar vonir tcngdar bæði af föður hans og bróður. en þeir feðgar allir hafa veriö miklir atorkumenn á sviði rækjuverkunar og útgerð þar aö lútandi. Haukur var nýbúinn að festa kaup á stærri bát. sem hann ætlaði raunar að vera byrj- aður á við veiöarnar. en atvikin höguöu því þannig til. að það dróst fram yfir þann tíma. scm ætlað var. Mcð Hauki i skiprúmi var Daniel Jóhannsson. kornung- ur og efnilegur sjómaður. scm hafði í nokkur undanfarin ár vcr- ið háscti á skuttogara héðan frá ísafirði. cn fyrir rúmu hálfu ári langaði hann að breyta lil og starfa á smærri bátum um tíma. Mjög vcl fór á mcð þeini Hauki og Daníel cnda Danícl mjög dug- lcgur sjómaður. sem fylgdi skip- stjóra sinum fast eftir. Mcð þcssum fáu minningar- orðum. viljum viö þakka þcssum félögum okkar fyrir samfylgdina á liðnum árum. Við munum ávalt minnast þeirra mcð söknuði. Stórl skarð cr höggvið í raöir okkar. Viö scndum eiginkonum. börnum og forcldrum þcssara fé- laga okkar innilcgar samúðar- kveðjur og við biðjum Guð að styrkja þau á þcssum döpru skiln- aðartím um. Þá sendum við cinnig innilegar samúðarkvcöjur til fjölskyldna Péturs V. Jóhannssonar. skip- stjóra og Hjálmars Einarssonar. scm fórust mcð rækjubátnum Visi frá Bíldudal þennan sama dag. Guð styrki ykkur öll. Rækjusjómenn við Isafjaröardjúp. /-----------------------------------\ Aóalfundur Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. maí 1980, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 15. grein sam- þykktanna. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, 25. til 30. apríl. Stjórnin EIMSKIP yimmmm \^J ean» swmaaam ðaáamaxmmmm NÝ AFGREIÐSIA TÁLKNAFIRÐI AUKIN ÞJÓNUSTA Landsbanki íslands, Bíldudal, hefur opnað afgreiðslu á Tálknafirði. Afgreiðslan verður opin fyrst um sinn á mánudögum og föstudögum kl. 12.00 til 15.00. Sími 94-2579. Afgreiðslan á Tálknafirði annast öll innlend og erlend bankaviðskipti. LANDSBANKINN Banki alhxi landsmanna JÓN FR. EINARSSON Byggingaþjónustan Bolungarvík Símar: 7351 og 7353 Bolvíkingar - nágrannar! Gólfdúkar og gólfteppi í miklu úrvali Einnig spónaplötur í mörgum gerðum Allarbyggingavöruráeinumstað

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.