Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2005, Side 13

Bjarmi - 01.09.2005, Side 13
nauðsyn að hleypa andanum að svo hann geti úthellt kærleika Guðs í hjörtum okkar3 - því kærleikurinn og hræsnin fara ekki vel saman og hræsnin mun vlkja fyrir krafti andans. Kirkja Krists er fyrir syndara og hræsnara4. Stofnandi hennar sem var án syndar og hræsni hefur þegar greitt fyrir hræsni okkar og synd - með blóði sínu. Engin önnur stofnun, manneskja eða trúarbrögð eru með betra tilboð fyrir syndara og hræsnara sam- tímans. Það eru góðar fréttir; fyrir Þránd og hræsnarana, já, okkur öll. Um hvað snýst málið? II Vér erum smlð Guðs, skapaðir I Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum ieggja stund á þau. (Ef. 2:10) Höfundur er kennari, kristniboði og málanemi í Eþíópíu rschram@nlm.is Ljónið, nornin og skápurinn: Kvikmynd byggð á sögu C. S. Lewis frumsýnd í desember í desember verður frumsýnd fyrsta myndin um bókaflokk C. S. Lewis um ævintýralandið Narníu. Heitir myndin Ljónið, nornin og skápurinn. Bækurnar í bókaflokknum eru sjö talsins og komu út á íslensku fyrir nokkrum árum. Sögur C. S. Lewis hafa sterka skírskotun til kristn- innar og munu kvikmyndirnar um þennan ævintýraheim án efa vekja athygli á sögunum og erindi þeirra til okkar. Betur verður gerð grein fyrir ævin- týralandinu Narníu i næsta tölublaði Bjarma. Kvikmyndin verður frumsýnd á íslandi á annan dag jóla. 1 Þó svo að þessi saga eigi sér enga stoð í raunveruleikanum hafa fjölmargir yfir- lýstir kristnir einstaklingar sem vel eru/voru liðnir stundað meiri og verri verk en hér eru nefnd, með eða án vitundar annarra. 2 Lúk.19:1 -10 3 „En vonin bregst oss ekki, þvi að kærleika Guðs er úthellt i hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn." (Róm.5:5) 4 „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta , heldur syndara (til iðrunar).'1 (Mark.2:17), (Matt.9:12-13) og (Lúk.5:31 -32) Heimasíða til hjálpar gegn klámfíkn Með tilkomu internetsins hefur aðgangur að alls kyns klámefni orðið mjög auðveldur og þeir sem halda úti slíkum siðum hafa séð sér leik á borði og sent slíkt efni í tölvur fólks. Það tilheyrir fortiðinni að klámefni sé falið og að fólk þurfi að leita uppi búðir þar sem hægt er að kaupa eða skoða klámblöð. Margir karlmenn hafa því freistast til að nýta sér tæknina. Afleiðingarnar eru margvíslegar. Margir eru haldnir klámfíkn sem birtist meðal annars á þann hátt að eðlilegt kynlíf i hjóna riðlast og mörg hjónbönd hafa farið i vaskinn vegna þessa vandamáls. Það sem er nýtt við klámbylgju samtímans er að það eru ekki aðeins karlmenn sem eiga í vandræðum vegna kláms heldur einnig konur. Vandamálið er útbreiddast á meðal ungra karl- manna. Ungir menn i Bandaríkjunum sem vilja hjálpa fólki til að losna undan þessu hafa sett á stofn vefsíðu á slóðinni www.xxxchurch.com. Þar er meðal annars að finna efni fyrir þá sem vilja losna undan klámfíkn og forrit til verjast þvi að klám geti ratað í tölvurnar þeirra eða að þeir komist inn á klámsíður. Þar er einnig hispurslaus umfjöllun um þetta efni.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.