Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2005, Síða 17

Bjarmi - 01.09.2005, Síða 17
fætur ööru. Við erum ekki að biðja þig um peninga; við erum að biðja um rödd þina.“ Burt með skuldir — betri hjáip og réttlátt viðskiptaumhverfi Á fundi félags Sameinuðu þjóðanna þann 7. september síðastliðinn var bent á að fáir vilja styðja allra fátækustu ríkin sem flest eru stríðshrjáð af eigin völdum eða annarra og því er óöryggi mikið. Stríð vara að jafnaði í sjö ár. Flestir þeirra sem deyja eru óbreyttir borgarar. Samspil fátæktar og stríðs er mikið. Að eyða fátækt er að vinna að friði. Mannréttindi eru réttur til lífs og öryggis. Um 2,8 milljarðar manna teljast fátækir, eða um einn þriðji hluti mannkyns. Fátæk ríki heims eru að sligast undir greiðslubyrði lána frá ríkari löndum eða Alþjóðabankanum. Eþíópía er á meðal landa með lægstu lífskjörin. Þjóðartekjur á mann hafa lækkað þar á undan- förnum árum. Árið 2002 eyddi landið tvisvar sinnum meira f skuldagreiðslur en í bættan aðgang að hreinu vatni. Margt hefur breyst til batnaðar í þeim heimi sem við byggjum. En enn er margt ógert. Sem betur fer eru fleiri og fleiri að vakna til vitundar um þennan veru- leika. Meginmarkmiðin eru þríþætt: Að gefa upp skuldir fátækra ríkja, veita betri og meiri hjálp en verið hefur og koma á réttlátum við- skiptaháttum í stað frjálsrar verslunar. Fátækt í Biblíunni Við lestur Gamla testamentisins sjáum við að fátækt fólk var alla tíð á meðal lýðsins á öllum tímaskeið- um í sögu ísraelsþjóðarinnar. Ástæðurnar gátu verið margar: Náttúruhamfarir eða þurrkar, innrás óvina í landið, kúgun nágranna eða ofnýting landsins. Hin betur stæðu f samfélaginu voru skyldug til að styðja við bakið á þeim sem fátæk- ari voru (5. Mós. 15:1-11). Stærsti áhættuhópurinn voru munaðar- lausir, ekkjur og landlausir útlend- ingar, en þetta fólk sætti oft kúgun. Spámennirnir minntu oft á ábyrgð lýðsins gagnvart fátækum og bentu á að Drottinn sjálfur væri vörn þeirra og réttlæti. Viða í Sálmunum má finna harmakvein yfir því að auðurinn virtist rata í rangar hendur. Ef ein- ungis er horft til eigna manna virtist litið vit í að þjóna Drottni. En hinir spilltu biðu dóms síns og hin réttlátu áttu það sem mestu skipti - þekkinguna á Drottni sjálfum (sjá t.d. Sl. 73). Á tímum Nýja testamentisins hafði verið komið á skattheimtu af ýmsu tagi meðal Gyðinga. Trúlega þénaði það fólk vel sem tengdist Rómverjum og nutu forréttinda þeirra meðan margir lifðu í fátækt. Lærisveinahópur Jesú var misvel stæður en hinir tólf sem hann útvaldi og hafði næst sér lifðu af sameiginlegum sjóði. Jesús minnti þá á að lifið með honum þýddi að óvíst væri hvar þeir myndu gista næstu nótt. Engu að síður studdu þeirfátæka (Jh. 13:29). Jesús talar ekki um jarðneskar eignir sem illar, heldur hættulegar. Hin fátæku virðast oft hamingju- samari en hin ríku þar sem þau eiga auðveldara með að setja traust sitt á Guð. Sýna bar fátækum gest- risni og gæta þess að færa þeim gjafir (Lk. 14:12-14 og 18:22). Engu að síður er tilbeiöslan mikil- vægari en ölmusurnar (Jh. 12:1-8). í frumkirkjunni var gerð tilraun með sameiginlegan efnahag (Post. 2:41-42 og 4:32) sem varð í byrj- un til að afnema fátækt en hefur oft verið álitið ástæða þess að söfnuð- urinn varð gjaldþrota nokkru siðar. Mikilvægur þáttur í starfi Páls postula fólst i því að safna fjármun- um til hinna kristnu í Jerúsalem (Róm 15:25-29 og Gal 2:10). i Jakobsbréfi (2:1-7) er varað við því að mismuna mönnum vegna eigna. Ríkidæmi safnaðarins í Laódíkeu (Op. 3:14-21) var í hróp- andi andstöðu við andlega fátækt hans. Ein öflugasta framsetning Biblí- unnar um örlæti, gjafir og fátækt er að finna í 2. Korintubréfi, 8-9. Páll setur gjafir okkar í samhengi við gjöf Guðs í Jesú Kristi, sem gerðist fátækur okkar vegna til þess að við mættum verða rík í honum. Að þora að gefa og ganga veg fátæktar eins og postularnir gerðu, leiðirtil andlegrar blessunar eins og líf postulanna sjálfra vitnar um (2. Kor. 6:10). Sá sem kúgar snauðan mann, óvirðir þann erskóp hann, en sá heiðrar hann, er miskunnar sig yfir fátækan. (Orðskviðirnir 14:31) Að lokum Þegar hagnaðinum af sölu Símans var skipt fyrir skömmu hafði enginn hugsun á því að veita svo sem einum milljarði til fátækra þjóða heims, þrátt fyrir velmegun okkar hér á landi. Fátækt er útbreiddur vandi. Við getum öll gert eitthvað. Ríkisstjórnir geta gert mun meira. Við getum látið í okkur heyra og þrýst á aðgerðir öðrum til góðs og blessunar. Heimildir: www.makenovertvhistorv.nm IDEA, July/August 2005 Marshall, Millard, Packer og Wiseman: New Bible Dictionary. Third Edition. ivp Leichester 2004. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og ritstjóri Bjarma. ragnar@sik.is 17

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.