Bjarmi - 01.09.2005, Blaðsíða 29
rússneskt lag og Davíðssálmar
voru sungnir með Taizélagi á
morgnana en gregorskum söng á
kvöldin. Rammann myndaði hin
gamla tíðagjörðahefð.
Helgihaldið er þó hvorki fyrst og
fremst eitthvað sem púslað hefur
verið saman úr ýmsum áttum né er
það mótað sem skrifborðsvinna.
Það hefur vaxið fram i bænasam-
félaginu og sömu þarfir og sama
uppsprettan, Biblían, leitt það í
sama farveg og kirkjuna forðum.
Frumherjarnir urðu þreyttir á eigin
bænum og einhæfni bænalífsins
þegar svo mikið var beðið. Þá kom
til sérstæð handleiðsla Drottins er
Lærisveinahópurinn leitaði ráða hjá
kvekara sem tengdur var amerískri
bænamiðstöð. Engin kirkjudeild er
andsnúnari föstum formum í helgi-
haldi en kvekarar. Samt ráðlagði
kvekaraleiðtoginn Douglas V. Steere
að nota orð Biblíunnar i bæn - á
þeim yrði fólk ekki þreytt. Úr varð
einfalt tíðagjörðaform en jafnframt
með möguleika á bæn frá eigin
brjósti. Hefti frá Heimsráði kirkna,
sem var afarfjarlæg stofnun, hafði
mikil áhrif en grunntónn þess var
himnaför Jesú og sérstaklega bent
á Ef. 4.10: „Sá, sem steig niður, er
og sá, sem upp sté, upp yfir alla
himna til þess að fylla allt.“
Með upphafsorðum úr páska-
kveðju Austurkirkjunnar er fyrsti
liður morguntíðagjörðarinnar á
Sandom og víðar svohljóðandi í
íslenskri þýðingu:
L. Drottinn er upprisinn.
Sv. Já, sannarlega er hann
upprisinn.
L. Kristur er stiginn hátt upp yfir
alla heima.
Sv. Hann fyllir allt.
L. Jesús lifir.
Sv. Hann er mitt á meðal okkar.
(Verið hljóð og hugsið um
nærveru Krists).
Framlag kyrrðardagahreyfingar-
innartil skilnings og samvinnu milli
kirkjudeilda er ótvírætt með því að
leiða saman hefðir og fólk úr ýms-
um kirkjudeildum í áherslu á sam-
félag við Jesú Krist. Ásamt ýmsum
öðrum sendi Sandomhópurinn út
ákall um kristna einingu og bauð til
bænaviku í Dómkirkjunni í Ósló
þegar árið 1962.
Norsku kyrrðarsetrin
Um 1980 hófst uppbygging fleiri
kyrrðarsetra. Andreasstiftelsen
eignaðist sinn stað i N-Noregi í
samvinnu við Soltun-lýðháskóla og
Tomasgárden, hjá Kornsjo við
Halden, hóf starfsemi og einnig Lia
Gárd í Austurdal sem nú er stærst
slíkra setra i landinu og nýtur ein-
stakrar náttúrufegurðar við
Storsjoen. Lia Gárd, sem hjónin
Ingeborg og Sigmund Bo hafa rekið
frá upphafi, er brautryðjandi í fjöl-
skyldukyrrðardögum en annars
með margþætta starfsemi. Þar
stóð t.d. yfir lokalota námskeiðs
um andlega leiðsögn, sem enskt
teymi leiddi, þegar undirritaðan bar
að garði í nýliðnum ágústmánuði.
Kyrrðarsetrin, en af þeim er
meira en heil tylft, bjóða kyrrð og
skjól frá hávaða og hraða nútíma-
samfélags i fagurri náttúru.
Diakonissuhúsið í Ósló býður þó
upp á „Kyrrð í borginni". Dagurinn
er rammaður inn af reglulegu helgi-
haldi en annars jafnan lögð áhersla
á þögn og aðstöðu til bænar og
íhugunar og uppbyggilegs lestrar.
Kyrrðarsetrin eru opinn faðmur fyrir
fólk með margvíslegan bakgrunn
og í misjöfnum sporum. Þau eru
staðir undir opnum himni. Þess er
vænst að hver gestur komist í kyrrð
og jafnvægi til að geta heyrt til
sjálfs sín, skynjað sínar innstu til-
finningar og langanir og umhverfið
og geti opnað huga sinn fyrir vitund
um návist Guðs í sköpuninni og þar
með í sjálfum sér. Þessi grasrótar-
hreyfing kynnir fólki afslappað
guðssamfélag sem leiðir til dýpri
sjálfssáttar.
Það mæðir oft mikið á þeim
sem búa stöðugt á kyrrðarsetrum í
mikilli nánd og annast daglegan
rekstur þeirra, umönnun gesta og
daglegt helgihald. En „húsfólkið"
eins og þau kalla sig myndar sterkt
og gefandi samfélag með marg-
víslega dýrmæta reynslu.
Hugleiðsla og leiðsögn
Jesú-hugleiðsla (Jesusmeditasjon)
er eitt af því sem einkennir norsku
kyrrðardagahreyfinguna. Þetta er
gömul hefð í kirkjunni, biblíulestur
með áherslu á að ganga inn í text-
ann, verða eitt með honum, fremur
en að leggja áherslu á röklega