Nýja blaðið - 06.01.1927, Page 2
2
NÝJA BLAÐIÐ
Mjer þykir það ótrúlegt, að þessir
hinir sömu háttvirtu bæjarfulltrúar
muni hafa kjark í sjer til þess,
nokkurntima, að ætlast til, að nokk-
urt „fíflið" gefi þeim eða þeirra
skjólstæðingum atkvæði tii fnlltrúa-
tignar fyrir þenna bæ. En verði
þeir svo langl leiddir að þeir leiti
til „fíflanna" við þessar kosningar
eða aðrar, kalla eg þeirra „karak-
tjer“ undarlegan hlut.
Að endingu ætla jeg að gefa
Jénstúnsfulltruum í bæjarstjórninni
heilræði, sem þeir ættu að hafa hug-
fast er þeir ræða alvörumál, og
breyta þar eftir. lieilræðið er gamalt
rómverkst spakmæli. Bað er á þessa
leið: „Nil nise quid in quaqua re
verissimum est“. Pað þýðir útlagt:
Lkkert cumað en hað sem sannast er
i hverjum hlut.
Einn af „ginningafifluntnn".
Kirkjustæðið.
Brjefsóknarnefndar til bæjarstjórn-
ar sem lesið var upp á síðasta bæj-
arstjórnarfundi, var svo vel rök-
studd andmæli gegn Jónstúni sem
kirkjustæði að vert er að birta hjer
kafla úr því. Sóknarncfndin hafðj
fengið þá Kjartan Jónsson og Fló-
vent Jóhannsson til þess að gera
kostnaðaráætlun við að rýma burtu
húsum á brekkunni, vegalagningu
og lóðarkaup undir veg. Sömuleíð-
is hafði nefndin fengið tilboð frá
túneiganda og nokkrum húseigend-
um. Kom þá í ljós að kostnaður
við kirkjubygginguna á Jónstúni
yrði um 38600 krónum meiri en á
Hvanneyrartúni eða kirkjubalanum.
Síðan stendur í brjefinu:
„Svo mikinrr aukakostnað sjá-
um vjer ekki með nokkru móti,
að söfnuðurinn sje fær um að
ieggja út í á næstu árum. En
engum blandast hugur um, að
kirkja vor er alt of lítil og svo
hrörleg að varla er viðunandi
lengur. — Auk þessa mikla
kostnaðar, hefir Jónstún tvo
auðsæja galla sem kirkjustæði.
Fiest húsin á brekkunni, sem
blasa við frá kirkjudyrunum,
eru smá og snúa bíjkhlið að
kirkjunni og við sum þeirra
eru byggðir fremur óálitlegir
kindaskúrar og fiskhjallar, sem
alt of dýrt yrðí að kaupa burt.
Petta kann þó að lagast og
hverfa með tímanum, en það
gerir hinn gallinn ekki, sem sje
skriðuföllin. Allir sem búa hjer,
vita, að einmitt á þetta tún
falla grjót og aurskriður því nær
árlega, og auk kostnaðarins,
sem oft er mikill af þessu er
hjer gífurlcg hætta að byggja
jafn dýrt og vandað hús.
Eins og hjálagt vottorð Fló-
vents Jóhannssonar ber með
sjer. hefir hættan verið svo bráð
síðastliðið sumar, að veganefnd
verður við tilmælum túneiganda
Jóns Guðmundssonar um björg-
un, an þess að hún þyrði að
bíða eftir Ieyfi bæjarstjórnar.
Vjer lítum svo á að stór á-
byrgðarhluti sje það af hálfu
hins opinbera, að fara að reisa
þarna stórhýsi.
Af ofantöldum ástæðum, leyf-
sóknarnefndin sjer, eftir ná-
kvæma og ítarlega yfirvegun,
að leggja eindregið á móti því,
að kirkjan verði reist á Jóns-
túni.
Pessi rök ásamt fleirum rjeðu
Jónstúnsmenn ekki við, sem ekki
var við að búast, snerist því vörn
þeirra í reiði og miður viðeigandi
hnútukast til andstæðinganna. Kvað
svo ramt að þessu, að H. Th. varð
sjer til stórrar minkunar á fundinum
Er leitt til þess að vita, að þeim FI.
Th. -og Guðm. Skarph. skuli hafa
tekist að hleypa æsingu i þetta mál
og vekja sundrung urn það og ein-
kennilegt að það virðist, sem ekki
allfáir verkamenn fylgi fast fram
Jónstúni. Virðast þeir trúa því, að
þessar 'ca. 40 þús. kr. sern Jóns-
tún kostar meira en aðrir staðir,
renni til þeirra sem vinnulaun að
miklu leyti. En þetta er hreingsta
fjarstæða. Að eins vinna við gðt-
una fellurtijjbæjarbúa, alt hitt rennur
fyrst og fremst í vasa túneigarida og
svo húsa og lóðaeigenda. Yfir 250
manns óskar að hafa kirkjuna á
kirkjubalanum, eða, ef það fæst ekki
þá að hafa hana á Hvanneyrartúni.
— Að eins 90 (þar á meðal margí
ungviði sem engan kosningarjett
hefir) vill kasta 40 þús. krónum í
Pjetur eða Pál til þess að komast
að Jónstúni með hana.
Fjármálamaðurinn Jón Porláks-
son sker úr þessari þrætu á endan-
um. — Jónstún verður aldrei keypt
eða notað undir kirkju.
Borgari.
Bæjarfrjeítin
Rafljósin.
Undanfarna daga hefir rafljósa-
nefndin verið að setja raforkumæla
í húsin þar sem enn voru hemlar.
Ennfremur er nú þessa daga verið
að „rukka“ inn ljósgjaldið og „lesa
á mælana“. Hver sá er eigi greiðir
skuld sína er „rukkarinn" krefur,
hefur, samkvæmt rafljósareglugerð-
inni, fyrirgert rjetti sínum til ljósa
uns greiðsla fer fram. Skal þá þrjót-
urinn sitja í myrkri þangað til aur-
arnir koma í vasann. Nú er marg-
ur auralítill og því við búið, að ljett-
ist á vjelunum í bráðina.
Leikfielagið mun að öllu forfalla-
Iausu leika nú um næstkomandi
helgi. Hafa æfingar gengið seinna
en búist var við vegna lasleika leik-
enda þyi hjer hefur gengið slæm kvef-
pest undanfarið. Er leikfjelagið nú
í undirbúningi með að æfa viðfangs-
mikið leikril.
Kvenfjelagið „Von“
lfefir undanfarna fjóra daga hald-
ið hinar vinsælu barnaskemtanir
og gamalmenna. Er margur í mik-
illi þakklætisskuld fyrir þessar góðu
skemtanir. Börnin þekkja nú orðið
vel þessa árlegu gleði og hlakka til
hennar, mörg hver alt árið. Vel sje
kvenfjelaginu „Von“ fyrir þenna sið.
Eldur
varð laus i verslunarbúð Helga
kaupmanns Iiafiiðasonar aðfaranótt
4. þ. m. Varð eldurinn. slöktur áð-
ur en mikið tjón varð að. Hafði
kviknað út frá öskukassa, er stóð
fyrir framan búðarborðið, var þó
aska sú frá því á gamlársdag
en eldur hafði leynst í henni. Ættu
menn að gæta þess vel, er menn
fieygja ösku, að ekki sje í henni
falinn eldur.
Ábyrgðnrm. Sophus Árnasson.
Sigluíjarönrprentsmiðja. 1927,