Heilbrigðismál - 01.04.1953, Side 2

Heilbrigðismál - 01.04.1953, Side 2
2 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL En í millilandaflugi þarft oft að fara miklu liærra. Ský og vindar, sem flugmennirnir vilja komast hjá, ná iðulega hátt upp í loftið, allt upp í 7600 metra (25000 fet) og í hitabeltunum allt upp í 12000 metra. Til þess að geta flogið fyrir ofan allar þær truflanir sem ský og vindar valda eru flugvélamar þannig útbúnar að lofti er dælt inn í farþegarúmið og haldið þar álíka miklunr loftþrýstingi og annars er í 2400 metra (8000 feta) hæð. Jafnvel þótt sjúklingar séu í vélinni þarf sjaldan að gefa þeim súrefni við þann þrýsting. Breyting d loftþrýstingi. Hver sem hefur dælt lofti í gúmmíslöngu á reiðhjóli eða bíl, hefur haft tækifæri til að sannfæra sig um hvernig þrýstingurinn af loftinu eykst að sama skapi sem því er þjappað meira saman. En hann minnkar líka að sam skapi sem loftið þynnist, og þetta gerist ekki aðeins utan líkamans, heldur einnig inni í honurn. í þörm- unum er ávallt loft, sömuleiðis í miðeyranu og í blóðinu er loftið upp- leyst. Allt getur þetta breytzt og orðið til óþæginda við breytingar á loftþrýstingi umhverfisins. Eyrað er mjög nærnt fyrir breytingum á loftþrýstingi. Ef hann minnk- ar þynnist loftið í hlustinni, þenst út og leitar út í gegnum kokhlustina, þar sem það tæmist niður í kokið. Þannig helzt jafnvægið í heilbrigðu eyra. Oft er erfiðara fyrir loftið að komast frá kokhlusinni inn í eyrað þegar þrýstingurinn eykst, og eyrað er svo næmt fyrir mismun á þrýst- ingi, að það er t. d. algeng reynsla manna í Nevv York að fá hellu fyrir eyrun, þegar farið er niður með lyftu í skýjakljúfunum þar. Hljóðhimn- an bungar þá inn og kokhlustin leggst saman og þetta tekur sig út eins og hella fyrir eyrunum. Þegar menn koma út úr flugvél er algengt að menn hafi mikla hellu fyrir eyrunum af þessari orsök. Kemur þetta fyr- ir ef kokhlustin er að einhverju leyti stífluð af bólgu í kokinu, en þess þarf ekki til, því að þegar loftið í hlustinni þéttist, hættir kokhlust- inni til þess að dragast saman, þannig að veggirnir límast saman, svo að ekkert loft kemst í gegnum hana. Hljóðhimnan dregst þá inn og blóðið sogast inn í hlustina og getur jafnvel koniið fyrir að liljóðhimn- an rifni, ef þrýstingsmunurinn er mikill og skyndilegur. En þótt liljóð- himnan haldist heil, og hún bilar mjög sjaldan, þá geta menn fengið töluverðan hlustarverk og jafnvel liljóm fyrir eyrun og svima. Við far- þegaflug er þess gætt að lækka vélarnar hægt og hægt, svo að þrýstingur- inn breytist ekki skyndilega, og verða menn þá ekki annars varir en hellu fyrir eyrunum. En hún getur verið svo mikil, að menn heyra illa og hafa mikla ónotatilfinningu í eyrunum. Til þess að draga úr þrýst- ingsbreytingunum í eyranu er farþegunum oft gefið tyggigúmmí þegar flugvélin er að lækka sig, því að hreyfingin á kjálkunum hjálpar til þess að halda kokhlustinni opinni. Þrátt fyrir það vilja menn fá hellu

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.