Alþýðumaðurinn - 15.12.1988, Blaðsíða 16

Alþýðumaðurinn - 15.12.1988, Blaðsíða 16
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýöuflokksfélag Akureyrar Blaöstjorn: Oskar Alfreðsson. Haraldur Helgason. Jorunn Sæmundsdottir Urgangur og umhverfið norðan bæjarins gæti orðið sú að samið verði við bændur sem þar búa um ræktun þessara belta á jörðum þeirra með stuðningi Garðræktar, Skógræktarfélagsins og fl. aðila. Fyrir nokkrum árum kom fram sú hugmynd að gera sérstakar ráðstafanir til að varð- veita bæjarsvæðið í landi Ytra- Krossaness ásamt strandlengj- unni frá Þórsnesi út á Sílastaða- tanga. Unnið er nú að þessum málum og vonandi takast samn- ingar við eigendur sem fyrst. Krossanesland er kjörið til úti- vistar fyrir margra hluta sakir. Það hafa fundist alls um 170 teg- undir plantna á hinu fyrirhugaða útivistarsvæði og það furðu mikið á svo tiltölulega litlu svæði. Rök- in fyrir friðun svæðisins eru mörg, og eru þessi helst. Fallegt og sérkennilegt landslag, jarð- fræðiiegar minjar, óshólmar, vot- lendi með nokkrum tjörnum þar sem eru sjaldgæfar nikrutegur.d- ir, sögulegar minjar frá fyrri öld- um og fleira. Þorsteinn Þorsteinsson. Margir fallegir staðir eru í bæjarlandinu og Akureyringar kunna sannarlega að meta sín útivistarsvæði. Fáir bæir geta státað af jafn fjölbreyttum úti- vistarsvæðum, t.d. hafa fundist alls 280 teg. plantna í bæjarland- inu. Að endingu þetta, þegar þjóð- in hefur lært að lifa í sátt við landið, þá verður bjart yfir umhverfismálum á íslandi. Þorsteinn Þorsteinsson. Stór verkefni framundan hjá Hjálparstofnun Brauð handa hungruðum heimi er yf Irskrif't hinnar árlegu landssöfnunar Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Söfnun- in hófst í byrjun mánaðarins og stendur fram til jóla. Þessa dagana er verið að drcilá gíró- seðlum, ásamt söfnunarbauk- um inn á öll heimili í landinu og væntir Hjálparstofnunin þess að landsmenn taki þessari söfnun vel, nú sem fyrr, en í fyrra söfnuðust nær 17 milljón- ir króna. Hjálparstofnun hefur staðið að fjölmörgum verkefn- um á þessu ári og framundan eru stór verkefni, m.a. í Bangl- adesh þar sem 25 milljónir manna eruheimilislausarvegna gífurlegra flóöa í haust. Á þessu ári hefur Hjálpar- stofnunin starfað í nokkrum löndum í Afríku og Asíu. í sam- vinnu við Hjálparstofnun norsku kirkjunnar er í byggingu barna- heimili fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu. Það verkefni er á loka- stigi. I Mósambík hefur í sam- vinnu við systurstofnanir verið dreift matvælum og sáðkorni. I Víetnam tók Hjálparstofnun kirkjunnar þátt í gerð stíflu, til að stuðla að bættri hrísgrjóna- uppskeru smábænda. Þá voru ýmis smærri verkefni í gangi, svo í Indlandi. Ekki er einungis sinnt beiðnum erlendis, því eins og frain hefur komið í fréttum veitti Hjálparstofnun nýverið 500 þús- und króna styrk til Kvenna- athvarfsins. Á næsta ári eru fjölmörg verk- efni framundan, svo sem upp- byggingarstarf vegna mikilla flóða í Bangladesh, en flóðin hafa gert um 25 milljónir manna heimilislausa.og mikil hætta er á að sjúkdómar breiðist út. Framlöguin vegna landssöfn- unarinnar er hægt að koma til skila í öllum bönkum, sparisjóð- um og pósthúsum, til sóknar- pres.'a og á skrifstofu Hjálpar- stofnunar kirkjunnar að Suður- götu 22. Útflutningurinn fyrstu sjö mánuðina 7% minna fyrir sjávarafurðir Fyrstu sjö mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 3% minna en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 75% alls útflutningsins og voru um 7% minni að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 13% meiri og útflutningur kísiljárns 24% rneiri á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Utflutnings- verðmæti annarrar vöru, án skipa og flugvéla, var 3% meira fyrstu sjö mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu sjö mánuðina var 6% meira en á sama tíma í fyrra. Inn- flutningur til álverksmiðjunnar var svipaður og í fyrra, en verð- mæti olíuinnflutnings sem kemur á skýrslur fyrstu sjö mánuði árs- ins var 12% minna en á sama tíma í fyrra. Innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur ásamt innflutningi skipa og flug- véla er jafnan breytilegur frá einu tímabili til annars. 5éu þessir lið- ir frátaldir reyndist annar inn- flutningur hafa orðið um 4% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gegni. Umhverfísmál eru nú í brenni- depli víða um lönd. Umræðan hefur aldrei verið meiri og ekki að ástæðulausu. Allskyns mengun hvílir eins og mara á ríkisstjórnum margra landa í Evrópu. Innhöf eru að verða sem forar- vilpur og skógar eyðast-af súru regni sem stafar af mengun frá margskonar verksmiðjum. Eitur- efni hrannast upp í geymslum og engin veit hversu mikið magn af baneitruðum úrgangi hefur verið urðað nærri bæjum og borgum eða verið hent í heimshöfin á undanförnum árum. Umhverfisnefnd sem kosin var á 43 flokksþingi Alþýðuflokks- ins, lagði til að ísland beitti sér fyrir alþjóðlegu samstarfi um varnir gegn hvers kyns mengun hafsins og sérstök áhersla verði lögð á að koma á banni við Iosun hættulegra úrgangsefna í sjó. Það er ekki langt síðan það sannaðist að vestræn iðnríki hafi í auknum mæli flutt baneitraðan úrgang frá efnaverksmiðjum og til þróunarlandanna. Til fólks, sem í fáfræði sinni veit ekki um þær hörmungar sem gætu orsak- ast af þessu. Ófagrar lýsingar en sannar engu að síður. En þar sem þetta er nú í svo mikilli fjarlægð frá okkur munu margir álíta að okkur geti ekki stafað nein hætta af þessu ekki síst vegna þess hve norðanlega á hnettinum við búum og ekki eru hér kjarnorku- ver eða efnaverksmiðjur með eitraðan úrgang. Rétt er það en hvað með kjarnorkukafbátana sem vitað er um að eru allt í kring um landið. Hvað gerðist með fiskistofnana, aðal lífsviðurværi okkar íslendinga, missti einhver þessara báta kælivatnið í hafið á hrygningarslóð. Eyðingarstöðvar vegna kjarn- orkuúrgangs í nálægum löndum ógna öllu lífríki á stórum svæðum. Við íslendingar þurfum svo sannarlega að halda vöku okkar í þessum efnum svo og öðrum. En þótt margir sjái ein- tómt svartnætti framundan er samt sem áður ástæða til bjart- sýni nú hin síðari ár, því fleiri og fleiri láta sig umhverfismál ein- hverju skipta og meðan það ger- ist er von um úrbætur. Umhverf- ismál á íslandi eru í eigi færri en sex ráðuneytum, svo tími virðist kominn til að vinna að samhæf- ingu og það sem fyrst. En snúum okkur nú að heima- slóðum og hugum að einum þætti umhverfismála á Akureyri. Stækkun útivistarsvæðanna hefur verið samþykkt í bæjarstjórn, en þar er um að ræða Miðhúsa- klapparsvæðið og nú síðast svæði það sem nefnt hefur verið Gler- árdalur austur. Það svæði tengist nv-horni Naustaborga og liggur um Fálkafell allt vestur í Glerá. Þetta er liður í þeirri áætlun að gera útivistarsvæði allt í kringum bæinn. Strax verður hafist handa við gróðursetningu á þessu svæði með skjólbeltum og trjágróðri. Það er vísindalega sannað að með skjólbeltum utan borga og bæja verður minna um snjó þar sem renningur nær sér ekki eins upp. Skjólbeltin verða nokkurs konar hindrun. Væri t.d. kominn skógur, líkur Kjarnaskógi norð- an bæjarins sæist strax munur á veðurfari í Glerárhverfi. Snjó- þyngsli væru minni á vetrum og hafgolan ekki cins hvöss og köld á sumrin. Byrjunin á skjólbeltaræktun Aðkoman í Lystigarðinum morguninn eftir að forseti íslands heimsótti garðinn á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar ■ ágúst 1987.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.