Brautin - 29.06.1928, Blaðsíða 4
2
BRAUTI N
gcKnjoooooocKSOoaaaoooooog
BRAUTIN
§ kemur út á föstudögum. — O
O Árgangurinn kostar 6,00 kr. Q
O Einstök blöð kosta 15 aura.
g Afgreiðslan verður fyrst um
§ sinn i verslun Gurmþóriinnar
O Hallclórsdóttur & Co. Eim-
O skipafélagshúsinu. — Simi 491. O
O O
oooooooooooooooooooooooo
Silkibúðin
Bankastræti 12. - Reykjavík.
Selur flestar tegundir af garni,
kvenfatnað og barnaföt, bæði til-
búin og efni í þau, sem sendist
eftir pöntunum gegn póstkröfum
út um alt land.
Heilsufræöi. _________________________
Nú ;'i tímum heyra menn svo
mikið talað uin gildi mjólkur-
innar, sem mikilvæga fæðuteg-
und fyrir uppvaxandi kynslóð.
A'ísindamenn hafa sannað hve
þýðingarmikið það sé, að börn
og alt ungviði fái nægilega
mikla mjólk á uppvaxtarárum
sínum; einnig hafa þeir sannað,
að mjólkin eigi sinn mikilvæga
þátt í þroska og vexti beina.
Sem betur fer eru margir for-
eldrar tem skilja þetta, en þó
eru nokkrir svo kærulausir um
börn, að þeir skifta sér ekkert
af hvort þau bragða mjóllc eða
ekki. í öðrum tilfellum eru lika
börnin þannig gerð, að þau
hafa hreint og beint viðbjóð á
mjólkinni, en slík börn verða
mæðurnar að fræða um það, að
öll þeirra heilbrigði og vöxtur
sé undir því kominn, hvort þau
fáisl til að drekka mjólk eða
ekki.
SkóJi einn í Washington gerði
fyrir skömnlu tilraun eina, mjög
inerkilega, en þó svo einfalda,
að öll börn skólans gætu fylgst
með henni og haft full not af.
Tilraunin var á þann hátt, að
tekriar voru nokkrar rottur, á al-
veg sama þroskaskeiði, og fædd-
ar mismunandi. Nr. 1 á hveiti-
brariði og vatni, nr. 2 fransk-
brauði og sykri, nr. 3 fransk-
brauði og kaffi, nr. 4 fransk-
brauði og kjöti og nr. 5 fransk-
brauði og mjólk; allar fengu
þær að drekka eins mikið vatn
og þær vildu.
Eftir tveggja vikna tíma
fengu börnin að sjá þær aftur,
og mikill var munurinn á þeim.
Rottur þær, sem fengið höfðu
mjóík, sköruðu langt frarn úr
hinum, þær voru stórar og
holdugar, það stirndi á hár
þeirra, og þær voru sprækar og
hressar. Hinar voru allar að
meira eða minna leyti illa út-
lítandi og óþriflegar í alla staði.
Þær, sem höfðu fengið kjötið,
höfðu framstandandi augu, og
litn út eins og þær væru með
hitaveiki. Þær, sem höfðu feng-
ið brauð og kaffi, höfðu yfir
sjer svo mikinn óróa og voru
mjög hræddar.
í lok fyrstu viku voru rott-
urnar vigtaðar og þá kom í
ljós, að;
Nr. 1 (brauð og vatn) höfðu
þyngst um 2 gr.
Nr. 2 (franskbrauð og sykur)
höfðu Ijettst um 10,6 gr.
Nr. 3 (franskbrauð og kaffi)
höfðu ljettst um 11,2 gr.
Nr. 4 (franskbrauð og kjöt)
höfðu þyngst um 14,5 gr.
Nr. 5 (franskbrauð og mjólk)
höfðu þyngst um 31,2 gr.
Þessi tafla sýnir greinilega
muninn á gildi hinna mismun-
andi fæðutegunda.
En ennþá merkilegra þótti
börnunum að skoða bein dýr-
anna eftir að þau höfðu verið
drepin. Munurinn á tönnum og
beinum dýranna var svo áþreif-
anlegur, að börnin voru ekki í
hinum minsta vafa um ágæti
mjólkurinnar fyrir myndun og
þroska beinanna. Lærleggirnir
voru t. d. mældir og þeir stystu
voru 1,5 cm., en á mjólkurrott-
unum 5 cm. Stystir voru legg-
irnir á rottum þeim, sem lifað
höfðu á brauði og vatni. A bein-
um þeirra, sem lifað höfðu á
sykri og kaffi, voru einkennileg
litbrigði og tennur voru litlar
og Ijótar í öllum nema þeim,
sem höfðu fengið mjólk. Ljót-
ust voru bein þeirra dýranna,
sem fengið höfðu brauð og
sykur. Þar voru ekki einungis
Iitbrigðin, heldur voru öll liða-
mót ófullkomin og liðaböndin
léleg. —
Börnunum varð það fyllilega
ljóst hvilík eyðilegging það var
fyrir þroska beinanna að borða
sælgæti, þar sem þau sáu að
bein dýranna, sem lifðu á vatni
og brauði, voru þroskameiri en
hinna, sem lifað höfðu á brauði
og sykri. Beinagrindin á „mjólk-
urrottunum" var sterk og vel
þroskuð og tennurnar voru
mjallahvítar. Hjá rottum þeim,
sem lifað höfðu á kjöti, fundu
menn töluverða fitukekki i
kringum nýrun.
Nú ættu ÖII börn, sem þetta
heyra, að steinhætta sælgætis-
átinu, sem ekkert gerir þeim
nema ilt eitt, en kaupa og
drekka heldur mjólk í staðinn
og grundvalla þar með undir-
stöðuna undir góðri heilsu, og
þar með líkamlegri og sálarlegri
vellíðan.
Höfum ávalt fyrirliggjandi mikið árval af alskonar vefn-
aðarvöru. Tilbúnum fatnaði fyrir konur og
karla o. fl, o. fl. Vörur sendar
um alt land gegn
póstkröfu.
Marteinn Einarsson & Co.
Brautin.
Brautir liggja bæja milli,
bera menn og hl.uti um storð.
Brautir liggja mann frá manni;
mentabraut er gullvægt orð.
Brautir ganga maður, meyja,
mætast þau á ástarslóð.
Æskubrautin yndislega
á sér fagran vonar-óð.
Hugans braut er hraðast farin,
hefta þar ei nokkur bönd.
Þýtur hana skatna skarinn,
skundar fram í dulin lönd.
Löndin drauma, löndin heima,
lönd sem byggir ættlands þjóð.
Skorar hún á alla — alla
ennþá meiri dug og móð.
Brautir þurfum margar, margar,
menning tengja land og þjóð.
Járnbraut, sporbraut — orku
og eining
okkur syngja fossins ljóð.
Tengjum krafta fossa og fljóða,
fáum menn og börn í lið.
Munum ætíð orðið þetta:
allir samfin stöndum við.
(Einar Björnsson).
Símn.: Sportvöruhús. — Box 384.
ZEISS-IKON: } myndavélar
( filmur.
Sjónaukar, loftvogir, sólargleraugu. —
SUotvopn og skotfæri, alskonar lax- og
silungsveiðitæki.
MEST ÚRVAL. LÆGST VERÐ.
I_jÁKARL, harðfiskur,
riklingur, og skorið
neftóbak, mælir með sér
sjálft, eins og reyndar all-
ar aðrar vörur á
Laugaveg 26 hjá
Kr.J. Hagbarð.
Fatabúðin
Heilsar ykkur blaðið Brautin,
berast vill um strönd og sveit.
Upp til dala, út til sjávar,
inn í séshvern heiinareit.
Biðjufn henni brautargengis,
bera vill hún friðarorð.
Mæla ei flátt og fordild hafna,
farast henni þannig orð:
hefir ávalt fyrirliggj-
andi stærst, best og
ódýrast úrval af
„Hugans dug ef höfuni allir
halda munum sigurbraut.
Göngum hana guðs í nafni,
göngum jafnt í sæld og þraut.
Vinnum landi og lýð til heilla,
leggjum pund í vogarskál.
Sýngirninnar svæfum eldinn,
séum hrein og laus við tál“.
x
MALTOL
Dajerskt O L
PILSNER
Best. Ódýrast.
INNLENT
Ka rlmannafötum.
í næsta blaði Brautarinnar
byrjar neðanmálsaga, sem
heitir:
Guð hennar mömmu
eftir Elísabet Beskow, sænskan
höfund, sem mörgum er kunn
fyrir sínar ágætu sögur Præsten
í Kalunborg og Hans Hustru.
Er þetta 3. bókin. Mun Brautin
hjer eftir flytja sögur sinar í
hinu gamla góða formi, svo
hægt sé að mynda úr því bók,
sem kaupandinn getur klipt út
og átt, þó hann eyðileggi annað.
SMÆLKI.
Kennarinn: Hver var fyrsti
inaðurinn?
Jón lilli: Ingólfur Arnarson.
Kennarinn: Nei, Jón litli,
Adam hjet hann.
Jón litli: Já, ef útlendingar
eru taldir með.
Prentsmiðian Gutenberg.