Brautin


Brautin - 24.08.1928, Blaðsíða 4

Brautin - 24.08.1928, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN JMPi Eins og að und- anförnu, mestar birgðir af hjá okkur, Veröiö hvergfi lægfra. ^JöruRúsié. hana á ýmsum helgiritum heimsins og kenningum allra trúarbragða, glöddumst mikil- lega þegar vísindin sönnuðu það, sem vér áður trúðum, að líf væri í öllu efni, en ekkert ólífrænt væri til. , Eining alls lífs. Vér verðum þess vör, er vér hugsum oss alt líf sem eitt, að þrátt í'yrir eininguna er það og þrískift eða, það sem ritningin kalla, þríeitt. Vér verðum vör hinnar sömu þríeiningar í vit- und mannsins. Vor æðsta vit- und er einingarvitund, sem þó er þrískift; hún er hið sanna „Eg“, vort dýpsta eðli, hinn verulegi maður, það sem hvet- ur oss til dáða, lætur oss finna til, lætur oss hugsa. Þessi vit- und birtist gagnvart heiminum Brunatrygsingar sími 254. Sjóvátrygsmgar sími 542. PILSNER Best. Odýrast. INNLENT sem kraftur, viska og vilji. Sál- arfræðingar Austur- og Vestur- landa gjöra svipaða grein fyrir starfi aðal þátta sálarlífsins. Þó orðum sé mismunandi komið að því, er hugsunin á bak við sú sama. Vísindi Vesturlanda hafa látið oss í té sundurliðaðar at- huganir, mjög nákvæmar, sem hjálpa oss til að skilja fræðslu þá, sem vér verðum aðnjótandi frá þeim, sem sigrað hafa fæð- ing og dauða og sem sameinast hafa í fullkomnu stjórnskipu- lagi á bak við og ofar vorum sýnilega heimi. Frh. Glepsur. »Ljós er jafn-gott á hvaöa lampa sem það logar. Rós er jafn-fögur í hvers engi sem hún grær. Stjarna skín jafn skært, hvort sem hún er í austri eða vestrioc. Abdúl Baha. »Hin eina, sanna úrlausn allra stjórnmála og þjóðfélagsmála fæst með því, að þjóðirnar stofni með sér algert bræðralag. Theodore Roosevelt. »Við hrösum í myrkrinu, en við erum á leið til ljóss«. Helen Keller. »Ytri siða-athafnir eru mis- munandi í hinum ýmsum lönd- um; sönn kurteisi er allstaðar eius«. Oliver Goldsmith. Leiðréttíng;. / auglýsingu, um Unglingaskóla Á. M. Bergstaðastr. 3, frá 10. ágúst p. á. hefir misprentast Box-númer. Það er 713 eins og augl, i blaðinu í dag ber vott um. Nýkomið. Mikið úrval af Flonelett- um í Náttföt, Léreftum, Tvistum og Stumpasirsum. Verðið sanngjarnl eins og vant er. M Guntjiiíriiiinar & Co. Eimskipafélagshúsinu. Sími 491. Málninga- vörur. Veggfóður Landsins stærsta úrval. MÁLARINN. Húsráð. Vilji maður fá hvítar og mjúk- ar hendur, er gott að blanda saman einni eggjahvítu, dálitlu salti, tveimur matskeiðum af hreinum spíritus og vökva úr einni sítrónu, hræra þetta vel saman í bolla og nudda því svo vel um hendurnar. Ef maður heflr sárar fætur, er gott að bera á þær »salicyl — vasilín« og nudda því vel inn í húðina. Prentsmiðjan Gutenberg. 30 31 — Eg er hrifin af honum. Einkum dáist eg að þeim kafl- anum, þar sem engillinn er að lýsa fyrir Adam deilum engl- anna á himnum, þegar Satan hóf uppreisn, og var varpað niður i undirdjúpin. Það er stórkostlegt. Það er að eins þetta sem skyggir á fyrir mér, að jörðin verður svo ósköp lítilmótleg i samanburði við þessa stórfeldu lýsingu, og það svo, að helst að vera ekki bundin henni lengur. Vilhelm tók bókina úr hendi hennar, og fór að blaða i henni. — Líttu hérna á, lestu þetta, sem þú hefir sjálf strikað undir! Hann hélt bókinni fyrir framan hana, og hún las í hálf- um hljóðum Iínurnar, er hún hafði strikað undir: „.... Ekki ber að elska lífið, svaraði engillinn, ekki held- ur hata það. Reyndu að lifa, svo sem himnaföðurnum er þóknanlegt, ineðan líf er léð, hvort sem lífsstundirnar verða fáar eða margar ....“. Þau skildu hvort annað, og brostu við. — Þarna fékstu svarið við andvarpi þínu út af lítilmót- leik jarðarinnar! — Eg veit auðvitað, að það er ekki rétt að líta svona á, eins og eg gerði, og eg reyni að sætta mig við lífið. — Lífið verður ekki fátæklegra, en menn stofna til sjálfir, mælti hann. Hún leit á hann með alvörusvip snemmþroskaðrar sálar. — Margt ber að höndum, án þess menn séu þess sjálfir valdandi, eða fái komið í veg fyrir, svaraði hún. — En það er undir sjálfum okkur komið, hvernig við bregðumst við. Hún íhugaði orð hans. Hann hafði sest á stólbríkina, og var altaf að handleika hárið á henni. Það var ljóst og silki- mjúkt, og svo rafmagnað, að það sindraði, er það vafst um fingur hans; hann horfði á, svo sein í leiðslu, jafnframt þvi sem hann ræddi við hana. — Þú þarft ekki að leita langt, til þess að sannfærast um, hve ólíkt, jafnvel nánustu skyldmenni, líta á sama málið. Tökum til dæmis þetta tilboð lians Gisslers. Ekkert okkar lítur á það á sama veg. — Jú, mamma og eg, svaraði hún þegar í stað. Hann varð þungur á brúnina. — Er það svo sætt á bragðið, að verða að þiggja? spurði hann önugur. — Það er betra að fyrirgefa, en að búa yfir þykkju, Vil- helin. Eg finn, að eg er i samfélagi við guð, þegar eg fyrir- gef, en mér finst eg vera svo hræðilega fjarlæg honum, þegar ég ber reiði og beiskju í brjóst til einhvers. Hann leit á bókina í hendi hennar. — Og samt sem áður ertu stórhrifin af, er þú lest um það, hversu Satan var varpað niður frá himnum. Þú sérð, að guð fyrirgefur ekki ætíð. — En það var Satan, sagði hún til skýringar. Hann rauk upp eins og funi. — Er Satan þá ekki með í spilinu í hverju svívirðilegu verki, sem framið er hér á jörðu? Er hann ekki öllu öðru framar imynd svikuls vinar? Er þá ekki, þegar svo á stend- ur, guðdómlegt, að leggja slílcan vin að velli, líkt og Satan

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.