Samtíðin - 01.03.1955, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN
9
i!ga 192. SAGA SAMTÍÐARINNAR llfffliíiai
KATTARRÓFAX
Niðurl.
EKIvI LÝSTI JÚLÍUS strax vígi
Brands á hendur sér eða okkar. Mér
fannst jafnvel, að nokkru fálæti eða
óhug slægi á hann, þegar verkið var
fullkomnað og af honum rann mesti
vígamóðurinn.
Á fjórða sólarhring eftir hvarf
kisa úr bænum gerðist Guðríður
gamla óróleg og áhyggjufull hans
vegna og tók að halda spurnum fyr-
ir um fóstra sinn meðal heima-
manna. Aldrei beindi hún spurning-
um sínum til Júlíusar, en þar kom,
er gömlu konunni varð tilrætt um
fjarvist Brands, að Júlíus sagði og
leit um leið út um baðstofuglugga,
sem að Kvíaholtinu vissi:
„Ekki kann ég þá kattarrófu að
þekkja, ef það er ekki rófa Brands,
sem kvikar hérna uppi á Kvíaholt-
inu núna.“
Gamla konan reis úr sæti sínu á
rúminu og gekk að glugganum.
Nokkra stund rýndi hún upp á holt-
ið. Síðan gekk hún þegjandi út úr
baðstofunni.
Ég sá, að Júlíus fylgdist með
göngu Guðríðar gömlu út um glugg-
ann. „Hana nú, þá er liún farin að
strjúka honum um blessaða rófuna,
eða máske hún sé að toga í hana.
Jú, víst togar hún, en ekki gengur
rófan. Jæja, þá snýr nú sú gamla
aftur heim á leið. Nú mætti ætla,
að ég fengi til tevatnsins hjá henni.“
Ekki veit ég, hvernig Júlíusi hefur
verið innan brjósts, meðan hann
heið komu Guðríðar í haðstofuna.
En það er víst, að ég kveið þeirri
stund meira en ég hafði áður
nokkru sinni kviðið nokkrum hlut.
Þegar gamla konan birtist í dyr-
unum, virtist mér hún stærri og að-
sópsmeiri en ég hafði nokkru sinni
séð hana fyrr. Beiðin og hatrið,
sem logaði í sál hennar, veitti henni
þá reisn, að í mínum augum var
hún blátt áfram ægileg. Hún gekk
heint til Júliusar og staðnæmdist
fyrir framan hann. Augu hennar
brunnu af heift.
„Morðingi! Fantur! Þetta eru þín
verk,“ hvæsti hún framan i hann.
„Þetta eru þín verk. Þú hefur myrt
saklausa skepnuna á svívirðilegan
hátt. Þú ert illmenni, djöfull i
mannsmynd, Kainssonur. Og, að . . .
að ganga svona frá Brandi, svona,
svona andstyggilega. Bölvaður sértu
fyrir verk þín!“
Rödd Guðríðar kafnaði i ekka-
sogum.
„Virðulegan umhúnað þóttist ég
veita Brandi sáluga og þrifalegan,
þó kaldari sé en bólið lians í rúmi
þinu. Og réttdræpur var hann, katt-
arskrattinn, það hljóta allir að við-
urkenna nema þú. Og varla mun
hann kala til skaða á rófunni þarna
á holtinu hér eftir.“
„Níðingur! Níðingur!“ æpti Guð-
ríður gamla. „Þér skal hefnast fyrir
þetta óþokkahragð! Blóð þitt skal
lita snjóinn og frjósa i honum eins
og blóð kisa míns! Þig skal kala í
fárviðrum vetrarins! Þó ég sé van-
máttugur og vesæll einstæðingur,