Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 menn liafa venjulega meiri tekjur en konur. Þess vegna hefur sú venja skap- azt, að karlmennirnir afla fjár til heim- ilisins, en konan sér um rekstur þess. Ef þið hjónin sameinið gott samkomu- lag, ást, umhyggjusemi og öryggi, mun kjónahand vkkar reynast reist á bjargi. Smá öldur kunna að rísa og gjálfra við Undirstöður þess, en engin þeirra mun Uiegna að veikja þær. Grace Nagel. ic Hvert skal halda? HALLDÓRA skrifar: Freyja min góð. Geturðu lejrst dálítinn vanda fyrir mig? Svo er mál með vexti, að við hjónin er- Um algerlega ósammála um, hvert halda skuli í sumarleyfinu. Til útlanda er ætl- unin að fara, en hvert? Hann vill helzl fara til Norðurlanda, langar, held ég, uiest til Norður-Noregs í miðnætursól. IJetta skil ég alls ekki! Við getum þá kara alveg eins vel farið norður í Skaga- fjörð og séð blessað sólarlagið þar, íiunst mér. Nei, eftir langan vetur langar mig suð- Ur í lönd. Minn draumur hefur alltaf verið að sjá París og Róm En j)angað Segist maðurinn minn alls ekki fara, en segir, að ég geti farið þangað ein, ef mér sýnist! Hvað á ég nú að gera, kæra k t'eyj a mín ? SVAR: Nú, þarna kom maðurinn þinn Uieð lausnina! Auðvitað ferðu suður eft- lr- Það er alveg vandalaust, ef þú átt Peninga, því að íslenzkar ferðaskrifstof- Ur senda þangað ferðamannahópa undir ui’Uggi-i leiðsögu. Talaðu við þær og at- ^Ugaðu sumaráætlanirnar. Góða ferð og skennntun. — Þín Freyja. ^ 1 vandræðum með nafn UNG MÓÐIR skrifar: Iværi þáttur. Það u bráðum að skíra litlu dóttur mína, og við hjónin erum í hálfgerðum vandræð- um að velja henni nafn En nú hefur fað- ir minn hlandað sér i málið Hann krefsl þess, að telpan verði látin heita i höfuð- ið á móður minni. Það er út af fyrir sig ekki nema sanngjarnt, þar sem þetta er fyrsta barnabarnið, sem hún eignast. En gallinn er hara sá, að mannna heitir voðalega óviðkunnanlegu nafni, sem ég get alls eklci hugsað mér, að telpan mín dragist með alla ævi. Ég veit, að þess liáttar getur verið fólki sannkölluð kvöl. Geturðu bjargað mér? SVAR: Auðvitað átl þú fyrst og fremst BUTTERICK-snið nr. 9752 í stærðunum 10 —18. Sniðin fást hjá SÍS, Austurstræti 10 og kaupfélögunum um land allt, er hafa úrval af sniðum á börn og fullorðna.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.