Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN band við jörðu og sendi frá mér upplýs- ingar. Dvöl mín í geimfarinu hefur sannfært mig um, að afnám þyngdar- lögmálsins hefur vfirleitt engin áhrif á starfsgetu manna. Breytingin frá léttleika-ástandin.u og þar til þyngdarlögmálsins tekur aftur að gæta, er geðfelld. Ég fann til handleggj- anna og fótanna, meðan þeir voru þunga- lausir, en allt i einu höfðu þeir öðlazl þyngd sína aftur. Ég var hætlhr að svífa yfir stólnum. Nú gat ég hagrætt mér í honum! Ér geimfarinu var ekki eins gott út- sýni og úr l'lugvél Samt var það allgott. Meðan ég sveif yfir Sovét-Rússlandi, gat ég vel greint ræktað land frá óræktuðu. Daglilið jarðar sást vel. Ég sá strand- lengjur meginlandanna, eyjar, stórfljót og vötn og gat vel greint láglendi frá fjöllum. Nú sá ég i fyrsta sinn bungu hnattar- ins. Ég sá litadýrðina • á mótum bjarts yfirborðs jarðarinnar og dimms loíts- ins. Mörkin milli þeirra eru mjó. Þau líkjast bláleitu þokubandi. Þegar nátt- hlið jarðarinnar hvarf mér aftur og dag- hliðin birtist, eygði ég úti við sjóndeild- árhring fagurrauða, lýsandi rönd, er varð bláleit og hvarf síðan við myrkan geiminn. Tunglið sá ég ekki, en sólin er þarna úti i geimnum mörgum sinnum bjartari en við sjáum hana frá jörðu. Stjörnurn- ar sjást mjög greinilega, og andstæður geimsins koma miklu skýrar i Ijós held- ur en þegar við athugum þær frá jörðu. EITTHVAÐ á þcssa leið fórust Gagar- in orð. Hann kveðst munu lielga geim- könnun starfskrafta sína ævilangt og segir enn fremur: Nú langar mig að fljúga lil Venusar til að sjá, livað leynist undir skýja- hjúpnum þar. Mig langar einnig til Marz lil að sjá með eigin augum, hvort skurð- ir hafi virkilega verið grafnir á þeirri reikistjörnu. Tunglið er ekki framar fjarlægur granni okkar. Ég býst ekki við. að þess verði langt að bíða, að okkur takist að fljúga til tunglsins og lenda þar. Röskur mánuður er liðinn, síðan Gag- arin lét sér framangreind tíðindi um munn fara. Éf lil vill hafa ný stórtíðindi gerzt, þegar þau koma hér á prent. Þarna er nú hraðinn á. Fátækar smáþjóðir standa í dag furðu lostnar gagnvart tækniafrekum auðugu stórþjóðanna og undrast átök raunvis- indanna allt frá klofningu atómsins til yfirráða geimsins. Samt Ieggja vísinda- menn sumra smáþjóða til liðtæka inenn í baráttunni. Én löngu áður en geimvís- indi hófust, sá íslenzkt stórskáld, Einar Benediktsson, djörfustu hugsýnir og le‘ sig ekki muna um að kalla „ferju a hnatta-hyl“. Draumar skáldsins voru þa svo langt á undan þvi, sem nú er óðum að rætast, að hrópið dó „milli blálofts- veggja“. ☆ ☆ ★ ☆ ☆ UNGUR LÆKNIR kom eitl sinn 1 rannsóknarstofu bins heimsfræga bakt- eríufræðings, Axels Kochs, og var vis- indamaðurinn þá önnum kafinn við að sjóða eitthvað i skaftpotti yfir sprittloga- „Hvað haldið þér, að ég sé að sjóða hérna?“ spurði Koch. „Ef lil vill taugaveikisbakteríur?“ „Nei.“ „Streptókokka?“ „Nei.“ Gesturinn gat nú upp á sæg af bakteri- um, en Koch hristi bara höfuðið. Að lok- um tók hann lokið af skaftpottinum, and- aði að sér ilmandi gufunni og sagði: er bara að sjóða pvlsur, ágætar pyls11'• skal ég segja yður!“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.