Samtíðin - 01.03.1962, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.03.1962, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN ágjörnum kerlingum okurverð fyrir her- bergi og fæði. En alltaf löfðum við þó saman og rifumst aldrei, svo að heitið gæti! Konan mín fylgdi mér i blíðu og stríðu, alltaf jafn trúföst, ástúðleg og skilningsgóð. Alll i einu duttum við i lukkupottinn. Eins og flestir strákar, lief ég ákaflega gaman af að veðja á knattspyrnukapp- leikjum. Og eina vikuná lireppti ég smá- vegis vinning, sem kom sér heldur en ekki vel. Hann nægði sem fyrsta afborg- un af litlu liúsi, sem við höfðum skoðað og okkur hafði litizt vel á að kaupa. Þess vegna búum við nú loks i eigin liúsi. Bæði vinnum við úti, deilum öllu, sem að höndum her, og erum ánægð með lifið. Við erum jafn ástfangin núna og daginn, sem ég hað stúlkunnar minnar. Ilefði ég ekki kynnzt henni þarna á geðveikra- h'ælinu, er eins víst, að ég væri enn i hundunum1. Ekki vildi ég skipta á lienni og ríkustu auðjöfursdóttur heimsins, sem ætti að erfa allar milljónirnar eftir íöð- ur sinn. Þctla er nú ástarsagan mín. Mér er ljúft að segja þér hana, lesari góður. Ég álít, að dæmi konunnar minnar sýni glöggt, hvers góð og gölug stúlka er megnug í viðleitni sinni við að hjarga manni og betrumbæta hamg jafnvel þótt hann hafi sjálfur gefið upp alla viðreisn- ar von. Langtrúlegast þykir mér, að ég mundi hafa sokkið i djúpin á ný, ef kon- an mín hefði ekki orðið mér til bjargar. GÓÐUR MÁNUÐUR byrjar með því að ger- ast áskrifandi að SAMTÍÐINNI. Dtvarpstæki og útvarpsviðgerðir. Öll vinna fljótt og vel af hendi leyst. RADÍÓVIRKIftllM Laugavegi 20 B. (Gengið inn frá Klapparstíg). Sími 10-4-50. Menn halda, að tækniöldin eyði draug- unum. Þessi frásögn sýnir hið gagnstæða! KÖTTUR 0G MÚS • Niðurl. BANNSETT læti ei’U þettat hugsaði ég og dró slagbrandinn frá dyrunum. Úti sást engin lifandi sála. „Hver er þar?“ kallaði ég og fór allur að skjálfa á beinunum. Og aftur liringdi hjallan. „Komdu inn,“ sagði ég og reyndi að stilla röddina. „Lofaðu mér að sjá, livern- ig þú lítur út.“ Þá var það, sem ég lieyrði sönglandi í’ödd Róherts og einskis annars, og liún sagði: „Alll í lagi, Kalli. Þú ert dauðans mat- ui’, það eitt er víst, en dauðinn mun fara sér hægt. Iiann vei’ður að smákoma. Sæll á meðan ...“ Ég hlýt að hafa lmigið þarna niður meðvitundarlaus, því að morguninn eft- ir fundu gömlu hjónin mig eins og livert annað hrúgald og dyrnar upp á gátt. „Nú geturðu hypjað þig liéðan,“ sagði gamli maðurinn. „Þú skilur dyrnar eft- ir opnar.“ „Ekki getur hann nú að því gert, þó það líði yfir hann,“ sagði garnla konan. „Og kannske heldur ekki, þó liann sé fullur,“ hreytti gamli maðurinn úr sér. Svo var ég rekinn á dyr, eins og Gyð- ingui’inn gangandi. Nú var annaðhvort að vinna eða drepast úr hungri, og ég fór aftur í rafmagnið. Það er eins og það liali átt fyrir mér að liggja. Annað starf gat ég hvergi fengið. Undir eins og þeir sáu framan í mig, ráku þeir mig út. En

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.