Samtíðin - 01.03.1962, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.03.1962, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíðsson: Ur ríli dllúr 22. ffrem sctn aliirui lifjfjur á ofjgjujn í ÁSTRALÍU og á Indlandseyjum lifa sérkennilega sterkfætt hænsni, sem Talle- galla nefnast, fræg fyrir volduga hreið- urgerð. Englendingur segir svo frá: „Þegar ég kom lil Port Enington, rak ég fljótt augun í marga, stóra hauga, sem hvítir menn sögðu, að innfæddir jörð- uðu dána í. En innfæddir hlógu að. Nei, þetta væru hreiðurdyngjur Tallegalla- hænsnanna. Enginn hvítur maður trúði þessu þá, og eggin, sem innfæddir komu með til sannindamerkis, voru stærri en svo, að líklegt væri, að Tallegalla-hænsn Iiefðu orpið þeim. Mér þótti þetta und- arlegt og fékk innfæddan leiðsögumann með mér til að rannsaka liaugana. Og frásögn hans reyndist í alla staði rétt.“ Síðan hafa margir rannsakað lifnað- arhætti þessara undarlegu hænsna. Hafa haugarnir reynzt mjög misstórir og gerð- ir úr ýmsu efni eftir ástæðum. Við sjó eru þeir oft úr sandi, skeljum og hálf- rotnu þangi, en sums staðar úr laufi o. fl. jurtakyns, sem hænsnin hafa dreg- ið saman. Stærstu haugarnir hafa mælzt 3—5 m á hæð og 20—50 m að ummáli, þ. e. eins og væn hús! Enda verpa fuglarn- ir í sama haugi ár eftir ár og bæta í liann efnivið árlega. Fuglarnir gæla þess vand- lega að hafa alltaf svo mikið jurtakyns í haugunum, að fram komi gerjunarhiti svo mikill, að nægi (il að unga út eggj- unum. Varpið byrjar í októher, en það er yor- mánuður þar suður frá. Hænan gerir hol- ur í topp haugsins og verpir i þær smám saman allt að !) eggjum, sem hún skorð- ar upp á endann með þann mjóa niður — hlið við hlið og fyllir síðan holurnar aftur. Eggjunum kemur hænan fyrir mis- djúpt — i 20 cm til 1 m dýpi. Verpir hún einu eggi fjórða hvern dag, en hún er 3—4 vikur að verpa. Haninn heldur sig í grenndinni og lagar liauginn, ef þurfa þykir. Eggin eru breytileg að lit og svipuð efni haugsins. Ungarnir koma úr eggi inni í haugnum og hi-jólast síðan upp. Önnur Tallegalla-tegund gerir sér haug undir harrtré. Grefur hún fyrst dálitla gryfju og fyllir hana af laufi, herki og greinum, svo að kúfur myndast upp af. I kúfinn gerir liún eggjahólf, eys síðan um 8 cm þykku lagi af sandi yfir allan hauginn og híður nú eftir regni. Þegar regn hefur gegnbleytt allan liaug- inn, byrjar í honum gerjun og hitnar í jurtahlutunum. Þá er „útungunarvélin“ tilhúin, og hænan fer að verpa. Fuglarnir byggja venjulega hauginn í júlí—ágúst, en verpa ekki fyrr en í seplemberlok. Ef ekki rignir á vanatíma, bíða hænurnar bara með varpið! Bæði kynin hjálpast að við liaugbygg- inguna og nota hæði fætur og vængi við verkið. Fuglarnir slélta sandinn fagur- lega með vængjunum. Eggin liggja stund- um á „þrem hæðum“, og er gerjunarhit- inn í eggjahólfunum um 35° á C. Tekizt hefur að láta Tallegalla-hænsni unga út í dýragörðum. Þykir mönnum mjög gaman að horfa á þau að starfi. Er haninn sérlega duglegur við haug- gerðina, dregur saman lauf, hleður, geng- ur athugandi í kring og lagar hér og þar, en skeytir lítl um hænuna á meðan. Síð- ar sækist hann þó mjög eftir henni. Hæn- an hirðir litl um egg eða unga; það kem- ur meir í hlut karlfuglsins. Hann rífur

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.