Samtíðin - 01.06.1962, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1962, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN „Nú verð óg að fara,“ sagði röddin. „Mér þótti vænt um að fá að tala við yð- ur, það liefur stytt mér stundir. Má ég liringja til yðar aftur?“ bælti hún við og var nú allt í einu orðin áköf. „Gerið þér það, cf yður langar til, en ég er oft úli á kvöldin,“ svaraði ég og reyndi að láta sem minnst á því bera, að mér fannst þetta óskemmtilegt. „Það gerir ekkert til. Ég gel alltaf reynt að liringja. Þakk’ yður kærlega fyrir.“ Röddin deyfðist nú svo, að kveðju- orðin urðu að hálfgerðu hvísli. Þegar ég hafði lagt tólið á, átlaði ég mig á, að ég liafði ekki minnstu liug- mynd um, liver þetta hafði verið, hvar hún átli heima né hvers vegna hún hafði verið að hringja til mín, að öðru leyti en því, að hún kvaðst vera einmana og sagði, að sig langaði lil að rahba við einhvern. Ilinu var ég staðráðin í, að ef ég væri heima, þegar hún liringdi næst, skyldi ég ekki svara henni. Senni- lega mundi hún hringja kl. 7, og þegar síminn hringdi kvöldið eftir, lét ég sem ég hevrði ekki til lians. En það verð ég að segja, að þreyttari varð ég af að hlusta á liann hringja líu mínútur samfleytt en ég liafði orðið af samtalinu við konu- vesalinginn kvöldið áður. Þegar síminn hringdi kvöldið eftir, iðr- aðist ég gjörða minna og svaraði tafar- laust. „Þér svöruðuð mér ekki i gærkvöldi,“ sagði hún önug. „Mikið þótti mér það leiðinlegt.“ „Mér þykir leitt, en ég var ...“ úti var rétt komið fram á varirnar á mér, en þá greip hún fram i fyrir mér. „Ég sá vður koma inn klukkan hálfsjö, svo ég vissi, að þér voruð heima,“ sagði hún. „Ég ætlaði að segja, að ég hefði verið upptekin,“ sagði ég hátíðlega. Undir niðri fann ég til leiða yfir því, að njósnað skyldi vera um háttsemi ilina, en dró af þvi þá ályktun, að hún hyggi í grennd við mig. Hvað sem því leið, áttum við örstutt samtal um veðrið og sitthvað annað, áð- ur en hún sleil talinu. Næsta hálfa mánuðinn urðu símtöl okkar sí og æ lengri, og enda Jjó11 hún hringdi mig ekki upp á hverju kvöldi, brást það ekki, að hún hringdi á slaginu 7. Mér er ekki fyllilega Ijóst, af liverju ég liélt þessum samtölum áfram. Ef til vill liefur það verið vegna þess, að ég kenndi í hrjósti um liana, ef lil vill hefur mig fýsl að komast að því, hver hún væri, því að þó liún segðist lieita Jólianna, hafði ég aldrei heyrt föðurnafn henn- ar. Mér skildisl, að hún hyggi skamml frá mér, og smám saman komst ég að 'því, að hún var gift, maður hennar kom seint heim að horða á kvöldin og að hún heið eftir honum með matinn, sem al- veg var að verða ofsoðinn. TVEIMUR DÖGUM áður en von var á grönnum mínum heim úr sumarleyf- inu, fór mig að langa til að gela gefið þeim einhverja skýringu á öllum þess- um símtölum mínum. Vildi þá svo vel til* að ég i'alcst á konu, sem hjó þarna i hús- inu, og spurði liana, livorl hún vissi, hvaða fólk liefði húið á hæðinni and- spænis mér, áður en núverandi leigj- endur fluttust þangað. Það kom dálítið á hana, þegar ég spurði að þessu. „Auðvitað kannast ég við fólk- ið,“ sagði liún, „en ég ætla að biðja yð- ur að að hafa ekki orð á því, sem ég segi yður, við núverandi leigjendur íhúðar- innar.“ Eg lofaði því, og hún liélt áfram: „Hús- hóndinn fór víst til Ástralíu, en ... kon- an fyrirfór sér hér í íhúðinni. Þetta voru ung hjón, og í fyrstu virtist alU vera í lagi þeirra á milli, en svo fór hann að koma svo seint heim á kvöldin. Konu-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.