Bæjarpósturinn - 17.11.1924, Page 1

Bæjarpósturinn - 17.11.1924, Page 1
Fréttir fcá íi Hæni BÆJARPÓSTURINN ÚT6EFANDI: SI6. ARN6RÍHSS0N pQOgOODQCPOOJÚ Verð15 at. eintakið 1. árg. Seyöisfirði, 17. nóv. 1924. 14. tbl. Símfregnir. Rvík 1B/n. FB. Flokkaskifting f brezka þinginu. Fullnaðarúrslit brezku kosning- anna urðu þannig: 413 íhalds- menn, 150 verkamenn, 40 frjáls- lyndir, 7 stjórnskipulagssinnar og 5 utanflokka. Nobels bókmentaverðlaunin. Pólski rithöfundurinn Vladislav Reymond hlaut í þetta sinn bók- mentaverðlaun Nobels fyrir skáld- sögu sína „Líf pólskra bœndu“. Stresemann hefir nýlega í ræðu kveðið Bandamenn hafa uppfylt skyldur sínar samkvæmt Lundúnafundai- samþyktinni. Áfengislögbrot og dómar. Þrír vínsalar, sem fyrir skömmu voru ákærðir af lögreglunni í Reykjavík, hafa verið dæmdir í 1000, 1500 og 2000 króna sektir og 30 daga, 30 og 45 daga fang- e1si. Ot af Hverfisgötubrunanum hafa tveir verið dæmdir, annar í 30 daga fangelsi og 500 króna sekt, en hinn í 1000 króna sekt , fyrir áfengisbruggun. Axel Tulinfus er portugiskur konsúll orðinn. Rvík 16/n. FB. Frakkar og Þjóöverjar. Samkomulagstilraunir umverzl- unarsamning Þjóðverja og Frakka hafa strandað í bili. Þjóðverjar krefjast, að 26% útflutningsgjald verði afnumið, og telja það ólög- legt síðan Dawes-samþyktin komst á. En Frakkar álíta það leyfilegt samkvæmt friðarsamningunum. Mótstaðan gegn Mussolini harðnar. Skærur ágerast, en hann treystir á herinn. Og er stjórnar- skipunar breyting ekki taiin ólíkleg. Landskjálftar á ítalfu. Hræðilegir landskjálftar ganga á Ítalíu. 300 þorp hafa gereyðst og fjöidi manna limlestst og látið lífið. Eldsvoöar í New-York. Ógurlegir eldsvoðar geysa í út- borgum New-Yorks. Upptökin voru í saltpétursverksmiðju einni. 35 verksmiðjur og fjöldi íbúðarhúsa hafa gereyðilagst. 260 fjölskyldur eru húsnæðislausar. Margir menn hafa limlestir orðið og látið lífið. Vfnverzlunarsjóöþuröin. Dómur hefir veriö uppkveðfnn í sjóðþurðarmáli vínverzlunarinn- ar. Hinir ákærðu eru dæmdir í 40 daga og 30 daga fangelsi og 900 króna sekt báðir. Dómurinn er skilorðsbundinn.

x

Bæjarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.