Bæjarpósturinn - 27.02.1925, Page 2

Bæjarpósturinn - 27.02.1925, Page 2
BÆJARPOSTURINN veiðst í gær og í morgun þar í firðinum af loðnu og síli, kæmi hver báturinn eftir anuan hlaðinn að landi, t. d. hefði einn vélbáts- útgerðarmaður fengio í morgun 6 hlaðna róðrarbáta. í morgun fóru 4 vélbátar þar á sjó, og er það fyrsti róðurinn á vertíðinni. Útlitið mjög fiskílegt. Veður gott í dag, en fremur drungalegt loft. Innflutningshöftin afnumin að nokkru. Svohljóðandi símskeyti bar-t bœjarfógetanum hér að kvöldi 25. þ. m. frá atvinnumálaráðuneytinu: „Ráöaneytið hefir f dag felt niður innflutningsbann á vörum þeim, sem taldar eru f b-lið fyrstu greinar reglugerðar 7. maf 1924 um innflutningsbann á óþörfum varningi. Atvinnumálaráðuneyíið". Engar fregnir eru komnar um, hvort verðtollur haldist eða breyt- ist. B-liður innflutningsregiugerðar- innar, sem nú er feldur niður, var svohljóðandi: „Smjör, smjörlíki og Hllskohar feitmeti nema t;l iðnaðar. Ostur allskonar. Egg ný og niðursoðin, eggjaduft. Niðursoðið grænmeti. Nýir og þurkaðir ávextir, nema þurkuð epli, sveskjur, aprikósur og ferskjur, bláber og kirsuber. Öl, ölkelduvatn. ávaxtasafi (saii). Súkkulaði. Efni til brjóstsykurs- og konfektgerðar. Kerti. Vagn- áburður, skóáburður, gólfáburður, leöuráburður og fægiefni hvers- konar. Sápa, sápnspainir, sápu- duft. Sjónaukar, Ijósmyndavélar Og hlutar í þær. Bifreiðar, bifhjól, reiðhjól og varahlutar í þau tæki. Hurðir, gluggar og húsalistar. All- ar vefnaðarvörur, sem verðtollur er lagöui á og ekki eru áður nefndar og tilbúinn fatnaður, sem ekki er áður talinn. Speglar og glervörur aðrar en rúðugler og vatnsglös. Postulínsvörur alls- konar. Bréfspjöld".

x

Bæjarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.