Bæjarpósturinn - 05.03.1925, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 05.03.1925, Blaðsíða 1
miimniic * Fréltlr frá Hæni BÆJARPOSTURINN ÚT6EFANDI: SI6. ARN6RÍMSS0N 1. árg. Seyöisfiröi, 5. marz 1925. 28. tbl. Rvík 28/a. FB. Frá Alþingi. Stjórnarfrumv. framkomið um dósentsembœtti \ málfrœði og sögu íslenzkrar tungu. Vísað til mentamá'anefndar. Efri deild mót- fallin því að skemtanaskatturinn skiftist. Varalögreglufrumv. hefir tvíveg- is verið tekio af dagskrá vegna langra umræðu um önmir mál. Slys. Maður beið bana við grjót- vinnu í Hafnarfirði í gær, Sigurð- ur Jónsson að nafni, nýgiftur. Ebert er alvarlega veikur. Bretar hafa í hyggju að auka loftflotann stórkostlega. Rvík 2/s. FB. Ebert ríkisforseti Þýzkalands lézt á laugardag rólegum dauða úr lífhimn'ibólgu, er var eftir- köst uppskurðar við botnlanga- bólgu. Forsetakpsning fer fram innan sex vikna. Margir benda á Marx sem líklegan eftirmann. Dágóöur afli í Vestmannaeyj- um, 4—7 hundruð á bát. Frá Alþingi. Viðbúist að umræðum um vara- lögreglufrumvarpið ljúki í þessari viku, hefir það hvað eftir annað veriö tekið af dagskrá vegna langra umræða um önnur mál. Rvík 3/3. FB. Jarðarför Brantings fór fram á sunnudaginn með meiri viðhöfn en dæmi eru ti! á Norðurlöndum. Áttatíu þúsundir manna þátttöku. Frá Alþingi. Efri deild hefir felt frumvarpið um að skifta skemtanaskatti milli landsspítala og þjóðleikhúss. Fjáraukalögin fyrir 1924 hefir neðri deild afgreitt til efri deildar. Frakka og Englendinga deilir á , um hve lengi setuliðið skuli vera í Köln. Englendingar vilja að það fari er Þpðrerjar hafi uppfylt viss skilyrði, en Frakkar vilja að það sitji sem lengst. Eitt- hvert leynimakk um samband kvað vera á milli Breta og Þjóðverja og vekur þetta mestu eftirtekt. Rvík 4/a. FB. bruni á Siglufirði. í fyrradag á hádegi brann hús Henriks Thorarensen læknis á Siglufirði ásamt prentsmiðju og útbyggingu. Inni brunnu innan- stokksmunir allir, prentáhöld, lyf, læknisáhöld, nær fullprentuð lækn- ingabók og handrit. Kviknaði út frá ofni. Húsið var eign lands- bankans. Skaði læknis tilfinnan- legur.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.