Bækur og höfundar - 01.09.1938, Síða 2
2
BÆKUR OO HÖFUNDAR
Skáldið úr Suðursveit
Þórbergur Þórðarson er fæddur að Hala
í Suðursveit hinn 12. marz 1889. Fluttist til
Reykjavíkur vorið 1906 og gerðist þar vinnu-
maður til þess að komast á skútu, en skútu-
líf hafði lengi verið einn af hinum róman-
tísku æskudraumum Þórbergs. Ætlaði sér
að ganga í sjómannaskótann og verða kaft-
eínn. Var þrjú ár á skútu, leiddist, langaði
ekkert á sjómannaskólann og missti allan
áhuga á kafteinstigninni. Qekk í kvöldskóla
Ásgríms Magnússonar í Bergstaðastræti einn
vetur og í kennaraskóiann veturinn 1909—
1910. I vegagerð á suinrin. Las undir Mennta-
skólann 1910—1913, en dauðleiddist öll skóla-
fög og tók aldrei prófið. Stundaði síðan nor-
rænunám við háskólann árin 1913 til 1919.
Samdi skýringar yfir alla Snorra-Eddu árin
1915—1916, en handritið týndist í lánum.
Kennari í íslenzku við Iðnskólann 1919 til
1925 og íslenskukennari við Verzlunarskólann
1921 til 1925. Kennari við Ingimarsskólann
1928 til 1931. Fekk styrk úr ríkissjóði til orða-
söfnunar 1916 og safnaði mörg ár orðum úr
alþýðumáli og safnar enn þá í íhlaupum. Safn
hans er geymt á Landsbókasafninu. Fékk
ríkissjóðsstyrk sínum breytt í rithöfundar-
styrk fyrir nokkrum árum. Lagði að mestu
á hilluna norrænustuderingar 1918 og gaf
sig allan við spíritisma, yogaheimspeki og
,guðspeki 1918—1922. Studeraði til hlítar es-
peranto, sögu þess og bókmenntir 1925 til
1932. Studeraði pólitík, galdrabrennur og
múgvitfirringu 1933 til 1935.
Fór utan í fyrsta sinn 1921 og síðan 1925,
1928, 1929, 1930, 1931, 1934, 1936 og ferðað-
ist um mörg lönd. Á alþjóðaþingum esperant-
asta 1926 í Edinborg, 1928 í Antverpen, 1929
í Leipzig, 1931 i Amsterdam og 1934 í Stokk-
bólmi. Lærði kennsluaðferð Andreo Che í
Arnheimi 1931 og hefur síðan haft esperanto-
■námskeið öðru hvoru.
Studeraði mikið íslenzkan nútíðarkveðskap
á árunum 1909 til 1912. Hið fyrsta, sem út
kom eftir Þórberg var kvæðj í Vísi haustið
1911. Það hét Harðstjórinn og birtist með
gervinafni. Svo kom Nótt vorið 1912 í ísa-
fold. Rit Þórbergs eru þessí:
Hálfir skósólar 1914.
Spaks manns spjarir 1915.
Hvítir hrafnar 1922.
Leiðarvísir um orðasöfnun 1922.
Bréf til Láru 1924.
Heimspeki eymdarinnar 1927.
Alþjóðamál og málleysur 1933.
Pistilinn skrifaði 1933.
Rauða hættan 1935.
Esperanto I. Leskaflar 1937.
Esperanto II. Málfræði 1937.
íslenzkur aðall 1938.
Þar að auki fjöldi blaða- og tímaritsgreina,
svo sem: Lifandi kristindómur og ég, Bréf
til jafnaðarmanns, 3379 dagar úr lífi mínu,
Nýtt skilningarvit, Á guðsríkisbraut, Múg-
vitfirringin í Þýzkal'andi, Ströndin á Horni,
Með strandmenn til Reykjavíkur, Lifnaðar-
hættiiir í /Reykjavík, sem nú er að koma út í
Landnámi Ingólfs, og fjölda margt annað.
Óbirt handrit um endurholdgunarkenning-
una.
Gráskinna, 4 hefti, ásamt prófessor Sig-
urði Nordal.
Þýðingar eru aðallega þessar:
Kynlegar ástríður, tvær sögur eftir Edgar
Allan Poe.
Langa kistan eftir Poe.
Boscomb-undrið eftir Conan Doyle.
Yoga, eftir Johannes Hohl'enberg, ásamt
Ingimar Jónssyni 1919.
Starfsrækt eftir Vivekananda ásamt Jóni
Thoroddsen, kom út 1928.
Höfuðóvinurinn ásamt V. J. og J. Th.
Nú dvelur Þórbergur Þórðarson ásamt frú
sinni í Tékkóslóvakíu og llytur þar fyrir-
lestta á esperanto, eftir beiðni tékkneskra
esperantista.