Bækur og höfundar - 01.09.1938, Page 3
BÆKUR OO HÖFUNDAR
3
Hrímhvíta móðir
1.
Mér þykir gamari að lesa ljóð, en opna
flestar nýjar kvæðabækur með nokkurum
kvíða. Það eru svo margir, sem yrkja á þessu
landi, og fjöldinn allur heldur, að þeir geri
það með þeim ágætum, að fáum sé unnt að
leysa viðfangsefnin betur af hendi, og allt
of mörgum virðist það hrein og bein ástríða
að koma ljóðum sínum út í bókarfomú.
Árangur þessa verður sá, að á markaðinn
kemur fjöldi af lélegum Ijóðabókunr, sem
valda öllum, er kaupa þær og lesa, sárum
vonbrigðum, svo að þeir verða varkárir í
því að fleygja peningum út fyrir þessa tegund
skáldskaparrita. Og það kemtir síðan niður
að einhverju leyti á góðum kvæðabókum.
2.
Það komst enginn kvíði að, þegar mér
barst í hendur Hrímhvíta móðir eftir Jóhann-
es úr Kötlum. Ég hlakkaði til að lesa bókina,
því að eg vissi, að höfundurinn er prýði-
'legur ljóðasiniður og ekki vanur að kasta
höndunum til þess, sem hann gerir, og hef-
ur alltaf verið að vaxa með hverri nýrri
kvæðabók, sem hann hefur látið frá sér fara.
Hagmælskan er honum í blóðið borin og
hann hefur haft vit og vil'ja til þess að aga
sjálfan sig og sýna þolinmæði og natni við
verk sitt.
Og Iestur þessa söguljóðs olli engum
vonbrigðum.
Þetta er eflaust erfiðasta viðfangsefnið, sem
Jóhannes úr Kötlum hefur glímt við, því að
það er mikiu auðveldara að yrkja eitt og
eitt kvæði um sérstakt efni, heldur en að
taka á þann hátt, sem hann gjörir, sögu
Jandsins og yrkja hana í stórum dráttum í
samfelldu söguljóði. Að vísu er það aug-
Jióst, að öll kvæðin eru ekki jafngóð, en
fau eru ölf vel ort, þótt finna megi ef til
vill að einstaka erindi. En hvenær er slíklt
*kki hægt, og hvenær er það á rökum reist?
Allir íslenzkir ljóðavinir ættu að eiga bókina.
Dale Carnegie:
How to Win Friends and Influence People
Fyrir skömmu kom út í Ameríku bók sú.
er að ofan greinir. Höfundurinn er 46 ára
gamall, og hefur bókin selzt með þeim ein-
dæmum, að fullyrt er, að biblían ein star.di
þar framar. Og um hvað fjallar svo þessi
bók? Eins og titillinn ber með sér, gefur hún
leiðbeiningar um, hvernig höfundur hennar
álítur, að menn eigi að umgangast aðra, ef
þeir óska eftir að afla sér vina og verða
áhrifaríkir í því, setn þeir taka sér fyrir
hendur. En Dale Carnegie hefur um langt
árabil liaft það að atvinnu að leiðbeina fólki
á þessu sviði í stofnun einni, er ber nafn
hans. Hafa sunúr þekktustu athafnainenn í
Bandaríkjunum setið á skólabekk hjá höf-
undinum og þakka leiðbeiningum hans að
verulegu leyti gengi sitt í lífinu.
Sólstafir
Það er ekkert óalgengt, að íslenzkir bænd-
ur yrki ljóð og að þeir gefi þau út í bókar-
formi, en kvæði þessa önfirzka bónda eru
með öðrum svip en maður á að venjast í
íslenzkri ljóðagerð. Og þó að ekki væri nema
vegna þessarar staðreyndar, er næg ástæða
til þess að bjóða hann velkominn á mark-
aðinn með þessa fyrstu bók sína.
Auðvitað væri þetta út í loftið sag4, ef
ekki fylgdi efnisvalinu leikni í formi og með-
ferð málsins. En Guðmundur Ingi yrkir vel
og kemur með ný viðfangsefni, svo að þess
vegna er bók hans góður fengur. Hann lof-
syngur hina máttugu mold, því að hann er
maður, sein gekk út að sá og vatdi sér
lögnnótt, þegar vor lá yfir dalnum, og sáði
höfírum í inijúka mold í margfaldrar uppskeru
von, og hann er ánægður með líf sitt og
starf, þótt hann sé öreiginn Guðmundur Ingi
í . . önfirzkur bóndasveinn. Hann yrkir um
hvíta drykkinn — mjólkina — grænkál og
fiárhúsailm og hvítar gimbrar og lirúta og
rothey, bygg og salat.