Bændablaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 2
BÆNDABLAÐIÐ Miðvikud. BÆNDABLAÐIÐ Útgefandi: Bændaflokksfélag Eyjafjarðar. Útgáfustjórn: Jón Rögnvaldsson, Fífilgerði. Eiður Guðmundsson, Þúfnavöllum. Svafar Guðmundsson, Akureyri. Ábyrgðarmaður: Stefán Stefánsson, Fagraskógi. Prentverk Odds Björnssonar. Nýlendokröfflr Pjóðverja. Eftir ósigur Þjóðverja í heims- styrjöldinni, voru allar nýlendur þeirra teknar af þeim, og féllu þær flestar í hlut Englendinga. Síðan Nasistar komu til valda í Þýskalandi, hafa þeir rofið hvern samninginn eftir annan, sem Þýskaland gerði eftir styrjaldar- lokin. Þeir hafa hætt að borga stríðsskuldirnar, lögleitt almenna herskyldu í landinu, sent her sinn inn í Rínarhéruðin o. s. frv. Og alt þetta hafa Nasistar gert án þess að sigur.vegararnir í ófriðnum, sem þröngvuðu Þýskalandi til að ganga að þessum skilmálum hafi reynt að gera neitt til að fá þá til að standa við þá. Og nú færa Nas- istarnir þýsku sig enn upp á skaftið og gera kröfu til að fá aft- ur þær nýlendur, sem þeir mistu í ófriðnum. Fyrst komu þessar kröfur aðallega fram í æsingaræð- um Hitlers og ýmsra óróamanna Nasistaflokksins og voru frekar skoðaðar sem stóryrði og glamur til að friða fólkið, heldur en blá- ber alvara. En upp á síðkastið bendir þó alt í þá átt að svo sé. Jafnvel menn með ríka ábyrgðar- tilfinningu eins og Schacht ríkis- bankastjóri, hafa gert þessa kröfu að sinni, og hún hefir sífelt orðið háværari meðal þýskra stjórn- málamanna nú í seinni tíð. Ýmsir friðarvinir utan Þýska- lands líta þannig á, að það sé eðli- legt að teknir séu upp samningar við Þjóðverja um þetta mál á þeim grúhdvelli, að þeir fái eitt- hvað af nýlendum sínum aftur til að afla sér hráefna og markaða fyrir iðnað sinn. En slíkar raddir mega sín víðast hvar lítils, og alt bendir til, að Þjóðverjum verði ekki látið neitt slíkt í té með góðu. En það er víst, að þessar kröfur Þjóðverja verða ekki bældar nið- ur. Öll pólitík Nasista sýnir það glögt, að þeir fara sínu fram hvað sem aðrar þjóðir segja, og í krafti hins gífurlega herbúnaðar síns þykjast þeir nú færir um að gera alvöru úr nýlendukröfum sínum 9 A víð og dreif. Úr markaskrám Tímamanna. Blöð Tímamanna bera sig illa út af orðaskiftum Eysteins ráð- herra og Hannesar Jónssonar í útvarpsumræðunum um Kveld- úlfsmálið. Sérstaklega svíða þeim þau ummæli H. J. um Eystein, að hann væri veðsettur sósíalistum upp fyrir haus og að aðeins eyrun stæðu þar upp úr svo kommúnist- ar gætu brugðið á þau marki sínu. Tímamenn hafa barið sér á brjóst og hrópað hátt um það, hve starf kommúnistanna væri skað- vænlegt fyrir þjóðina. Og þó að störf og stefna Framsóknarflokks- ins — eins og hann er nú — sé vagga kommúnistiskra kenninga, vilja þeir í orði kveðnu vísa öllum kommúnistum út í ystu myrkur þegar þeir koma fram sem sér- stakur flokkur. Það vekur því ekki litla eftir- tekt þegar nú er skrafað um það á bak við tjöldin að kaupa' komm- únista hér í Eyjafirði til fylgis við Einar og Bernharð, sem Fram- sóknarflokkurinn er nú farinn að örvænta um að nái endurkosn- ingu. Gæti þá svo farið að komm- únistar teldu sig hafa eignarheim- ild á eyrum þeirra, hvort sem þingm. yrðu heldur dregnir í dilka eftir eyrnamarki eða brenni- marki. Umbœtur — atvinnubœtur. í umræðunum um ríkisútgerð- ina á Alþingi um daginn, sagði Jón Baldvinsson að nú legði ríkið miklu meira fé fram til atvinnu- aukningar í landinu heldur en á tímum samsteypustjórnarinnar. Gefur þetta tilefni til að athuga fjárframlög ríkisins til opinberra framkvæmda í tíð núverandi og fyrverandi stjórnar. 1933 var 1,7 miljón kr. varið til vega- og brúagerða. Það ár voru lagðar fram 285 þús. kr. til at- vinnubóta í kaupstöðum. En hvernig er þetta eftir að nú- verandi stjórn tók við? Hún leggur einungis fram rúml. 1,5 milj. kr. til vega og brúa þrátt fyrir andstöðu annara stór- velda. Hvort sem það verður fyr eða síðar, sem Þjóðverjar láta til skar- ar skríða í þessu máli, þá er það víst að friðurinn í Evrópu er í næstu framtíð meir kominn und- ir heppilegri lausn þess heldur en flestum vandamálum, sem nú eru á döfinni. árið 1935 en sama ár kastar hún 512 þús. kr. fram til atvinnubóta í kaupstöðum, sem varið er til að moka snjó, höggva klaka o. s. frv. Þessar tölur sýna glöggt mun- inn á ráðsmensku sósíalista og Bændafl. Sósíalistar verja fénu til að halda við atvinnuleysingjunum á mölinni með óarðbærum og heimskulegum atvinnubótum, en Bændaflokkurinn ver fénu til líf- rænna, skapandi umbóta, til að minka fjarlægðirnar í okkar strjálbýlu sveitum. „Dauðinn fyrir dyrum.“ Fréttaritari Alþýðublaðsins sendi því nýlega bréf úr þorpi einu í Barðastrandasýslu, þar sem hann dró upp hina hörmulegustu mynd af ástandinu í héraði sínu. Kvað hann það svo ömurlegt, að ef ekki batnaði von bráðar væri ekki annað en „dauði fyrir dyr- um“ hjá fjölda manna. Þannig er ástandið á þessum stað að dómi þessa Alþýðuflokks- forkólfs. Þannig lýsir sér hið nýja góðæri“ sem stjórnarflokk- arnir hafa skapað. Og skyldi á- standið ekki vera svona víðar? Hvers ætti Barðastrandarsýsla sérstaklega að gjalda? Hún hefir þó lagtstjórnarflokkunumtvoþing- menn og þá ekki af lakara tæinu. Rafveitumálið. Sl. sunnudag var að tilhlutun Rafveitustj órnar haldinn almenn- ur borgarafundur um rafveitumál- ið í Samkomuhúsi bæjarins. Bæjarstjóri rakti sögu málsins í stórum dráttum og skýrði nokkuð áætlunina um virkjun Laxár, sem bæjarstjórnin samþykti á síðasta fundi sínum. Kvað hann það aðal- lega mæla með Laxá, hve rennsli hennar og vatnsmagn væri jafnt, enda væri framhaldsvirkjun þar ódýrari en við Goðafoss. Kostnað- aráætlun um virkjun Laxár er ca. 1,4 milj. kr. Þar af um Vz milj. kr. aðkeypt efni og 400 þús. kr. í vinnulaun. Þingmaður Akureyrar hefir bor- ið fram frumvarp til laga um virkjunina, sem mun að mestu samhljóða lögunum um Sogsvirkj- unina, m. a. ákvæði um ríkisá- byrgð fyrir láni til fyrirtækisins. Hefir Vilhjálmur Þór verið utan- lands undanfarið og leitað fyrir sér um lán til virkjunarinnar, en talið er hæpið að það fáist án rík- isábyrgðar. En vegna þess að talin er nokkur tregða á því hjá stjórn- aiflokkunum, var borgarafundur- inn haldinn. Bar rafveitustjórnin þar fram svohljóðandi tillögu, sem (Frh. á 4. síðu). TfimadAlkur. | okkar fámenna og fréttasnauða landi eru blöðin eðlilega mjög lítil, í samanburði við blöðin í stóru og fjöl- mennu löndunum. Sakir þessarar smæðar eru blöðin flest afar fábreytt, ekki síst vikublöðin, sem ekki geta flutt hinar daglegu fréttir frá útlöndum og höfuð- staðnum. Blöðin eru líka flest málgögn vissra stjórnmálaflokka og verja mestu rúmi sínu til að ræða pólitík út frá síns flokks sjónarmiði. En í okkar pólitíska landi eru nú ekki allir svo gerðir, að þeir geti alltaf lesið um pólitik og þeim hafa vikublöðin venjulega ekkert að flytja. Bændablaðið mun reyna að vera öðrum vikublöðum fremra í þessu efni. Þó það sé lítið og hafi nóg við rúm sitt að gera, tnun það reyna að hafa alltaf einn dálk til fróðleiks og skemtunar handa þeim, sem ekki hafa pólitíkina fyrir sinn kína- iífs-elexír. Mun Bændablaðið framvegis í þessum dálki flytja ýmsan fróðleik skrítl- ur og aðrar frásagnir, en af því að blað- ið getur ekki tekið ábyrgð á að það sé allt alveg sannleikanum samkvæmt, hefir það valið þessum kafla ofanritaða yfir- skrift. Skotar þykja manna lægnastir við að græða fé. Til þess bendir líka eft- irfarandi saga manns, er fór í járnbraut- arferð í Skotlandi á fyrstu dögum járn- brautanna þar í landi: Eg keypti mér farmiða á 1. farrými, en varð ekki lítið hissa er ég kom upp í Iestina og sá að þar var öllurn ætlað samskonar pláss, enda þótt þrennskonar verð væri á farmiðunum. En á leiðinnl fékk ég skýringuna. Við komum að hæð og lestin stöðvaðist. Þá gekk brautar- þjónn fram með vögnunum og kallaði: »Farþegar á I. farrými sitji kyrrir, far- þegar á II. farrými komi út og gangi, en farþegar á III. farrými komi út og ýti á eftir lestinni.« egar síðasta Framsóknarþingið var haldið í vetur, komu fleiri heldur en málaliðið í Rvík taldi sig geta hýst. Var þá leigð gömul verslunarbúð úti I bæ, tekin teppi úti i »Esju« og búið um suma þingmenn í flatsæng á gólfinu. En sagt var að sumum þætti sú vist ærið ill, og Strandamenn, sem vanir eru sínum þykku dúnsængum og væntu gistingar f sjálfum ráðherrabústaðnum, skulfu undir ríkisteppunum. En sem betur fór varð það þó engum að meini. Skáld nokkurt kom í heimsókn til lijóna, sem áttu ungt barn í vöggu. »Þessi ungbörn,« segir skáldið, »minna mig alltaf á bylgjur á úthafi lífsins.« »Já,« svarar faðirinn, »þau eru að minsta kosti altaf vot.« egar skáldið Mark Tvain var í skóla, átti hann að skrifa stíl um afleiðingar letinnar. Hann skilaði alveg auðu blaði. Það talaði bestu máli um hinar alvarlegu afleiðingar letinnar,

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/652

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.