Bændablaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 3
14. apríl 1937 BÆNDABLAÐIÐ Framsóknarflokkurinn sigrar sjálfan sig. Deftlunni um Búnaðarfélag Islands lýlt- ur með fullum ósigri Tímaliðsíns. Einni af clslu og merkustu slofnunum þjóðarinnar bjargað frú niðurlægingu og vansœmd. Blöð Tíraamanna hafa öðru- hvoru undanfarið verið að flytja fregnir um sigra í sambandi við árásina á frelsi Búnaðarfélags- ins. Er því rétt, að rekja tilefni og markmið herferðarinnar g'egn B. í. Fyrir síðustu kosningar, þegar séð var, að mikill hluti af forystu- mönnum búnaðarfélaganna, með Tryggva Þórhallsson í fararbroddi, höfðu yfirgefið Framsóknarflokk- inn, byrjaði Hriflu-Jónas að skrifa um „óstjórn og óreiðu“ í Búnað- arfélagi íslands, sem hvorki hann né aðrir höfðu komið auga á, alt til þess tíma. Jafnframt reyndi hann að vekja tortryggni gegn þeim bændum, sem sæti áttu á Búnaðarþingi, kallaði þá þreklausa og líklega til að verja vesöld félagsins til hins ítrasta o. s. frv. (Tíminn 5. febr. 1935). Þegar sakarefni hafði þann- ig verið búið til á hendur Búnað- arþingi og starfsmönnum félagsins, var látið til skarar skríða gegn fé- laginu með samþykt I. kafla jarð- ræktarlaganna á Alþingi 1936. Markmið þessarar lagasetning- ar var augljóst Það var, að hrifsa yfirráðin yfir félaginu úr höndum Búnaðarþings og bænda og fá þau í hendur landbúnaðar- ráðherra og núverandi búnaðar- málastjóra, sem eins og kunnugt er, má telja verkfæri í höndum ráðherrans. Jafnframt átti að auð- mýkja Búnaðarfélagið með því að lögfesta í jarðræktarlögunum nýtt skipulag fyrir félagið, þannig að bændur eða Búnaðarþing gætu þar engu um þokað, hversu illa sem hið nýja skipulag kynni að reynast. Þegar þessu markmiði var náð, var síðan auðgert að gera félagið að sannkallaðri gróðrarstíu fyrir málalið Framsóknarflokksins. Nú hefir þessu máli verið ráðið til lykta þannig, að Tímaliðið hef- ir orðið að slíðra vopnin. Þær von- ir, sem flokkurinn hafði gert sér í þessu máli, eru að engu orðnar, svo ef um sigur getur verið að ræða, þá er hann sá, að flokkurinn hefir sigrast á sínum illu hvötum og tilhneigingum og má að sönnu telja slíkt vel farið. Aukabúnaðarþinglð. Með slíku offorsi var mál þetta upp tekið af þeim Tímamönnum, að ráðherra flokksins krafðist þess, að kvatt yrði tafarlaust til aukabúnaðarþings. Var látið að þeirri ósk ráðherrans, þar sem hann bauðst til að greiða allan kostnað, sem þetta tiltæki hefði í för með sér, úr ríkissjóði. Árangurinn af þessu þinghaldi varð þó allur annar en við hafði verið búist. Þrátt fyrir loforð og ’hótanir reyndust bændurnir á Búnaðarþingi þrekmeiri en Tíma- liðið hafði gert ráð fyrir. Þeir réttu að vísu fram höndina til samvinnu og samkomulags, en höfnuðu allri nauðung. Fyrir hönd bændastéttarinnar kröfðust þeir félagsfrelsis og þess að Búnaðarfélag íslands yrði ekki gert að bitbeini pólitískra loddara. Þessa afstöðu sína til jarðrækt- arlaganna lögðu þeir síðan rólegir undir dóm bændanna sjálfra. Við þessa ákveðnu og djarf- mannlegu framkomu Búnaðar- þings kom hik á stjórnarliðið. Öll- um var augljóst, að boginn hafði verið spentur of hátt og virðingu bændastéttarinnar misboðið* í fátinu gleymdust allar hótan- irnar. Búnaðarfélagið fór áfram með framkvæmd jarðræktarlag- anna, eins og ekkert hefði í skor- ist, en snúist var að því að bjarga því sem bjargað varð. Fjármálaráðherra, búnaðarmála- stjóri og allir sendlarnir þustu um landið þvert og endilangt, til að þvinga flokksmenn sína til að standa með flokknum í þessu máli og létu margir til leiðast þó sár- nauðugir væru. Af 7500 meðlim- um búnaðarsambandanna fengust rúmlega 2000 bændur til að ljá þessu máli fylgi. Málið lekifl upp «ð ný)a. Á Búnaðarþinginu nú í vetur var skipuð nefnd til að athuga þær óskir og ályktanir, sem gerðar höfðu verið í samb. við þetta mál á fundum hreppabún.félaganna. Var nú allur annar hugur í full- trúum Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi en verið hafði í haust, og unnu þeir að því af al~ hug að finna þá lausn deilumál- anna, sem allir gætu við unað og Búnaðarþingi væri vansæmdar- laust að samþykkja. Má sérstak- lega tilnefna Jón Hannesson í Deildartungu. Bar framkoma hans vott um mikla velvild til Bún- aðarfélagsins og á hann án efa drýgstan þátt í því að Framsókn- arflokkurinn félst á það samkomu- lag, sem gert var. Rétt er og að Tlllðgur melrlhlutans á aukabúnaðarþingi i haust: 2. GREIN. Búnaðarfélag íslands hefir á hendi nmsjón með framkvæmd þeirra ræktunar- mála, sem lán eða styrkur er veittur til, samkvæmt lögum þessum, errda brjóti lög eða reglur Búnaðarfélagsins ekki í bága við ákvæði laganna. 3. GREiN. Störf þau, sem Búnaðarfélagi Islands eru falin i lögum þessum, annast búnað- armálastjóri með aðstoð ráðimauta og trúnaðarmanna í samráði við stjórn fé- lagsins. Verði ágreiningur innan Búnaðarfé- lagsins um skilning og framkvæmd á lögum og reglugerðum þeirra laga, sem félagið fer með í umboði ríkisvaldsins, má skjóta ágreiningsatriðunum til land- búnaðarráðherra, sem fellir fullnaðarúr- skurð um málið. 4. GREIN. I stað orðsins »búnaðarmálastjóri« í fyrstu málsgrein komi s>Búnaðarfélag ís- lands«. 5. OG 6. GREIN. Hver sá, er njóta vill styrks samkvæmt lögum þessum, verður að vera félags- maður í búnaðarfélagi hrepps eða bæjar. Þó getur enginn notið kosningarréttar nema í einu búnaðarfélagi. 1 hverjum hreppi skal að öllum jafnaði aðeins vera eitt búnaðarfélag. Heimilt er þó að í hreppi séu tvö búnaðarfélög, ef sérstakar ástæður mæla með þvi og Búnaðarfélag Islands samþykkir. Stjórn búnaðarfélaga skal skylt að halda skýrslur og reikninga, eftir því sem stjórn Búnaðarfélags íslands ákveð- ur. Samrit af skýrslum þessum og reikn- ingum skal senda hlutaðeigandi búnaðar- sambandi. 7. GREIN. Greinin falli niður. geta þess, að forsætisráðherra lagði gott til þessara mála, vildi hann taka fullt tillit til þeirra óska, sem fram komu um breyt- ingu á I. kafla jarðræktarlaganna. í lok Búnaðarþings gengu Fram- sóknarmenn síðan til samninga á þeim grundvelli, sem lagður var í tillögum meirihluta laganefndar á aukabúnaðarþinginu í september og fara tillögur meirihlutans og samkomulagið hér á eftir, svo allir geti séð, að Búnaðarþing hefir í engu kvikað frá sinni stefnu. Fyrsta grein jarðræktarlaganna er óbreytt frá því sem var í jarð- ræktarlögunum frá 1923 og var um hana fullt samkomulag. Samkomnlaglð. á Búnaðarþingi i vetur: 2. GREIN. Búnaðarfélag Islands hefir á hendi umsjón með framkvæmd þeirra ræktun- armála, sem lán eða styrkur er veittur til samkvæmt Iögum þessum, enda sé skipu- lag þess og starfsreglur í samræmi við ákvæði laganna. 3. GREIN. Störf þau, sem Búnaðarfélagi íslands eru falin í lögum þessum, annast búnað- armálastjóri, nieð aðstoð ráðunauta og trúnaðarmanna undir umsjón stjórnar fé- lagsins. Greini búnaðarniálastjóra og stjórn fé- lagsins á um hvernig skilja beri lög og reglugerðir um þau mál, er félagið fer nteð í umboði ríkisvaldsins, má skjóta á- greiningnum til landbúnaðarmálaráð- herra, er fellir fullnaðarúrskurð um mál- ið. 4. GREIN. I fyrstu málsgrein falli úr orðið »bún- aðarmálastjóri«, en í staðinn komi »stjórn Búnaðarfélags íslands«. 5. OG 6. GREIN. I hverjum hreppi eða bæjarfélagi skal vera eitt búnaðarfélag. Heimilt er þó, að í hreppi séu tvö búnaðarfélög, ef sérstak- ar ástæður mæla með því og Búnaðarfé- lag íslands samþykkir. Stjórn búnaðarfélaga skal skylt að halda skýrslur og reikninga, eftir þvi som stjórn Búnaðarfélags Islands ákveð- ur. Samrit af skýrslum þessum og reikn- ingum skal senda hlutaðeigandi búnaðar- sambandi. Hver sá, er njóta vill styrks sanikvæmt lögum þessum, verður að vera félags- maður í bpnaðarfélagi. þess hrepps eða bæjar, þar sem hann á lögheimili. Heimilt er þó með samþykki Búnaðar- félags Islands, þeim bændum, er vegna landshátta eiga erfitt með að vera í bún- aðarfélagi síns hrepps, að vera í búnað- arfélagi næstu sveitar. 7. GREIN. Kjósa skal til Búnaðarþings innan hvers búnaðarsambands. Um kosninga- rétt og kjörgengi tii Búnaðarþings, svo og tölu fulltrúa, fer eins og fyrir er mælt í lögum Búnaðarfélags íslands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/652

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.