1. febrúar - 01.02.1936, Page 2
2
1. FEBRÚAR
1. febrúar og
1. febrúar er í dag. Víða um
land minnast bindindismenn þessa
dags. Minnast þess að eitt ár er
Iiðið síðan sala sterkra drykkja
hófst í landinu. Minnast þess, að
hörmungar þær, sem áfengisnautn
veldur, hefir komið enn greinilegar
í ljós á síðastliðnu ári, en
nokkru sinni fyr. Minnast þess,
að íslendingar, á síðaftliðnu ári,
keyptu áfengi fyrir mun meira fé
en á fyrri árum. Bindindismenn
minnast ógna áfengisins, sem steðj-
að hafa meir og meir að síðastl.
ár en dæmi eru til, með því að
efla félagsskap sinn, efla samtökin
gegn áfengisbölinu. Siglfirzkir bind-
indismenn vilja gjöra sitt til efling
ar bindindishreyfingunni, til efling-
ar almennrar velmegunar, til efl-
ingar nýs og betra lífs. í því skyni
er blað þetta, 1. febrúar, gefið út
og almennur funcíur haldinn um
bindindismálið í dag í Bíó kl. 5.
Á. síðasta þingi Sambands bind-
indisfélaga í skólum, var samþykkt
að skora á öll félög innan sam-
bandsins og á alla bindindismenn
á landinu, „að gjöra 1. febrúar að
alþjóðlegum baráttudegi fyrir út-
rýmingu áfengisins“.
Eg vil nú í aambandi við þessa
samþykkt stuttlega geta hér um
atofnun og starf bindindisfélaga í
skólum og samband það er þau
stofnuðu og áður er greint frá.
Haustið 1932 var stofnað í
um straumum yfir landið, vín-
flöskurnar eru taldar og krónurnar,
í þúsundum og hundruðum þús-
unda. sem inn koma fyrir þær, en
hver telur tárin, sem falla vegna
þessa vínflóðs og þeirrar bölvunar
er af því leiðir? Pau telur enginn.
— Pað er heldur ekki hægt, þau
eru óteljandi.
„íslands óhamingju verður allt að
vopni" var einu sinni sagt. Sann-
arlega fékk óhamingja íslands sitt
skæðasta vopnlagtuppí hendurnar
af þjóðinni sjálfri og löggjöfum
hennar. Með þessu vopni mun hún
vega að þjóninni og fella menn í
hrönnum. Og hún mun ekki blíf«
ast við að vega oft í sama kné-
runn. Þjóðin lamast af víndrykkj.
unni, sonur og dóttir drykkjumanns.
ins verða veikari í lífsbaráttunni
fyrir drykkjuskap föðursins, arfurinn
til barnanna er hnignandi siðferði,
minnkandi andlegur og líkamlegur
þróttur, minnkandi mótstöðukraftur
gegn skaðlegum áhrifum.
Hryllir þig ekki við, sem lest
þessar línur, ef þú ert þanaig á
yegi staddur, að þú getir búist við
að eftirláta börnum þínum slíkan
arf, sem hér er lýst ? Fýsir þig
ekki að fyrirbyggja að þau fái
í skólum.
Menntaskólanum í Reykjavík bind-
indisfélag. Aðalhvatamaðurinn til
félagsstofnunarinnar mun hafa ver*
ið Helgi sál. Scheving úr Vest-
mannaeyjum. Peasir ungu náms-
menn í Reykjavík, unnendur bind-
indismálsins, skrifuðu strax eftir
félagsstófnunina ril allra framhalds-
skóla í landinu og skýrðu þeim
frá félagsstofnuninni og hugsjónum
sínum, sem í stórum dráttum voru
þessar: Peir sáu í anda hvern skól-
ann á fætur öðrum stofna bindind-
isfélög. Peir sáu alla, eða mestann
hluta nemenda fylkja sér undir eitt
merki, merki bindindismanna og
vinna að sama takmarki. Takmark-
inu: Breytum almenningsálitinu í
áfengismálunum og rekum síðan
Bakkus af höndum vorum. Peir
sáu ennfremur nemendurna tvístr-
ast úr skólunum, sáu þá koma út
í l'fið sem bindindismenn. Sáu þá
starfa, sáu þá hafa áhrif, sáu þá
vinna sig nær og nær takmarkinu.
Peir sáu að fordæmið var þegar
gefið.
Hugsjónir þessara manna hafa
ræzt að þvi leyti, að skólar, hver
á fætur öðrum, hafa nú stofnað
með sér félög og skal fyrst telja
þessa skóla í Reykjavík: Kennara-
skólinn, Samvinnuskólinn og Gagn-
fræðaskólarnir báðir. Síðan b*tt-
ust í hópinn: Kvennaskólinn og
Háskólinn. Flensborgarskólinn í
Hafnarfirði stofnaði félag hjá sér
þannig lagað veganesti frá þér er
þau leggja út í lífið ? Og þótt þú
sért ekki drykkjumaður og teljir
þér og börnum þínum þessvegna
enga hættu búna af þessum ástæð-
um, villtu þá samt ekkí leggja fram
krafta þina til þess að annara börn
sleppi við þá óhamingju, er þau
geta átt í vændum?
Allir góðir íslendingar, menn og
konur. Tökum höndum saman og
bindumst heitum um að vinna af
alefli móti áfengi og nautn þesi í
landinu, Málefnið er þess vert að
fyrir því sé barist. Hugsjónin, að
útrýma öllu áfengi úr landinu, er
einhver sú fegursta sem hægter að
vinna fyrir.
Verum samtaka um að vinna að
þessu málefni, og umfram allt kapp-
kostum að innræta hinum ungu og
uppvaxandi réttan skilning á þessu
mikla velferðarmáli þjóðarinnar.
Peirra er framtíðin og þeirra er að
fullkomna það, sem við nú erum
að vinna að.
Hannes Jónasson.
Villa hefir slœðst inn í framanritaða
grein. Fyr«ta Good-Templarastúkan hér 4
landl var stofnuð 10. jan. en ekkl 10. febr.
og svo og Gagnfræðaskólarnir í
þessum kaupstöðum : Siglufirði, ísa-
firði, Vestmannneyjum og Nes-
kaupstað. í Menntaskólanum á
Akureyri var stofnað félag og er
það nú orðið eitt fjölmennasta fé-
lagið. Héraðsskólarnir létu og láta
ekki sitt eftir liggja hvað snertir
félagsstofnánir. í þeim skólum sem
nú verða taldir hafa verið stofnuð
félög. Skólarnir eru: að Laugarvatni,
Núpi, Eiðum, Reykholri og Laug-
um. Síðast en ekki sizt tel eg hið
nýstofnaða félag meðal bændaefn-
anna á Hvanneyri. Almenna gleði
vakti það, þegar heyrðist um stofn-
un bindindisfélags í Háskólanum,
þessum skóla sem sjálfsagðastur var
til forgöngu í þeirri hreifingu, sem
vöknuð er í bindindismálum með-
al nemenda í skólum. Sjálfsagðast-
ur vegna tignar sinnar í röð
menntastofnananna og sjálfsagðast-
ur vegna þess að úr þessum skóla
koma menn, sem líklegastir eru,
vegna menntunar sinnar, að verða
foringjar meðal þjóðarinnar.
Bindindisfélögin í skólunum stofn-
uðu í marz 1932 með sér samband
er heitir Sambind bindindisfélaga í
skólum. Aðeins 3 félög stóðu að
þessari sambandsstofnun. Fyrsti
forseti þess varð Helgi sál. Schev-
ing og var hann það til dauða-
dags. Nú eru í sambandinu 17 fé«
lög og telur það um 1250 meðlimi.
Frá sambandsstofnun hafa verið
haldin 4 þing í Reykjavík og þar
hafa mætt fulltrúar þeirra félaga,
sem tækifæri höfðu til þess.
Samband bindindisfélaga í skól-
um hefir sent menn i kringum allt
Iand í fyrirlestrarferðir um. bind-
indismál. Ennfremur hefir það hald-
ið uppi í Reykjavík hinum svo-
kölluðu fræðslukvöldum. Eru þar
fengnir til að halda fyrirlestra
þekktir menn úr ýmsuin greinum,
eru oft sýndar skuggamyndir í sam-
bandi við fyrirlestrana eða sérstak-
lega. Aðalmálgagn Bindindisfélaga
í skólum er blaðið Hvöt. Kemur
það út fjórum til fimm sinnum á
vetri. Blaðið er sent ókeypis til
allra félaga í skólum landsins.
Eins og sjá má er starf Sam*
bands bindindisfélaga í skólum orð-
ið nokkuð umfangsmikið og þarf
þó nokkuð fé til starfsemi sinnar.
Sökum þess hefir Alþingi látið
Sambandi bindindisfélaga í skólum
í té hluta af því fé sem veitt er í
fjárlögunum til bindindismála.
Eg heti hér í stuttu máli sagt
sögu bindindisfélaga í skólum og
sambands þess er þau hafa stofnað
og starf þess út á við. Að lokum
vil eg skýra ftá, hversvegna bind-
indisfélög í skólum telja nauðsyn-
legt að námsfólk um allt land sam-
einist til átaka gegn áfengisbölinu.
Pað er mælt að gott málefni
skorti ií og æ stuðningsmenn.
Prátt fyrir fjölda liðsmanna má
vegna málefnisins ætíð bæta fleirum
við og *r beinlínis nauðsynlegt.
Bindindismálið er nú eitt af þess-
um góðu málum, sem fýsír að fá
fieiri stuðningsmenn, fleiri liðsmenn.
Pað er herjað í allar áttir. Fólk
í öllum stéttum, á öllum aldri og í
öllum stjórnmálaflokkuum hafa nú
þegar látið bindindismálinu í té
mikinn stuðning.
Einn af síðuitu liðsaukunum voru
nemendur í skólum. Peir hafa nú,
fleiri hundruð að tölu, hafist handa
í bardaganum við Bakkua. Skóla-
nemendur þeir, sem stcðu að fé-
lagsstofnun hver innan sins skóla,
hafa að eg hygg litið svo á. Skól-
arnir bera nú orðið svo'mikla á-
byrgð á áhrifum á lífi og menn-
ingu þjóðarinnar í framtíðinni að
þeir þurfa að skifta sér af bindind-
ismálinu og þa.ð er skylda nem-
endanna með aðstoð skólastjóra og
kennara að gera það.
Með fengnu sameiginlegu áhuga-
efni allra nemenda fæst aukin kynn-
ing, sem getur orðið öllum aðiljum
til góðs er stundir líða. Aukin
fræðsla um bindindismálið kemur
í kjölfar samtakanna, sem þegar
eru hafin um bindindismálið. Prjár
ástæður hafa verið nefndar, allar
þrjár hafa þær hjálpað til aðstofna
félög til að halda þeim við lýði.
Pað sem einkennir þennan fé-
lagsskap er hið mikla æskufjör.
Ef til vill dvínar það með aldr-
inum, en þótt það dvíni þá er von
flestra sú, að þeir aldrei reyni að
örva fjörið með því er getur orðið
þeim að fjörtjóni, á eg þar við
áfengið. Heldur örvi þeir sitt æsku-
fjör með því að leyta styrks í
starfi sínu og hugsjónum.
1. febrúar mun liða eins og aðrir
dagar, en með hverjum degi sem
líður færist nær sá dagur, sem
boðar 3tórvægilegar breytingar í
áfengismálum íslendinga, sá dagur
sem býður Bakkusi útgöngu fyrir
fullt og allt*
Jón Kjarítnsson.
Liquid Veneer
er bezti húsgagna-
áburðurinn.
Gestur Fanndal.
■■■■ ■ mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmamm^mmmmmmmmmmmmmmmm
Mjólkurkðnnur
V atnsglös
Matardiskar
Verzlun
Helga Ásgrímssonar.
Mjög ódýr epli
ásamt appelsínum og
vinberjum fást í
Kjötbúð Siglufjarðar,