1. febrúar - 01.02.1936, Side 3

1. febrúar - 01.02.1936, Side 3
1. FEBRUAR 3 Freistingar BIN DINDISFELAG Gagnfræðaskóla Siglufjarðar heldur fund Iaugardaginn 8. þ. m. kl. 5 e. h. í Gagnfræðaskólanum. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Siglufirði, 1. febr. 1936. STJÓRNIN. ATH. Samkvæmt lögum félageins geta þeir gerst félagar, sem stundað hafa nám í Unglingaskólanum og Gagnfræða- skólanum Siglufirði. Pað er aðeins eitt íslenzkt líftryggingarfélag, Líftryggingardeild. og það býður betri kjör en nokkuð annað líftryggingarfélag starfandi hér á landi. Líftryggi nga rdeild Sjóvátryggingarfél. íslands h.f. Umboð á Siglufirði hefir Pormóður Eyólfsson, konsúll. Reynslan hefir sýnt að mörgum, sem lent hafa í viðjum áfengis- nautnarinnar hefir reynst erfitt að losna þaðan aftur, þó hafa bind- indísfélögin hjálpað mörgum i þessu efni, auk þess sem þau hafa vemdað marga frá því að lenda nokkurntíma í þessum hættulegu viðjum. Fátt er meira gleðiefni þeim, sem í bindinidsfélögunum starfa, en að taka við þeim mönnum í fé- lagsskap sinn, sem þrá að losna undan böli áfengisins, og leiða þá til fullkomins signrs. Pað hefirlíka jafnan reynst hin bezta hjálp, að leita stuðnings þeirra manna, sem sjálfir hafa verið sterkir á svellinu, en auk þess ríkir af samúð og skilningi. Petta eiga bindindisfélög- in að veita þeim, sem þangað leyta, en eru ajálfir breyzkir og þurfa stuðning. Fyrir þeim, sem hverfa vilja frá ofdrykkju til reglusemi, verða í fyrstu ótal freistingar, sem þeir þurfa að yfirstíga. Pær stafa ýmist frá lokkandi áhrifum vínsins sjálfs, eða þær koma utan að, jafnvel frá vinum og kunningjum. Vínið er eins og kunnugt er eit* urefni, sem líkaminn vill hafa eftir að það hefir einu sinni náð tökum á honum. Vínið er líka í fyrstu mjög hættulegt, vegna þess að það veitir stundargleði og léttir af á- hyggjum. Pað er freistandi gleði- og orkugjafi daufgerðum og hug- litlum mönnum, sem þora ekki eða vilja ekki horfast í augu við veruleika lífsins á heilþrigðum grundvelli. Pessar freistingar verða mörgum hættulegar, sem komast í kynni við seiðmagn áfengisáhrif- anna og á þeim gengur mörgum erfiðlega að sigrast, þó þeir vilji snúa burt frá áfengisnautninni. Til þess að sigra þessa hlið á- fengisfreistinganna þarf harða bar- áttu við sjálfan sig og mikla vilja- festu, En freistingarnar koma líka utan að. Vilji einhver snúa frá áfengis- nautn og byrja nýtt líf í reglusemi, er ekki ótítt að hans sé freistað af vinum og kunningjum bæði vilj- andi og óviljandi. Hér er um al- varlegt mál að ræða, sem vert er að íhuga. Allir hljóta að vera sammála um þörfina fyrir drykkjumann að losna úr viðjum áfengisins, undir því hvort það tekst getur gæfa hans í lífinu verið komin. Eitt spor áfram eða aftur á bak getur þýtt gæfu eða ógæfu. Pað er því hinn mesti ódreng* skapur að freista þeirra manna með áfengi, aem vilja segja skilið við það, getur það auðveldlega orðið þess valdandi að þeir lendi aftur é lastabrautinni. Peir sem neyta víns í hófi, án þess að telja 9ér það sjálfum skaða, ættu að forðast að leggja slíkar snörur fyrir aðra, jafnvel vini sína, sem eru breyzkari en þeir sjálfir, enda gerir slikt enginn góður drengur, ef hann í alvöru hugsar um það, hve hættulegt það getur orðið, þeim sem hann í fljótræði hyggst að gera gott. Allir hljóta að viðurkenna, að ofdrykkja er böl, ekki einungis fyrir þá sjálfa, sem lenda út á þeirri braut, heldurlíka fyrir heim- ili þeirra og ástvini og sorg öllum, sem hlut eiga að máli. Og menn hljóta líka að viðurkenna, að stór sigur er unninn í hverju einstöku tilfelli, þegar það tekst að frelaa menn frá slíku böli. Enginn vill verða ofdrykkjumað- ur, þegar hann byrjar að neyta áfengis, en leiðin tíl ofdrykkjunnar er greiðíær fyrir mörgum, það hefur reynslan sýnt. En leiðin frá ofdrykkjunni er erfið, og á þeirri leið verða margar freistingar, en sigurinn er líka mikill . og við hverja freisting, sem tekst að yfir- vinna bæta menn fyrir gamlar syndir og öðla9t að lokum fullkom- inn sigur. Sá sigur er fyrir mörgum sönn hamingja. Ó. J. Porldksson. Samband bindisfélaga í skólum hefir á síðasta þingi ráðið sem fastan starfsmann sambandsins Eirík Pálsson lögfræðinema. Hefir hann nú þegar ferðast milli skóla sunnanlands til eflingar bindindis- félögunum. Stjórn Sambands bindisfélaga í skólum skipa nú Daníel Ágústín- usson forseti. Pórarinn Pórarinnsson ritari, Sigurður Olafsson gjaldkeri, Stefán Júlíusson og Haukur Por- steinsson. Eru þetta allt ungir menn brennandi af áhuga og æsku- fjöri og má mikils vænta af þeim í framtíðinni. Hvanneyrarkirkja. Messa á sunnudaginn 2. febrúar kl. 2 síðdegis. Sjómannaguðsþjón- usta. Tekið á móti gjöfum í Björgunarskútusjóð Norðurlands eftir messu. Sóknarþresturinn. ALMENNUR FUNDUR um bindindismálið verður haldinn laugar- daginn l. februar kl. 5 s. d. að tilhlutun Bindindisfél. Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, Stúkunnar Framsókn nr. 187 og Áfengis- varnanefndar Si^lufjarðarkaupstaðar. RÆÐUMENN ■ Jón Jónsson, skólastjóri. Frú Póra Jónsdóttir. Ra£nar Guðjónsson, kennari. Kristján Dýrfjörð, rafvirki, Friðrik^ Hjartar, skölastjóri. Pétur Björnsson, kaupmaður. Siglfirðingar! Fjölmennið! SISSZ

x

1. febrúar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. febrúar
https://timarit.is/publication/664

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.