1. febrúar - 01.02.1937, Page 2

1. febrúar - 01.02.1937, Page 2
2 1. FEBRÚAR Áfengi og heimilislíf Flestir munu sammála um, að mesta hamingja manna sé að eiga gott heimili. Heimilið er sá frið- helgi reitur, sem menn eiga að geta flúið til í raunum lífsins, sá reitur, þar sem menn gleðjast sam- eiginlega og njóta hvíldar að lokn- um störfum. Pegar ungir menn og konur stofna heimili, þá brosir lífið við þeim, og margar vonir vakna í vitund þeirra, er þau einsetja sér að láta rætast. Og sem betur fer, eru margir svo miklir lánsmenn, að sjá fleiri eða færri vonirnar rætast, heimilið verður þeim æ kærara, þau skilja æ betur og betur, að „heima er jafnan bezt". — En því miður hafa margir orðið fyrir sárum vonbrigðum í þessum efnum. Ef spurt væri, hvað hafi mjög oft valdið vonbrigðunum, þá verður svarið: Afengið. Psð hefir gjöreyðilagt heimilislíf og heimilishamingju alltof margra. Einkum hafa konurnar átt um sárt að binda af völdum Bakkusar. Pær hafa séð ástvin sinn verða æ háðari hinu ægilega valdi hans. Pær hafa vakað fram á nætur ýmist einar eða yfir börnum sínum, ýmist veikar eða heilbrigðar, en alltaf kvíðandi um mann sinn, hugsjúkar haas vegna. Pær vita aldrei hvað henda kann. Margt getur viljað til: áflog, meiðsl, að maðurinn sofni einhversstaðar úti, eða týnist með öllu. Allt öryggi heimilisins er horfið, engu er hægt að treysta. Loforð eru rofin sí og æ, þótt gefin kunni að vera í alvöru og af góðum hug. Loks, er konan hefir beðið lengi nætur, kemur maðurinn hennar heim, ástvinurinn, sem hún hefir kosið sér að lífsförunaut. Ástvinur- inn, sem hefir heitið að vernda hana, styðja og styrkja til æfiloka. Og hvílík heimkoma á stundum. Svo sorgleg, að orð fá eigi lýst, svo átakanleg, að þyngra cr en tár- um taki, því að oft er það svo, að Bakkus Ieggur þau álög á marga þá, er hann tigna, að þeir verða verstir sínum nánustu. Heimkoman verður átakanlegri en ella, vegna þess, að þrátt fyrir allt unna þau hvort öðru og mundu vera ham- ingjusöm, ef ægivald áfengisins hefði ekki lagt ástvin hennar í þá álagafjötra, sem hann virðist ekki geta losnað úr, þótt hann vilji. Og ekki verður óhamingja heim- Barnabœkur: Sagan áf Lubba, Orkin hans Nóa, Robison Krusoe, Edison, - Grimms æfintýri, Dísa Ijós álfur, Kötturinn, Við Álftavatn. Bökaverzlun Hannesar Jónassonar ilisins léttbærari, ef hugsað er tii barnanna. Bölið þungbæra legst á saklaus börnin, sviftir þau því bezta, er lífið getur boðið þeim, því, að fá að alast upp við ástríkí samtaka for- eldra, er vaka yfir þeim og vefja þau ástríki sínu. Með þessum örfáu orðum hefi eg minnt á einn þátt áfengisböls- ins. Eg hefi brugðið upp fyrir yður Allir íslendingar kannast við kreppuna, fjárhagsvandræðin, sem setja merki skorts og örbyrgðar á kinnar barnanna, klæða snyrti- menni í tötra og gera skilamenn- ina að vanskilamönnum. Pessar eru afleiðingar hennar, en hitt mun fæstum Ijóst, hverjar séu orsakir hennar. Ásgeir Ásgeirsson líkti henni'við vindinn, sem enginn veit hvaðan kemur, og mun samlíking hans rétt, en það má einnig líkja henni við farsótt, sem herjar bygð- ir og ból og skilur eftir böl og eymd, Vér sjáum og finnum til afleiðinganna, en enginn þekkir veikina sjálfa. En væri nú rétt í slíku tilfelli, að leggja hendur í skaut og gera ekkert til þess, að draga úr afleið- ingum veikinnar? Eg held að allir myndu svara því neitandi. Og hvað mundi sá fjölskyldufaðir vera kall- aður, sem, þegar slík farsótt kæmi á heimili hans, gruggaði upp heil- næmt neyzluvatnið handa börnum sínum og gerði það óheilnæmt, meinaði þeim heilnæma fæðu og hJý sængurklæði ? Eg hygg hann myndi fremur verða nefndur glæpa- maður en glópur, og almennings- álitið dæma hann óalandi og óferj- andi, og sá dómur væri réttur. íslenzka þjóðin er — rétt á litið, — ein stór fjölskylda. Pað kann að vera, að krökkunum komi þar stundum illa saman, en eg hygg mig þó moga fullyrða það, að þeg- ar hættur steðja að heimilinu, renni oss öllum þó blóðið til skyldunnar, og að vér á slíkum tímum Iátum oss ant hverjum um annan. Húsfaðir á hinu sameiginlega heimili er Alþingi, og ráðsmaður þjóðarbúsins er ríkisstjórnin. Hvað hafa þessir forsjármenn heimilisins gert til að draga úr böli farsóttarinnar, sem vér nefnum Kreppu? Fyrir réttum Iveim árum, var — samkv. lögum frá Alþingi — veitt straum sterkra drykkja frá 6 út- sölustöðum, út yfir landið, einmitt á sama tíma, sem fyrirsjáanlegt var að þjóðin átti fyrir sér hina hörð- ustu baráttu við kreppuna. Slíkt var — í líkingu sagt — að grugga upp neyzluvatnið og gera það óheil- næmt. Fýrsta febrúar í fyrra var ríkis- stjórnin að telja ágóðann af sölunni mynd af því, hversu áfengisnautnin leggur hamingju heimilisinsí rústir. Vissulega mætti draga þá mynd. betur og skýrar, en hér er gert. En slíks er ekki þörf. Myndin er svo kunn, svo alþekkt — því miður. Pið ungu menn og meyjar, sem brátt myndið eigið heimili. Gerið áfengið með öllu útlægt af heimil- um ykkar. Vísið því burt úr heim- ilislífi ylikar, úr sambúð ykkar og samlífi öllu. Áfengisnautn veitir al- drei varanlega gleði né gæfu neinu heimili. Friðrik Hjartor. yfir árið, sem þá var liðið, og hann var ekkert smáræði. Hún var stolt af árangrinum og hún gortaði af honum, þegar Alþingi kom saman hálfum mánuði síðar, en lét þess ekki getið, að þetta fé var tekið frá ekkjum og munaðarleysingjum; að þetta voru blóðpeningar. — Og á sama tíma var stjórnin að leggja niður fyrir sér, hvað væri hægt að spara af vörum þeim, sem þjóðin þarf að kaupa af öðrum þjóðum, því að það var fyrirsjáanlegt, að innlegg íslenzku þjóðarinnar myndi ekki hrökkva fyrir úttektinni; far- sóttin, kreppan, hafði haft lamandi áhrif á þjóðarbúskapinn, innleggið var lítið, Og stjórnarherrarnir brutu sín gáfuðu höfuð. — Jú, þeim hug- kvæmdust ráð. Börnin komust vel af án þess að fá epli á jólunum og húsin, sem verið var að byggja, þau gátu vel beðið svona hálfsmíð- uð eitt, tvö eða þrjú árin. Þessar vörur gáfu líka ríkissjóði fremur litlar tekjur; þá var nú eitthvað annað með tóbakið og brennivínið! Pað mátti ekki minka það við landsfólkið! Líturn svo á það ástandið, sem liggur oss næst. Hér í Siglufirði eru um eða yfir 20 verzlanir. Pú, lesari góður, hefir sennilega ekki svo mikið að gera núna í atvinnuleysinu, að þú getir ekki gefið þér tíma til að ganga í búðir þessar og athuga vörubirgð- irnar. Pú munt við skoðun þeirra komast að raun um, að þær eru flestar nærri tómat að vörum. Pú fær þar hvergi nærfatnað handa þér, þú færð ekkert, — bókstaflega sagt ekkert, sem þú þarft í rúmið þitt, og ef þú ert svo lánssamur að deyja áður en ástandið versnarenn meir, þá liggur næst, að þú verðir vafinn í Gefjunarvoð, sem líkklæði. Pessi vöruvöntun er þó ekki fyrír vöntun á góðum vilja hjá siglfirzk- um kaupmönnum til þess, að hafa boðlegar vörur á boðstólum handa þér. og í fæstum tilfellum fyrir getuleysi þeirra. Nei, ástæðan er sú, að íslenzka ríkið þurfti gjald- eyrinn til þess að kaupa fyrir hann tóbak og brennivín, og mátti ekki missa hann til kaupa á nauðsynja- vörum þeim, sem nú skortir hér. Ríkissjóður íslands hefir á árinu 1936 látið selja hér vín fyrir á þriðju hundrað l)úsund krónur. Eg vil fullyrða, að ef sá gjaldeyrir, sem fyrir það fór, hefði verið gefinn frjáls til annara vörukaupa, handa siglnrzkum kaupmönnum, að þá hefði hér verið hægara um, að fá margt af þeim vörum, sem oss skortir nú svo tilfinnanlega, og að gjaldeyrinum hefði verið betur varið, Hvað mundi sagt um þann ein- stakling, sem léti það sitja í fyrir- rúmi, að kaupa tóbak og vín fyrir takmarkað fé sitt, en á hakanum, að kaupa sér og sínum til fæðis og fatnaðar ? Finst þér, lesari góður, þessi bú- skaparaðferð hyggileg? Finst þér íslenzka þjóðin hafi efni á þessu? Telurðu slíka lagasetningu vitur- Iega? Telurðu framkvæmd laganna skynsamlega ? Og telurðu sjálfan þig liafa efni á að kaupa áfengi nú, þegar þú hefir litlar tekjur og nóg annað með þær að gera? Legðu þtssar spurningar fyrir þig í einrúmi, lesari góður, og láttu samvizku þína svara þeim. Jón Jóhannesson. Tómstundir. „Ef þérþykir vænt um líflð skaltu aldrei láta tímann ónotaðan, því hann er efnið, sem lífið er mynd- að úr“. Tómstundirnar virðast yfirleitt ekki vera svo mikili virði, að þeim sé sérstakur gaumur gefinn; en þó eiga þær oft drjúgan þátt í því að skapa framtíð rnanna. Tómstundirnar eru sá tími sem maður hefur sjálfur yfir að ráða; er því mikið undir þvf kom- ið, að þær séu rétt notaðar og miði að því að auka bæði andlegan og líkamlegan þroska. Hvernig verja menn nú yfirleitt tömstundum sínum? Við skulum til dæmis taka unglingana — æskuna f landinu — sem f framtíðinni á að halda uppi merki landsins hreinu og óflekkuðu. Mér finnst það mikils vert að at- huga, hvernig þeir verja tómstundum sínum. Við geíum séð raörg dæmi þes3 og það hér í okkar litla b*. Pað er sorglegt að sjá, hvernig mikill fjöldi unglinga eyðir tónastundum sfn- um á götunni, kaffihúsum og öðrum miður hollum skemmtistððum. Sér- staklega verður þess vart á sumrin, þegar ílest er fólkið og eiana mest er um að vera. Þeir fleygja sérhugs- unarlau3l út í hringiðinu og láta ber- ast með straumnum, en um það, hvert stefnir, hugsar enginn. Hættan sem Höfum vér efni á því?

x

1. febrúar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. febrúar
https://timarit.is/publication/664

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.