20. maí - 20.05.1937, Side 1

20. maí - 20.05.1937, Side 1
* Þó ekki séu liðin nema 30 ár írá stofnun skátahreyfingarinnar, hefir hún borist óðfluga út um heiminn, og starfa nú um 2?r milj. skáta í 49 ríkjum. Ástæðan fyrir þessari hraðfara sigurför skáta- hreyfingarinnar er sú, að hún á erindi til allra unglinga í heimin- um. Hún er sniðin af svo miklum skilningi á hugarfari þeirra, miðar að því að auka gáfur þeirra og þroska og gera þá að góðum og nýtum mönnum; enda er hún all- staðar viðurkennd sem hin bezta uppeldisaðferð. Hvert atriði er þar svo grandgæfilega hugsað og meistaralega niðurraðað, að ó- mögulegt er að gera það betur, énda er hugsjónin, sem liggur til grundvallar þessari hreyfingu, ein sú fegursta, sem finnst. Stofnandi skátahreyfingarinnar, sir Robert Baden Powell, er fædd- ur í London 22. febrúar 1857. — Hann var yfirforingi í her Eng- lendinga; var hann hraustur og hugrakkur hermaður og ávann sér ást og virðingu allra þeirra, sem kynntust honum. — Hann stýrði enskri hersveit í Búastríðinu um siðustu aldamót. — Varð hann heimsfrægur fyrir að verjast fá- mennur ofurefli liðs í þorpinu Mafeking. — Árið 1903 kom hann svo heim til Englands. Sá hann fljótt ýmsa þjóðfélagsgalla, sem nútímamenningunni fylgja, en náttúrubörn þau, er hann hafði kynnst í Afríku, höfðu ekkert eða lítið af að segja. Eigingirni, sið- leysi og allskonar óregla voru al- menn, en drengskapur, hugrekki og aðrar fagrar dygðir virtust hrundar til grunna. — Baden Powell tók nú að hugsít ráð'sitt, er mætti verða til endurbóta. — Fann hann fljótt þá þjóðfélags- veilu, sem er undirrót þessara ó- heilinda að miklu leyti. — Fjöidi nglinga nær aðeins litlum hluta áskapaðs þroska, vegna þess að skynfæri þeirra, vilji og dómgreind fá ekki nógu mikla og of einhliða æfingu í æsku. — Unglingar hafa fjölda tómstunda, sem oft, sértak- lega í borgum og bæjum, er 'eytt á götum úti í verra en ekki neitt. Við það venjast þeir á iðjuleysi, sem aldrei getur haft nema illt eitt í för með sér. Þegar Baden Powell var kominn að þessari niðurstöðu, fór hann fyrir alvöru að hugsa ráð sitt. — Hugðist hann sjá unglingum fyrir verkefnum, er væru þeim svo geðfeld, að þeir verðu til þeirra tómstundum sínum, en væru jafn- framt til þess fallin, að æfa gáfur þeirra og þroska. Árið 1907 safnaði hann svo saman nokkrum drengjum, lét þá hafast við í tjöldum úti á víða- vangi og að öllu leyti hugsa um sig sjálfir. — Árið e|tir gaf hann út handbók fyrir skáta, »Scouting for boys«. — Er það ný uppeldis,- aðferð, sniðin mjög eftir lundarfari unglinga og reist á sjálfstamningu. Á reglum þeim, er Baden Powell gefur í bókinni, er skátafélags- skapurinn reistur. — Árið 1910 hætti hann að starfa sem hermað- ur til þess að geta varið öllum kröftum sínum i þágu skátaregl- unnar. — Árið 1920 var hann kjörinn alheimsskátaforingi, og á heimsjamboree 1929 var honum veitt lávarðstign og heitir nú Lord of Gillwel). Baden Powell er gæddur þeim gáfum og eldheitum áhuga fyrir hugsjónum sínum, að allir góðir skátar elska hann og virða, og heimurinn dáist að honum og ber lotningu fyrir honum, enda hefir komið til tals að veita honum friðarverðlaun Nobels fyrir stofnun skátahreyfingarinnar. Skátaheit og lög eru þau söniu um allan heim, þó ýmsum regluin sé breytt eftir staðháttum í hinum mismunandi löndum. pnginn getur talist til bræðra- lags skáta nema vinna þetta heit: »Ég lofa að gera það, sem í mínu valdi stendur til þess: Að gera skyldu mína við guð og ættjörð- ina. — Að hjálpa öðrum. Að halda skátalögin. Af skátaheitinu, -lögum og kjör- orði sést, hvers krafist er af þeim, sem vilja verða skátar; að hugar- far og framkoma auðkenna skát- a n n miklu frekar en ytri ein- kenni. Skátalögin eru svo ströng, að þau getur enginn haldið fyr en eftir rækilega tamningu; þau miða öll að því að auka andlegan þroska og eru þessvegna ólík öll- um öðrum lögum. — Þau eru á þessa leið: 1. gr. Skáti segir ávallt satt og gengur aldrei á bak orða sinna. 2. gr. Skáti er tryggur. 3. gr. Skáti er hæverskur í hugsunum, orðum og verkum. 4. gr. Skáti er hlýðinn. 5. gr. Skáti er glaðvær. 6. gr. Skáti" er þarfur öllum og hjáipsamur. 7. gr. Skáti er drenglyndur í allri háttsemi. 8. gr. Skáti er sparsamur. 9. gr. Skáti er dýravinur. 10. gr. Allir skátar eru góðir lagsmenn. Kjörorð skáta er: »Vertu viðbú- inn!« — Góður skáti er ávallt við- búinn að uppfylla loforð sitt á hverjum tíma og hvernig sem á stendur. Hann er viðbúinn undir öll- um kringumstæðum að hjálpa bæði sér og öðrum, í hverskonar vanda. Af þessu sést að skátahugsjónin er fögur og verð þess, að sem flestir skipi sér undir merki henn- ar. — Hún laðar fram allt það fegursta og bezta, sem býr í sál mannsins og lyftir honum hátt yfir dapurleika hversdagslífsins. Og að endingu: — Þið æsku- menn, sem unnið hafið skátaheit! Hvert sem leiðir ykkar kunna að liggja, og hvernig sem lífskjör ykkar kunna uð verða, þá gleym- ið aldrei skátaheitinu ykkar. Það á að vera ykkur örugg hjálp í baráttunni fyrir hinu góða, sanna og rétta. — Missið ekki sjónar á hugsjóninni, en berið merki henn- ar — liljuna — hátt og látið ekki hugfallast, þótt örðugt kunni að þykja, og jafnvel þótt þið heyrið háðsglósur að baki ykkar,- Munið, að þið eruð þáttur í þeirri alþjóða- hreyfingu, sem vinnur að alheims- friði og bræðralagi mannkynsins — eða eins og skáldið segir; »Láttu aldrei fánann falla fram til heiðurs stigið er. Hver sem vill má hrópa og kalla hæðnisorð að baki þér. Seinna á þínum herðum hvíla heill og forráð þessa lands. Þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans«. Skátar! Verum viðbúnir! Hrefna Tynes.

x

20. maí

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 20. maí
https://timarit.is/publication/665

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.