20. maí - 20.05.1937, Blaðsíða 2

20. maí - 20.05.1937, Blaðsíða 2
2 20. MAÍ Aukið öryggi er allra hagur. Sækið Æskan og umhverfið. Nú er komið vor, og skólarnir að mestu hættir störfum. Hundruð af börnum og unglingum hafa ekkert að starfa. En öll æska þrá- ir starf en ekki hvíld. Æskumað- urinn er fullur af fjöri og býr yfir mikilli orku, sem leita að við- fangsefni. — Það, sem hér liggur beinast fyrir unglingunum, þegar ekkert sérstakt er að starfa, er gatan og röltið um hana. — Það sem þarf að beina hugum ungl- inganna að, þegar ekkert er að starfa, eru íþróttir. í íþróttunum fær æskumaðurinn viðfangsefni, er svalar starfslöngun hans og um leið eykur heilbrigði hans og þrótt. — í gegnum íþróttirnar fær hann aukna líkamlega og andlega menningu. — En íþróttirnar verða aldrei að neinu menningartæki innan um gangandi fólk og farar- tæki á götum bæjarins. íþróttun- um verður að ætla afmarkað svæði á hentugum stað. Það svæði, sem íþróttamönnum og öðrum æsku- lýð þessa bæjar er nú ætlað, er algerlega ófullnægjandi. T.d. nú í miðjum maí, er það alls ekki komið undan snjó og »enginn gengur þá gangstétt, sem grafin er undir snjó.« í þessum bæ eru um 800 börn og unglingar, en svæðið, sem þeim er ætlaðtil að leika sérá, um 200 fermetrar.. Með öðrum orðum 4 börn á hvern fermetra. — Er nú hægt að búast við að slíkur aðbúnaður sé líklegur til þess að ala upp hrausta og þróttmikla æsku? Nei, áreiðanlega ekki. — Aðbúnaður, sem þessi hlýtur að veikja æskuna en styrkir hana ekki. — Allt, sem við vinnum, eigum við að vinna fyrir framtíð- ina fyrst og fremst. Þetta bæjarfélag hefir engin efni á því, að láta jafnmikið menning- artæki og íþróttirnar eru, vera ó- notað, en það er það ennþá af þess hálfu. — Þeim peningum, sem varið er til eflingar íþróttunum, er áreiðanlega vel varið. Þeir koma aftur inn í minnkuðu framlagi til sjúkrahúsa. Með auknu íþróttalífi skapast aukin hreysti. Það er gott að hafa stór sjúkrahús, en það er betra að þurfa sem minnst á þeim að halda. Vonandi verður gert meira fyrir íþróttirnar og æskuna í þessum bæ á næstu tveimur áratugum en gert hefir verið þá tvo síðustu. — Ég á enga ósk betri til handa þessum bæ en þá, að honum tak- ist að skapa hér hrausta og táp- mikla æsku, er verði þess máttug að færa mannkyninu að einhverju leyti meira vor. — Æskan á framtíðina. Framtíðin verður það sem æskan er. íþróttavinur. íslenzki fáninn „Fram undir blaktandi fána vors lands, frelsisins heilaga tákninu bjarta“, Fagur er hann og svipmikill íslenzki fáninn, og vel hefir skáld- inu tekist að lýsa því, hvað hann er og hvað hann á að vera í hug- um íslenzkra manna og kvenna. Fáninn er ímynd þess frelsis og sjálfstæðis, sem þjóðin hafði bajist svo lengi fyrir, og þráð svo heitt. — Baráttan fyrir fánanum var hörð, því Danir sýndu þá lítinn skilning og enn minni velvilja öllu því, sem stefndi að auknu sjálf- stæði þessarar þjóðar. — Þó hafð- ist það fram fyrir forgöngu góðra manna, að með stjórnarskránni 19. júni 1915 fékk þjóðin sérstak- an fána, sem þó mátti aðeins nota innan íslenzkrar landhelgar. Ánægjan yfir þeim úrslitum var því galli blandin, en fyrsta áfang- anum var þó náð, og það gaf góðar vonir um sigur. — Enda lauk málinu svo, að 1. desember 1918 var fáninn löggiltur sem þjóðarfáni íslendinga. Þá var því marki náð, sem stefnt hafði verið að. — Sjálfstæðið var fengið, og fáninn var sigurmerki frelsisins. — Margir mætir menn höfðu lagt fram hæfileika sina og starfskrafta í þeirri baráttu, sem háð var í sjálf- stæðis- og fánamálinu. Slíkt ber ekki að harma, því enginn hlutur, sem varanlegt gildi hefir, fæst fyrirhafnarlaust. En vel megum vér minnast þeirra manna með þakk- læti, er vér sjáum íslenzka fánann blakta við hún, sem fremstir stóðu í baráttunni. — Þeir hafa lagt sjálfstæðið, sem er dýrasta eign hverrar þjóðar, á altari framtíðar- innar. Sú æska, sem nú er að vaxa upp, hefur staðið utan við þessa baráttu. Hún hefir hlotið fánann og frelsið í vöggugjöf. — En sú skylda fyldir þessari gjöf, að henni sé sá sómi sýndur, sem henni ber. *— Við það verður að kannast, þó leitt sé, að islenzki fáninn er ekki alltaf hafður í þeim heiðri sem skyldi. Stundum er hann notaður við mjög ómerkileg tækifæri, og væri hann þá oft betur geymdur niðri í kistu. — Ekki ósjaldan sér maður skitinn og rifinn fána blakta við hún. Slíkt er ekki væn- legt til að viðhalda virðingu fyrir honum. í Canada kom það fyrir á há- tíð hjá íslendingum, að íslenzka fánanum var hnýtt neðan í brezka fánann á sömu flaggstöng. Þetta voru nú víst mistök og var það lagfært, en slik mistök mega ekki henda íslendinga. — Sá, sem ekki sýnir fánanum tilhlýðilega virð- ingu, óvirðir þær minningar, sem við hann eru tengdar. Hann traðk- ar niður í skarnið verk þeirra manna, sem börðust ötullegast fyrir því, að við fengum fána. — En vill nokkur, ef hann á annað borð hugsar um þetta, verða til þess að óvirða verk Jóns Sigurðs- sonar, eða annara mætra manna, sem fórnað hafa orku sinni og andans snilli í þágu þessarar þjóð- ar. —-------- Skátar hér í Siglufirði hafa helg- að sér afmælisdag bæjarlns. 20. mai, og er það mjög vel til fund- ið. — Það getur minnt þá á öll þau óleystu verkefni. sem bíða þeirra í þessum bæ og þessu Iandi. — Framtíðin ber í skauti sínu ótal tækifæri til drengilegra og dáðríkra starfa. — Og hver er líklegri en einmitt æskan, tíl mik- illa afreka ?, Skátar! Kjörorð ykkar er: »Vertu viðbúinn !« Vertu viðbúinn að veita hverju góðu máli stuðning. Vertu viðbúinn að skipa þér í fylkingu þeirra manna, sem berjast vilja fyrir heill og hamingju þessa lands. — Sýndu að þú ert fæddur til dáðrikra og drengilegra starfa. Minnstu þess, að íslenzki fáninn á að vera þér táknmynd frelsis og frama. — CJndir merki hans áttu að vinna þína stærstu sigra. Z. Fermingarbörn vorið 1937. Trinitatis (23. maí). STÚLKUR. Anna Hulda Símonardóttir Miðstr. 3 *Doróthea A. Jónsdóttir Suðurg.39 *Elísabet Matthíasdóttir Aðalg. 15 Emma Magnúsdóttir Norðurg. 20 Guðlaug H. Meyvantsdóttir Máná Guðlaug Pétursdóttir Þormóðsg. 4 Guðný Jóhannsdóttir Lækjarg. 8C. Guðmunda M. Guðmundsd. Sg. 18B Guðrún SigurbjörgReykdal Hlv. 31A Hulda M. Þoreírsdóttir Lindarg. 32 Jóna Friðriksdóttir Lækjarg. 8B Jóhanna Magnúsdóttir Lækjarg. 19 Lilja S. Guðlaugsdóttir Hlv. 19 Margrét I. Egílsdóttir Aðalg. 20 Málfriður A. BjarnadóttirLindarg. 8 *Nanna Þ. Þórðardóttir Hafnarg. 4 Ólína Hjálmarsdóttir Þormóðsg. 9 Sara Símonardóttir Suðurg. 33 Sigurlaug Þ. Sophusdóttir Aðalg. 18 1 s. e. Trinitatis (30. maí). STÚLKUR. *Anna L. Hertervig Vetrarbr. 10 *Sigrid F. Bjarnason Hvbr. 8 Trinitatis (23. maí) DRENGIR. Albert H. Þorkelsson Túng. 20 Alfreð H. Kristmundsson Miðstræti 8 Egill Jónsson Þormóðsg. 5 Einar K. Árnason Suðurg. Eysteinn Ó. Einarsson Aðalg. 6 Gunnar S. Guðbrandsson Miðstr. 8 Ingvald Ó. Andersen Hafnarg. 8 Jón G. Björnsson Siglunesi Jón Sæmundsson Miðstræti 4 Jóhann G. Viggóson Hafnarg. 5 Júlíus Þórarinsson Lækjarg. 7 *Kári Halldórsson Aðalg. 25 Lúðvík Baldur Guðjónsson Rg. 2B Matthías Jóhannsson Þormóðsg. 1B Ólafur Kristjánsson Túng. 32 Ríkharður G. Jónsson Ránarg. 12 Sigurður Benónísson Túng. 33 *Sigurður Kr. Matthíasson Aðalg. 13 Sigfús J. Gunnlaugsson Túng. 41 Stefán S. Friðriksson Bakka Svavar Kristinsson Eyrarg. 3 G. Viktor Þorkelsson Túng. 10 1 s. e. Trínitatis (30. maí) *Gunnar Ó. W. Jörgensen Aðalg. 9 Hallgrímur Guðmundsson Hvbr. 1 *PáIl Árdal Guðmundsson Aðalg. 14 TIL HAMINGJU. Skátafélögin Fylkir og Valkyrjur óska ykkur öllum gæfu og gengis

x

20. maí

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 20. maí
https://timarit.is/publication/665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.