Tuttugasti maí - 20.05.1933, Síða 1
I. árg.
Siglufirði, Laugardaginn 20. maí. 1933
l. tbl.
Afmæli Siglufjarðarkaupstaðar 1933
Peir sem standa að útgáfu þessa
afmælisblaðs kaupstaðarins, hafa
beðið mig að skrifa fáein orð á for-
síðu þess, og vil eg ekki skorast
undan því.
Pað er eðiilegt, að á slíkum af-
mælishátíðum, sem þessi t r, þá nemi
maður staðar og litist um.ogathugi
hvort rétt er stefnt, hvort rekur eða
gengur, og hvernig forráðamennirn-
ir hafa reynzt það sem aferhinum
sjálfstæða búskap. Fessi athugun
ætti að geta orðið oss gagnleg, því
sérhverri stefnu, sem reynzt hefir
gagnleg og holl, henni eigum vér
að fylgja en hverri þeirri stefnu
sem reynist óholl og til ills eins,
henni eigum vér að varpa á dyr,
senda hana, eins og skáldið sagði,
fram á sextugt, og þar til botns. —
„Hvert er þá orðið okkar starf“
þessi 15 ár, síðan vér urðum sjálf-
stætt bæjarfélag? Ekki vantaði góð-
ar óskir fyrir heill og hamingju
þessa unga bæjar á hinni merkilegu
afmælishátíð þennan dag fyrir 15
árum síðan. Margar þeirra hafa
ræzt og sumar eru að rætast, en
aðrar eiga eptir að rætast. Margt
hefir breytzt í bænum og bæjarlíf-
inu, þó tíminn sé ekki langur; og ó-
víða í kaupstöðum landsins hafa breyt
ingarnar verið eins stórstígar eins
og hér þessi síðustu árin. En ekki
hafa allar breytingar verið til bóta,
því ver, og er þar.mö.'gu um að
kenna, og er hægra á að benda en
úr að bæta. En eitt finnst mér mest
áberandi: Samúðina og samlyndið
vantar, og því fer samstarfið í því
að efla heill og heiður bæjarins svo
opt út um þúfur. Legar Pétur post-
uli hélt hina orðlögðu ræðu sína á
hinum fyrsta Hvítasunnudegi, spurðu
áheyrendurnir að ræðunni lokinni:
„Hvað eigum vér að gjöra, góðir
menn og bræður?“ Og Pétur svar-
aði samstundis: „Takið sinnaskifti."
Og þetta er einmitt það, sem vér
þurfum að gjöra, ekki að eins í and-
légum efnum heldur og í veraldleg-
um efnum. Vér þurfum að vanda
framferði vort betur en vér almennt
Með glöðum hug mót sumri og sól,
vér sönginn hefjum, skátar,
frá hlíð að bröttum harnrastól
nú hljómi raddir kátar.
Vér erum vorsins unga þjóð,
með æskufjörið bjarta,
vér eigum vænan vonasjóð
og viljaþrek í hjarta.
Og þótt vér séum ungir enn
og eigum lítt af völdum,
vér allir viljum verða menn,
er veifa hreinum skjöldum.
Vér heitum alla æfistund,
unz ellin skugga lengir,
að starfa fyrir fósturgrund
sem frjálsir, sannir drengir.
H. J.
gjörum; vera vandir að virðingu
vorri, hafa taumhald á tungu og
penna, og ekki láta þessa umbrota-
öld, sem nú er að ganga yfir þessa
álfu, teygja oss, svona afskekkta og
fáa, og þó svona sérstæða og menn-
ingarmikla, — vér megum ekki láta
þennan óiiolla ólgustraum teygja oss
út í ófæru ngaleysis og óstjórnar.
Vér höfum fyrir guðs náð staðizt
margarplágur af ísi ogeldi, af áþján
og undirokun erlendra valdhafa um
margar aldir. En nú lítur helzt út
fyrir að vér lslendingar ætlum í
fyrsta skipti að láta bugast fyrir ó-
hollum erlendum áhrifum á þjóðlíf
vort og stjórnmálalíf. Og þegar þessi
óholli straumur berst utan úr lönd-
unum upp að ströndum landsinsog
svo upp um landið, eins og illkynj-
uð farsótt, þá er þess ekki að vænta,
að okkar unga bæjarfélag geti orðið
laust víð hin skaðlegu áhrif, enda
enda er ekki þvi að heilsa. Samúð-
ina og samlyndið vantar svo til-
finnanlega. Okkar ungi kaupstaður
heldur 15 ára afmæli í dag. En því
er ver að það eru fleiri en eg, sem
ekki geta tekið þátt í þeim afmæl-
isfagnaði með óblandinni ár.ægju.
Óskirnar um góða framtíð Siglu-
fjarðar eru eflaust eins hjá öllum.
En endurminning hinna liðnu 15
ára, og dómurinn um nútíðarástand-
ið og hugboðið um framtíðina er
ekki eins hjá öllurn. Paðerkominn
nú á seinustu árum inn í þetta unga
bæjarfélag ein óhappanorn, sem heit-
ir sundrung, eða öðru nafni stétta-
rígur; og fái hann að vaxa hér og
þróast, þá er bæjarfélaginu glötuni.i
vís. Pví orð Jesú Krists munu standa
stöðug i þessum efnum, eins og í öðr-
um efnum, en orð hans eru þessi:
Hvert það ríki, sem er sjálfu sér
sundurþykkt, það mun falla í grunn.
Ástandið er nú ekki betra og út-
litið ekki bjartara en þetta frá mínu
sjónarmiði, nú á þessu 15 ára af-
mæli kaupstaðarins. Skeð getur að
aldur minn glepji mér eitthvað sýn,
eða sú inannlega tilfinning, að eldri
mönnum finnast venjulega farnir