Póst- og símatíðindi - 01.01.1937, Page 1

Póst- og símatíðindi - 01.01.1937, Page 1
Póst- og símatíðindi Gefin út af Póst- og símamálastjórninni Nr. 1 — Janúar 1937 Lesist þegar við nióttöku! Efni: Lesist þegar við móttöku! A. 1. Skipun póstinanna. 2. Póstleiö lögð niður. 3. Umburðarbréf. C. Leiðrétting á Leiðabók janúar—mai 1937. A. 1. Með skipunarbréfi, dags. 30. jan. 1937, heíir póst- og símamálastjóri skipað herra Guðmund Albertsson, auka-aðstoðarmann á póslslofunni í llvik, til þess að vera póstafgreiðslumann sama staðar frá 1. jan. 1937 að telja. 2. Póstleiðin frá Flatey á Breiðafirði um Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyjar og Sviðnur til Flateyjar, beíir verið lögð niður frá síðastliðnum áramótum. 3. Þessi umburðarbréf hafa verið gefin úl í janúarmánuði: 20/i 1937. Umburðarbréf nr. 1. — Stöðvarnar — Ríkisútvarpið hefir hinn 18. desember síðastliðinn gelið út og póstlagl til allra símstöðva nýja verðskrá fyrir útvarpssendingar, sem skiftast í 2 tlokka: Útvarps-tilkynningar og Útvarps-auglýsingar, og gengur þá við móttöku þess bréfs úr gildi gjaldskrá sú fyrir útvarpssendingar, sem prentuð er í nýju Símaskránni á hls. 32—33. Það skal tekið fram, að undir »almennar lilkynn- ingar« falla einnig útvarpsskeyti til skipa, sem hafa einungis viðtæki, en ekki loftskeytastöð, og til afskekktra bæja, sem skráðir eru i nýju Simaskránni á bls. 71—75. Ekki má senda útvarpsskeyti til annara bæja en þeirra, sem þar eru taldir. Símskeytagjald fyrir útvarpssendingar reiknast eins og fyrir venju- leg símskeyti, og teljast þá öll orðin með í orðafjölda skeytisins, einnig þau, sem ekki eru gjaldskyld til Útvarpsins, eins og t. d. mcrkin Ukf og Mkf. Framvegis skal á mánaðarreikningi hverrar símstöðvar, tekjumegin, fyrir neðan símatekjurnar, skrá mánaðar tekju-upphæð útvarpsins fyrir umræddar útvarpssendingar, ef nokkrar eru, og skal sá liður heita »Tekjur Útvarpsins fyrir útvarpssendingar«. Óskast þetla skrifað á reikninginn, þangað til ný reikningseyðublöð verða send. Hinsvegar skal skrásetja sjálf skeytin og skeyta- gjald Landssímans fyrir þessar útvarpssendingar á sjálfa skeytaskrána, sem l’ylgir mánaðarreikningunum, og teljast þær skeytatekjur vitanlega með tekjum

x

Póst- og símatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.