Póst- og símatíðindi - 01.01.1945, Síða 1
Póst- og símatíðindi
Gefin út af Póst- o g símamáiastjórninni
Nr. 1. — Janúar 1945
Efni:
A. I. Póst- og simamálastjóri kominn heim. II. I’'lugpóstfcrðir til Ameriku. III. Lög um skipulag
á fólksflutningum með bifreiðum. IV. Visitala fvrir janúar. V. Viðbót við skrá yfir blöð og
timarit. VI. Umburðarbréf.
B. I. Reglur um blaðasímtöl.
C. I. Breyting á ferðaáætlun á sérlc^'fisleið. II. Viðbót á skrá „Áframhaldsflugpóstgjöld '/* 1943.“
Lcsist þegar viö móttöku!
Lesist þegar við móttökul
A.
I.
Póst- og símamálastjóri kom heim úr ntanför sinni 24. janúar.
II.
Milli íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku hefur verið komið á beinu flng-
póstsambandi, tvisvar í viku hvora leið, og var fyrsta flutningi héðan skilað til
í'lugs 26. janúar.
Burðargjaldið cr hið sama og verið hefur, 90 aura fluggjald undir 5 g eða minna
og svo venjulegt burðargjald og skrásetningargjald, ef um skrásettar sendingar er
að ræða.
Fyrst um sinn skulu póstafgreiðslumenn nota burðargjaldstöflu þá um áfram-
haldsflugpóstgjöld á erlendum l'lugleiðum, sem fylgdi marzblaði 1943, þegar um
er að ræða bréf til annarra Ameríkulanda cn Bandaríkjanna og Canada.
Rétt er, að póstafgreiðslumenn leiðbeini almenningi, eftir þvi sem hægt er, um
að nota flugpóstbréfsefni undir flugbréf sín, ef þeir vita um, að hægt sé að fá þau
á staðnum.
III.
Nýlega hafa verið samþykkt á Alþingi og staðfest af herra forsetanum ný lög
Um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum, og eru þá úr gildi fallin lög nr. 62
28. jan. 1935, um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum og lög nr. 36 1. febr.
1936, um breyting á þeim lögum.
Alhygli póstafgreiðslumanna, sem taka við sérleyfisgjaldi frá sérleyfishöfum,
skal vakin á því, að framvegis ber að reikna 7% — sjö af hundraði — af fargjöld-
Unum í slað 5% eftir hinum gömlu lögum.
IV.
Hinn 1. janúar 1945 reyndist vísitalan vera 274 stig, samkvæmt útrekningi
kauplagsnefndar, ef miðað er við 100 fyrir mánuðina jan.—marz 1939.
V.
Á skrá yfir blöð og tímarit, sem flult eru samkvæml 1. gr. h-lið póstlaganna,
skal bæta við þessu tímariti: