Póst- og símatíðindi - 01.09.1959, Blaðsíða 1

Póst- og símatíðindi - 01.09.1959, Blaðsíða 1
Póst- og símatíðindi _ Gefin út af P ó s t - og símamálastjórninni Nr. 7—9. Júlí—september 1959. Lesist þegar við móttökul Efni: I.esist þegar við móttöku! A. I. Ný frimerki. II. Frimerki fellur úr gildi. III. Árleg talning póstsendinga. IV. Signetsnúmer. V. Lausar stöður og veittar. VI. Tómir póstpokar. VII. Blö'ö og tímarit. VIII. Bréfhirðingar lagðar niður. IX. Starfsmannaskrá. X. Umburðarbréf. A. i. Ný frímerki. Tvö ný frímerki komu út 3. september 1959 í tilefni af 40 ára afmæli flugs á íslandi. Verðgildi þeirra er ltr. 3,50 (upplag 750.000) og ltr. 4,05 (upplag 500.000). Fjögur ný frímerki verða gefin út 25. nóvember 1959, 25 aur., 90 aur., 2 kr. °g 5 kr. Öll gilda þessi merki til greiðslu burðargjalds hvers konar póstsendinga þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. II. Frímerki fellur úr gildi. Athygli er vakin á þvi, að minningarfrimerkið um 150 ára afmæli Jónasar Hallgrimssonar fellur úr gildi 31. desember 1959. Póstafgreiðslumönnum ber að senda eftirstöðvar með desemberreikningi. III. Árleg talning póstsendinga. Hin árlega, tímabundna talning póstsendinga fer fram dagana 1.—28. olttóber næstkomandi. Viðeigandi eyðublöð hafa verið send á allar póstafgreiðslur og hréfhirðingar. Eru það eindregin tilmæli, að póstmenn leysi hana samvizkusamlega af hendi °g sendi talningarskýrslurnar til Póstmálaskrifstofunnar eigi síðar en 1. desember. IV. Signetsnúmer. Pósthúsið Þingvöllum hefur fengið signetsnúmerið 486 í stað 466 og ber að ^reyta skránni um signetsnúmer póst- og simstöðva, sem birtist i Póst- og síma- tíðindum nr. 10—12 1958 í samræmi við það. Þá notar Birgðavarzla Landssímans signet nr. 18 frá 8. okt. 1959 að telja.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.