Póst- og símatíðindi - 01.09.1967, Qupperneq 7

Póst- og símatíðindi - 01.09.1967, Qupperneq 7
7 skeytagjöld hjá skrifstofu Fislcifélags íslands í Reykjavík. Gjaldið fyrir þessi skeyti er þetta: Berist skeytið símstöð á virkum dögum er gjaldið hálft venjulegt simskeytagjald eða 120 aurar fyrir orðið, en berist það símstöð á helgidegi eða á laugardegi eftir kl. 19.00, ber að reiknn venjulegt símskeytagjald eða 240 aurar i'yrir orðið. Nafnkveðjan í þessuin skeytum verður ÆGIR FISKIFÉLAG REYKJAVÍK. Tilkynnið eftir þörfum. 8.6.1967. Umburðarbréf nr. 17. — Umdæmisstöðvarnar og Vm, Hf, Stm og Sg — Þér eruð beðnir að sjá um að stöðvarnar í yðar umdæmi verði opnar á kosninga- daginn 11. júni umfram venjulegan stöðvartíma, eftir því sem þörf krefur. 10.6.1967. Umburðarbréf nr. 18. — Umdæmisstöðvarnar, Vm, Hf, Sg og Stm — Landssimastöðin Strönd, Vallabreppi, hefur verið lögð niður í dag, en samtímis hafa símnotendur þar verið tengdir við stöðina Egilsstaðir. Tilkynnið eftir þörfum. 9.6.1967. Umburðarbréf nr. 19. — Umdæmisstöðvarnar, Vm, Hf — Samkvæmt ósk Ríkisútvarpsins hefur Landssíminn tekið að sér að útvega atkvæðatölur úr öllum kjördæmum Iandsins við í liönd farandi kosningar. Þér eruð því beðnir að gera i tæka líð nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að atkvæðatölurnar verði símaðar beint til stöðvar yðar jafnskjótt og kjörstjórnirnar tilkynna þær, sem væntanlega verður á 30 mínúlna fresti, og talsíma þær siðan tafarlaust til langlínu- miðstöðvarinnar í Reykjavík. Sérstök áherzla er lögð á, að afgreiðsla þessi gangi greiðlega og tryggilega fyrir sig. Hver atkvæðatilkynning verður reiknuð sem venjulegt hraðsímtal (1 viðtalsbil) útfarið frá Reykjavík. Þess skal getið að Rikis- útvarpið hefur beðið fréttamenn sina að aðstoða yður eftir þörfum. Þér eruð beðinn að tilkynna þetta þeim sem hlut eiga að máli í umdæmi yðar. 14.6.1967. Umburðarbréf nr. 20. — Umdæmisstöðvarnar og Vm, Hf, Stm og Sg — Ákveðið hefur verið að opnunartimi símstöðvanna Vopnafjörður og Þórshöfn verði frá og með 15. júní 1967 frá kl. 8.30 til 22.00 virka daga. 16.6.1967. Umburðarbréf nr. 21. — Til allra stöðva — Frá og með 19. júní 1967 breytist heiti póst- og símstöðvarinnar Grafarnes i Grundarfjörður í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu. Skannnstöfun stöðvarinnar er Gf. 21.6.1967. Umburðarbréf nr. 22. — Til allra stöðva — Söluverð símaskrárinnar 1967 er 130 krónur. Ókeypis einlak fylgir hverjum leigu- sima. öll önnur eintök, sem afhent eru, t. d. til talstöðva og loftskeytastöðva, ber að greiða fullt gjald fyrir. 29.6.1967. Umburðarbréf nr. 23. — Umdæmisstöðvarnar, Vm, Hf, Sg og Stm — 3. fl. landssimastöð hefur verið sett upp til bráðabirgða i Krisuvík, Grindavikur- hreppi. Talsímagjöld skv. gjaldskrá 1966. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.