Barnablaðið - 01.04.1950, Side 8

Barnablaðið - 01.04.1950, Side 8
6 BARNABLAÐIÐ „Góðan daginn," sagði Elsa, „hvernig líður Ernst í dag?“ „Hann er svipaður. í gær fanust mér liann vera svolítið betri, en í nótt versnaði honum að nýju. Og svo er það þessi mikli ótti við dauð- ann, sem þjáir hann svo ákaflega mikið. Bara að læknirinn hefði ekki talað hátt um dauðann, því það heyrði Ernst, og síðan er hann svo ákaflega hræddur." Elsa gekk inn til hins sjúka. Það var fallegt barnsandlit, með stór- um, brúnum augurn og háu enni, umlukt af dökku, hrokknu hári, sem mætti augum hennar. En Jiin- ir dökku baugar neðan við augun og hinar samanklemmdu varir, báru vott um miklar þjáningar. „Ég er með nokkuð til þín, Ernst,“ sagði Elsa, og strauk hið bleika enni hans. „Það er ekkert fallegt núna, en ég skal segja þér nokkuð um það.“ Hún settist við rúm hans og tók upp blómsturpottinn og laukana og sýndi honum. Ernst leit undrandi á hana og spurði, livað hún hefði að segja. „Ernst, trúir þú mér, þegar ég segi, að þessir dauðu laukar, sem þú sérð, hafi líf í sér?“ „Hvað erum við vön að gera við það, sem dáið er? Við erum vön að grafa það,“ sagði hann með skjálf- andi rödd. „Já, Ernst, við geymum það í jörðiruai. Nú skulum við leggja hina þurru lauka í moldina. Eftir fáa daga munt þú fá að sjá, að úr moldinni kemur upp græn spíra, sem fljótt stækkar og verður að fallegri liljn. Meðan hún sagði þetta, setti liún laukana í moldina, og Ernst horfði undrandi á liana. „Verður það eins með mig, þeg- ar ég er dáinn?“ spurði hann. „Já, Ernst litli. Þinn sjúki, þján- ingarfulli líkami verður lagður í jörðina, en inni í honum býr hreinn ódauðlegur andi, sem svíf- ur upp til Guðs. Jesús sagði einu sinni: „Ég er upprisan og lífið, sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja.“ Jesús hefur sjálfur eitt sinn legið í dimmri gröf. En Hann reis upp. Hann lifir og er nú í himninum. Ef við trúum á Hann, fáum við að koma til Hans, þegar við deyjum.“ Elsa bað hljóða og heita bæn til Erelsara síns. Hún bað um, að litli drengurinn fengi náð að skilja hana. Það var einmitt tilætlunin með gjöfinni, að taka burtu óttann við dauðann. Og Jesús heyrði bæn hennar. Frá þeim degi óttaðist Ernst ekki fxamar dauðann. Á hverjum morgni gáði hann að, hvort liljurnar væru sprungnar út. Einn morgun hrópaði hann mjög glaður: „Mamma, flýttu þér og komdu hingað, nú er liljan mín komin uppl“

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.