Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 13

Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 13
BARNABLAÐIÐ 11 Hún dró út kommóðuskúffuna, og af því að þar var allt í óreglu, byrj- aði hún að taka til þar. Gróa fann, livernig hjartað barð- ist um, nú myndi allt koma í ljós, það var einmitt þarna, sem buddan lá. Nú tók frúin hana upp. „Hvað er þetta? Hvernig stend- ur á, að buddan hennar Inger er hér? Hún sem tapaði henni í kaup- staðnum um daginn.“ Gróa reyndi fyrst að þræta. Hún vissi ekki, að Inger ætti budduna, hún hefði fundið hana í skóginum. „Það er ekki satt,“ sagði frúin al- varleg. „Þú skrökvar, Gróa, en gleymdu því ekki, að Jesús þekkir allt, og þú getur ekkert hulið fyrir Honum.“ Hryggð Mai frænku greip Gróu, og tárin runnu niður kinnar hennar. „Ég skal aldrei gera það aftur,“ snökti hún. „Ég veit, að það var rangt. Mig langaði svo að hafa Óla út af fyrir mig. Ég sá, þegar hún tapaði buddunni, og svo tók ég liana. Ó, Mai frænka, vertu ekki reið við mig.“ „Ég er ekki reið,“ sagði frú Svenssen svo dapurlega, að það skar Gróu í hjartað. „En ég er ákaflega hrygg. Þú veizt, að Guð hryggist, þegar við syndgum og leynum synd- inni.“ Hún settist á rúmstokkinn og strauk hárið frá heitu enni Gróu. Ennþá ert þú aðeins barn, Gróa. En það líður ekki á löngu, þar til þú verður fullorðin og verður að bera ábyrgð verka þinna. Hvað verður þá af þér? Þegar Jesús liékk á krossinum, friðþægði Hann fyrir allar þínar syndir, og hjá Honurn getur þú fengið kraft til þess að lifa hreinu lífi.“ „Ég skil ekki þetta með frelsið," sagði Gróa. „Þið eruð öll svo góð, en Jesús kærir sig sjálfsagt ekki um mig, sem er svo slæm.“ „Það er einmitt það, sem Hann gerir,“ var svarið, hlýtt og innilegt. „Jesús elskar okkur heitast, þegar við mest þörfnumst hjálpar Hans. Hann dó fyrir okkur, sem vorum í syndum okkar, af því að Hann vissi, að við gætum aldrei af eigin ramm- leik orðið svo góð, að við kæmumst til Himinsins." Frúin fann, að eitthvað var að brjótast um innra með Gróu. Hún var ennþá með budduna í hend- inni. Næstum óafvitandi benti Gróa á budduna og sagði: „Getum við ekki brennt henni, og látið peningana í trúboðsbauk- inn?“ „Nei,“ sagði frúin ákveðið. „Guð getur ekki fyrirgefið okkur syndir okkar, nema við játum þær opinber- lega. Þú verður að viðurkenna synd þína, Gróa.“ Gróa hrökk við. „Er ekki nóg, að ég biðji Guð um fyrirgefningu? Þarf ég virkilega —“ Hún gat ekki lokið við setninguna. Frúin varð að koma henni til hjálpar.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.