Sólskin - 01.07.1934, Síða 9
Tígrisdýrið orgaði af reiði. Það ætlaði nú að
hræða úlfinn með því að hóta honum öllu illu. En
þá kom nú úlfamamma til sögunnar. „Hugsaðu um
sjálfan þig“, sagði hún. „Það er nú eg, sem hefi
tekið að mér þennan dreng, og svo gæti farið, að
hann yrði að fullorðnum manni, sem dræpi tígris-
dýrið, ef það ekki varar sig“.
Manni.
Litli drengurinn ólst nú upp hjá úlfunum, og
varð einn af fjölskyldunni. Þeir nefndu hann
Manna. Alla siðu og háttu skógarins kenndu þeir
honum, klifur, hlaup og veiðibrellur.
Á þessu varð hann stór og sterkur, djarfur og
hraustur. Úlfarnir tóku hann með sér á úlfaþing,
sem háð voru á kletti einum.
Hann þurfti að læra margt og mikið, eins og ylf-
ingarnir, fóstbræður hans.
Fyrstu kennslustundunum var varið til þess að
æfa hann í snarræði og dugnaði. Það var gert með
því að lofa honum að veiða flugur, hlaupa, stökkva
og glefsa þær. Enginn matur var honum gefinn,
en honum var sýnt fram á það, að ef hann vildi fá
mat, þá yrði hann að veiða handa sér sjálfur.
I fyrstu reyndi hann að ná í fugla, með því að
elta þá uppi, eða stökkva á þá, en hann lærði það
fljótt af reynslunni, að þetta borgaði sig ekki. Til
þess að geta veitt, varð hann að skríða og læðast
og liggja í leyni. Ef hann hefði ekki lært réttar að-
ferðir, myndi hann hafa soltið í hel.
Eins er með dreng, sem vill verða skáti. Fyrst
7