Sólskin - 01.07.1934, Page 42

Sólskin - 01.07.1934, Page 42
lega er hann kvaddur með því, að rétta aðeins upp hægri hönd og snerta húfuna með vísifingri. Hvers vegna réttið þið upp. tvo fingur? Þið vitið„ hvernig úlfshöfuð lítur út með tvö eyrun beint upp. Þetta er notað sem ylfingamerki. Tveir fingurnir merkja tvö úlfseyrun, og tvær greinar ylfingaheit- isins. Úlfur er hlýðinn. Nokkrir ylfingar voru að leika sér að því, að veiða fiðrildi, og ef þið nokkurn tíma komið á stað, þar sem úlfar eru, munuð þið eiga kost á að sjá þetta. Þeir stökkva og glefsa út í loftið, og falla hver á annan, eins og venja er til. Skyndilega sér maður einn ylfing laumast af stað að gamni sínu. Hann hefir ekki lengur ánægju af fiðrildaveiðinni. Móðir hans hefir alltaf legið grafkyrr skammt þar 40

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.