Sameiningin - 01.04.1888, Side 2
—18—
æfa-löngu liafa fengið iiefS og' að miklu leyti eru á kveðnar
með almennum landslögum. Yanti'úin er ytii' höfuð að tala
ekki fyrir það að verða píslarvottr; hún veit, sem er, að
liún getr vel lifaö, ];ó að liún sjái einhverri kristilegri trú-
arjátning slegið fastri uppi yfir sér og allt í kring um sig.
Ef lítið fær leyíi til að vera vantrúarlíf, þá sættir hún sig
oftast við það, þótt hún að nafninu sé skylduð til að ganga
undir einhverri á kveðinni trúarjátning. þannig er það á Is-
landi, og þannig er það að meiru eðr minna leyti í öllum
þeim löndum, þar seui kirkjan er saman reyrð og brindin
við liina borgaralegu stjórn. Vantrúin meðal fólks vors, sem
koinið er vestr um haf, itefir allt þangað til nú svo mjög
verið háð vananum frá Islandi, að hún liefir ímyndað sér
sjálfa sig á líkan hátt ófrjálsa eins og lieima. Hún hefir
að undan förnu eins og ekki vitað, að henni væii óliætt, að
láta hér fremr en heima opinberlega til sín lieyra. Hún
hefir verið að átta sig á því, hvar hún er stödd, þangað til
nú. Nú fyrst veit Iiún, að hún er stödd í frjálsu landi.
Hún er nú loks búin að nudda stýrurnar úr augunum á
sér.
Kristilega hugsanda fólki af þjóðflokki vorum stendr nú
eflaust mesti stuggr af vantrúaranda þessa svo kallaða „Menn-
ingarfélags". Og vér getum hugsað oss, að sumir, sem að
undan förnu lít.ið sem ekkert liafa þekkt til kristiudómsins
nema eins og dauðrar ytri seremoníu, fari nú, þegar þeir líta
ófi'iðarfiagg það, er vantrúarfélag þetta heldr á lofti, í al-
vöru að biðja fyrir sér og framtíð þjóðflokks vors í þessu
landi. Og eins getr oss vel skilizt, að þegar það berst út
um endilangt Island, að guðleysið liafi þegar náð svo miklu
ríki lijá Islendingum liér vestra, að það stofnar lögbundið
félag til að vinna á uióti kristindóminum, að þá verði }><<<S
til þess að fæla menn frá að flytja hingað yfir um. það
eru líka öll líkindi til, að þeir, sein gengið hafa í þennan van-
trúarfélagsskap, hafi ekki tekið þetta með í reikninginn,
þá er þeir mynduðu félagsskapinn, því svo illa sem þeim
augsýnilega er og hlýtr að vera við „Sam.“ fyrir það, að
liún lieldr fram málefni kiistindónisins, þá virðast þeir, að
minnsta kosti sumir þeirra, vera enn reiðari við hana fyrir
það, að hún öðru Itverju hefir bent á sviirtu hliðina á hinu