Sameiningin - 01.04.1888, Síða 9
•25—
lúnni merkilegu sjóferö. Fjarskalega fjöhnenn Gyðinga-nýlenda
var { Róin á þessum tíma. ])aö var þetta fólk, sem post-
ulimi vildi fyrst og fremst hitta, Kristinn söfnuðr var líka
til í Rómaborg löngu áðr en postulinn kom þangað, sam-
an standandi af fólki, sem að þjóðerni voru Gyðingar.
Bréf Páls til Rómverja er til þess fólks ritað—einnig löngu
áðr en honum auðnaðist að stíga þar fœti sínum. I 15.
hap. þess lu’éfs tekr hann fram, að hann hafi haft löngun
til að korna þangað í mörg ár, og búist enn viö að sú
ósk sín nái að rœtast. Og sii ósk rœttist, þó að hann
kœmi sem bandingi og ekki sem frjáls maðr. Hans hjart-
anleg ósk hafði verið, að fá tœkifreri til að boða náðar-
lærdóm Jesxi Ki-ists í höfuðborg heimsins, og þótt liamj kremi
sem bandingi, gat hann samt komið sem prédikari; því þó
að hermaðr væri settr til að gæta hans. var homim leyft
að leigja herbergi út af fyrir sig og búa þar og taka móti
öllum, sem til hans komu, og boða mönnuin kristindóminn.
])rem dögum eftir að Páll er kominn til Rómaborgar,
kallaði hann til sín helztu menn Gyðinga og segir þeim
frá, hvers vegna og hvemig hann sé þangað kominn: og'
meðal annars segir hann: „Sökurn Israels vonar her eg þessa
hlekki“. þeir segjast ekki hafa fengið nein bi’éf honum viðvíkj-
andi frá Gyðingalandi, og ekki heldr sé neinn brreðranna
kominn, er liafi nokkuð illt um liann talað. En þeir vilja
gjarnan heyra hann tala og lýsa yfir trúarskoðunum sínum ,
,,því“—segja þeir—„það er oss kunnugt, að þessi trúarfiokkr
fær alls staðar mótinæli“.
])að er bæði nýtt og gamalt í heiminum, að þessi
trúarfiokkr fær alls staðar mótmæli. Hinn kristni
trúarflokkr fékk alls staðar mótmæli til forna, á postula-
öldinni, og liann fær alls staðar mótmæli enn, og liann
hefir fengið mótmæli alls staðar, þar sem hann hefir komið
fram í heiminum, á öllum þeim öldum, sem iig'gja milli vor
og postulanna. þegar á afinælisdagi kirkjunnar, livítasunnu-
deginum inikla, komu mótmælin gegn hinum kristna
trúarflokk fram. Heilagr andi kom þá, sem kunngt er, yfir
postulana, og þeir tóku þá allir til að tala annarlegum tung-
um. ])á heyrðust raddir, mótmæla-raddir þeirra, er sögðu í
iiáði: „þeir eru fullir af sœtu víni“. En bráðum breytast